Föstudagspítsan: Heimagerð salsasósa breytir bragðinu

Best er að byrja á því að setja sósuna og …
Best er að byrja á því að setja sósuna og setja svo nóg af Mozzarella osti yfir áður en áleggið fer á pítsuna. Mathias Reading/Unsplash

Föstu­dagspít­s­an hef­ur fest sig í sessi hjá lands­mönn­um. Í dag er föstu­dagspít­s­an und­ir mexí­kósk­um áhrif­um því í stað hinn­ar venju­legu pítsusósu er hér að finna upp­skrift af heima­gerðri salsasósu sem gef­ur föstu­dagspít­sunni annað yf­ir­bragð og fer með fólk í ferðalag til Suður Am­er­íku. 

Með því að gera sós­una sjálf frá grunni kom­um vit­um við ná­kvæm­lega hvað er í henni og slepp­um allri inn­töku á aukefn­um sem oft eru í til­bún­um vör­um.

Þessi salsasósa er ekki bara góð á pítsuna held­ur líka með öðrum mexí­kósk­um mat og hræðilega góð út á mexí­kóskt sal­at svo dæmi sé tekið en upp­skrift að því kem­ur síðar. 

Best er að byrja á því að gera sós­una og setja ofn­inn á hæðstu still­ingu á meðan. Þegar sós­an er klár er ekk­ert að van­búnaði en að setja áleggið á. 

Sjálfri finnst mér lang­best að setja vel af sósu á pítsuna, setja svo mjög mik­inn Mozzar­ella-ost ofan á. Svo steikt nauta­hakk, sem er bara saltað og piprað, og svo kannski ör­lítið af niðursoðnu Jalapeno ofan á. Það má auðvitað bæta því út í salsa-sós­una en ég er hrifn­ari af því að hafa salsasós­una og mild­ari því börn vilja oft ekki mjög sterk­an mat. 

Hægt er að nota þessa út­færslu á hvaða pítsa­botn sem er en fyr­ir þá sem vilja spara sér spor­in og fara ein­földu leiðina þá er sniðugt að nota til­bún­ar Tortilla-kök­ur sem pítsa­botn. Ef þið hafið ekki prófað það þá gæti dag­ur­inn í dag verið rétti dag­ur­inn til þess! 

Heimagerð salsasósa á föstudagspítsuna er hreinasti unaður.
Heima­gerð salsasósa á föstu­dagspít­suna er hrein­asti unaður. Charlie Harris/​Unsplash

Föstudagspítsan: Heimagerð salsasósa breytir bragðinu

Vista Prenta

Heima­gerð salsasósa 

  • Smjörklípa
  • 1 dós niðursoðnir tóm­at­ar
  • 1 lauk­ur
  • 2 hvít­lauksrif, má vera meira.
  • Safi úr 1/​2 límónu
  • 1 tsk. cum­in
  • 1 tsk. líf­rænt hun­ang
  • 1 tsk. reykt paprika
  • salt eft­ir smekk

Aðferð: 

  1. Setjið smjör í pott og látið það bráðna.
  2. Mýkið lauk og hvít­lauk í smjör­inu og kryddið. 
  3. Bætið niðursoðnu tómöt­un­um út í og látið malla í um það bil sjö mín­út­ur. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert