Er í lagi að drekka kaffi á fastandi maga?

Er fyrsti bolli dagsins slæmur fyrir heilsuna?
Er fyrsti bolli dagsins slæmur fyrir heilsuna? Skjáskot/Instagram

Til­hugs­un­in um fyrsta kaffi­bolla dags­ins kem­ur mörg­um fram úr rúm­inu á morgn­anna. En er slæmt fyr­ir heils­una að drekka kaffi á fastandi maga?

Morg­un­boll­inn hef­ur verið áber­andi í umræðunni á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok. Hann er án efa ómiss­andi part­ur af morg­un­rútínu margra – hins veg­ar vilja sum­ir meina að hann geti valdið vanda­mál­um eins og uppþembu, hár­losi, horm­óna­ó­jafn­vægi, kvíða og skjald­kirt­ilsvanda­mál­um ef hann er drukk­inn á fastandi maga. 

Að und­an­förnu hef­ur horm­óna­heilsa verið heit­asta trendið á TikT­ok og gríðarlegt magn af upp­lýs­ing­um hægt að finna þar, bæði gagn­leg­um og ógagn­leg­um. Þegar kem­ur að heilsu­tengdu efni sem birt er á sam­fé­lags­miðlum eins og TikT­ok er þó mik­il­vægt að hafa gagn­rýna hugs­un að leiðarljósi og skoða hvað fræðin segja – þá verður auðveld­ara að skilja að reynslu eða upp­lif­un ein­hvers og staðreynd­ir sem styðjast við ritrýnd­ar rann­sókn­ir. 

Rann­sókn­ir benda ekki til skaðlegra áhrifa fyr­ir flesta

Í þessu til­felli benda sér­fræðing­ar á að rann­sókn­ir hafi hingað til sýnt fram á að hjá flest­um sé ólík­legt að það valdi veru­leg­um heilsu­far­svanda­mál­um eða skaðleg­um auka­verk­un­um að drekka kaffi á fastandi maga – svo framar­lega sem það sé drukkið í hófi.

Hins veg­ar get­ur það valdið streitu og melt­ing­ar­vanda­mál­um hjá sum­um að því er fram kem­ur í sam­an­tekt sem nær­ing­ar­fræðing­ur­inn Jilli­an Ku­bala birti á vef Mind Body Green. „Að drekka kaffi á fastandi maga get­ur kallað fram eða aukið ein­kenni ákveðinna heilsu­far­svanda­mála, eins og kvíða, GERD og annarra melt­ing­ar­vanda­mála. Það get­ur einnig aukið kort­isól­svör­un þegar þess er neytt við streitu­vald­andi aðstæður,“ seg­ir hún.

Þó svo neysla á kaffi valdi ekki skaða í flest­um til­fell­um mæl­ir Ku­bala sterk­lega gegn því að fólk noti kaffi í stað morg­un­mat­ar. „Jafn­vel þótt þú drekk­ir kaffi á fastandi maga á morgn­anna þá skaltu fá þér morg­un­mat í kjöl­farið. Fyrsta máltíð dags­ins er mik­il­væg fyr­ir orku, blóðsyk­ur­s­jafn­vægi og fleira,“ seg­ir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert