Ömmu „McFlurry“ nýjasta æðið

McFlurry í anda ömmu.
McFlurry í anda ömmu. Ljósmynd/McDonald's

Nýr „McFlurry“ lendir á skyndibitastaðnum McDonald's í maí. Um er að ræða „McFlurry“ fyrir ömmur og alla sem elska ömmur. Nýja bragðtegundin er kölluð „Grandma McFlurry“ eða Ömmu McFlurry. 

„McFlurry“ er ís sem má helst líkja við bragðarefinn sem Íslendingar elska. Nýja bragðtegundin er með blöndu af sírópi, vanilluís og stökku nammi. Er namminu líkt við uppáhaldsnammi ömmu sem hún faldi í veskinu sínu. 

Fram kemur á vef CNN að McDonald's hafi enn ekki greint frá bragðinu af namminu en Reddit-notendur halda því fram að um sé að ræða karamellur í anda Werther's Original enda slíkt nammi í miklu uppáhaldi hjá öllum ömmum. 

Kamilla drottning er amma. Ætli hún geymi Werther's Original eða …
Kamilla drottning er amma. Ætli hún geymi Werther's Original eða annað góðgæti í veskinu sínu? AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert