Ömmu „McFlurry“ nýjasta æðið

McFlurry í anda ömmu.
McFlurry í anda ömmu. Ljósmynd/McDonald's

Nýr „McFl­urry“ lend­ir á skyndi­bitastaðnum McDon­ald's í maí. Um er að ræða „McFl­urry“ fyr­ir ömm­ur og alla sem elska ömm­ur. Nýja bragðteg­und­in er kölluð „Grandma McFl­urry“ eða Ömmu McFl­urry. 

„McFl­urry“ er ís sem má helst líkja við bragðaref­inn sem Íslend­ing­ar elska. Nýja bragðteg­und­in er með blöndu af sírópi, vanilluís og stökku nammi. Er namm­inu líkt við upp­á­haldsnammi ömmu sem hún faldi í vesk­inu sínu. 

Fram kem­ur á vef CNN að McDon­ald's hafi enn ekki greint frá bragðinu af namm­inu en Reddit-not­end­ur halda því fram að um sé að ræða kara­mell­ur í anda Wert­her's Orig­inal enda slíkt nammi í miklu upp­á­haldi hjá öll­um ömm­um. 

Kamilla drottning er amma. Ætli hún geymi Werther's Original eða …
Kamilla drottn­ing er amma. Ætli hún geymi Wert­her's Orig­inal eða annað góðgæti í vesk­inu sínu? AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert