Húsó-japansk kjúklingasalat

Japansk kjúklingasalat frá Húsó bragðast einstaklega vel.
Japansk kjúklingasalat frá Húsó bragðast einstaklega vel. mbl.is/Arnþór Birkisson

Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans töfraði fram guðdómlegt japanskt kjúklingasalat sem er tilvalið að hafa í matinn í kvöld, á morgun eða hinn. Þetta kjúklingasalat er einnig sniðugt í veislur en um næstu helgi fara fram útskriftarveislur úr menntaskólum landsins. 

Í stað þess að setja salatið í stóra skál á veisluborðið mætti líka setja það í lítil glös eða krukkur. 

Hér er það fallega borið fram í stórri skál sem …
Hér er það fallega borið fram í stórri skál sem er falleg á veisluborð eða bara í kvöldmatinn fyrir fjölskylduna. mbl.is/Arnþór Birkisson

Japanskt kjúklingasalat

Marta María mælir með því að fólk byrji á því að útbúa sósuna. 

Sósa

  • ½ bolli ólífuolía
  • ¼ bolli balsamic edik
  • 2 msk. sykur
  • 2 msk. sojasósa

Aðferð: 

  1. Setjið allt í pott og sjóðið saman í u.þ.b. 1 mínútu.
  2. Takið af hitanum og hrærið í á meðan blandan kólnar (til að sósan skilji sig ekki).
  3. Sósan er borin fram köld til hliðar við salatið.

Núðlublanda

  • 1 poki núðlur (instant súpunúplur) – ekki nota krydd sem fylgir með
  • 1-2 msk. sesamfræ

Aðferð:

  1. Brjótið núðlurnar smátt niður.
  2. Ristið á þurri pönnu, byrjið á núðlunum því þær taka lengri tíma og bætið síðan sesamfræjum á pönnuna.
  3. Athugið að núðlurnar eiga að vera stökkar.
  4. Leggið til hliðar í litla skál.

Kjúklingasalat

  • 4 kjúklingabringur
  • 1 dl sweet hot chillisósa

Aðferð:

  1. Skerið kjúklingabringurnar í strimla.
  2. Kryddið með kjúklingakryddi og snöggsteikið í olíu.
  3. Hellið sweet chilisósunni yfir og látið sjóða við vægan hita um stund.

Annað hráefni í kjúklingasalat

  • Salatpoki/klettasalat eða iceberg salat
  • Kirsuberjatómatar
  • Mangó
  • Paprika, allir litir sem fást
  • Rauðlaukur, má sleppa

Aðferð:

  1. Skerið allt grænmeti og ávexti niður og setjið í botninn á fati.
  2. Stráið hluta af ristuðu núðlublöndunni yfir, svo hluta af balsamic-sósunni.
  3. Að lokum er kjúklingaræmunum dreift yfir.
  4. Það er ágætt að geyma hluta af núðlublöndunni og sósunni til hliðar, ef einhverjir vilja meira, fer eftir smekk.
mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert