Þrífðu grillið með lauk

Gott er að þrífa grindurnar á grillinu með lauk fremur …
Gott er að þrífa grindurnar á grillinu með lauk fremur en vír að sögn Ísaks Arons Jóhannssonar landsliðskokks. Ljósmynd/Unsplash

Ísak Aron Jó­hanns­son, fyr­irliði ís­lenska kokka­landsliðsins og eig­andi veisluþjón­ust­unn­ar ZAK, gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð hús­ráð alla föstu­daga sem nýt­ast vel við mat­ar­gerðina, bakst­ur­inn og þegar grilla skal. Að þessu sinni gef­ur Ísak góð ráð þegar þrífa á grillið fyr­ir og eft­ir notk­un og legg­ur á hann áherslu á nátt­úru­lega leið.

Gott er að nota lauk

„Í staðinn fyr­ir að nota víra, sem mögu­lega geta endað í matn­um eða sápu sem fer illa með grillið, er gott að nota lauk. Fyr­ir nátt­úru­lega leið til að þrífa grillið, skerðu lauk í tvennt og notaðu grill­gaffal til að þrífa grillið á meðan það er heitt. Gott er að gera þetta að reglu áður og eft­ir að þú grill­ar. Ensím­in í laukn­um hjálpa til við að losa þessa erfiðu bita sem fest­ast við grillið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert