Hollari skyrkaka sem þú verður að smakka

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Silja Geirs­dótt­ir hef­ur haft áhuga á mat og mat­ar­gerð frá því hún man eft­ir sér. Hún er hársnyrti­sveinn að mennt og lauk ný­verið diplóma­námi í heild­rænni nær­ing­ar­fræði (e. holistic nut­riti­on) í Lund­ún­um, en hún legg­ur mikið upp úr því að borða holla og nær­ing­ar­ríka fæðu og hef­ur að und­an­förnu verið að prófa sig áfram með holl­ari út­gáfu af hinum ýmsu eft­ir­rétt­um. 

    „Mín­ar bestu æskuminn­ing­ar eru af mér og mömmu í eld­hús­inu að búa sam­an til kvöld­mat. Þegar ég fór svo til ömmu minn­ar á Ísaf­irði á sumr­in þá bakaði ég mikið með henni, meðal ann­ars klein­ur og skinku­horn,“ seg­ir Silja.

    „Í seinni tíð hef ég verið að fókusa meira á áhrif mat­ar á lík­amann og and­lega heilsu og búa til upp­skrift­ir í kring­um það,“ bæt­ir hún við. 

    Silja lauk nýverið námi í heildrænni næringarfræði (e. holistic nutrition) …
    Silja lauk ný­verið námi í heild­rænni nær­ing­ar­fræði (e. holistic nut­riti­on) í Lund­ún­um.

    Legg­ur áherslu á að borða hollt en elsk­ar sæt­indi

    Silja hef­ur verið dug­leg að prófa sig áfram í eld­hús­inu og hef­ur deilt nokkr­um ljúf­feng­um upp­skrift­um með fylgj­end­um sín­um á TikT­ok. „Und­an­farið hef ég mikið verið að baka glút­en­fría ban­ana­brauðið mitt og svo á ég yf­ir­leitt heima­gerða „Twix“ bita með döðluk­ara­mellu til í fryst­in­um,“ seg­ir hún. 

    Spurð hvað henni finn­ist skemmti­leg­ast að brasa í eld­hús­inu seg­ist Silja alltaf hafa verið meira fyr­ir það að elda þar sem það ligg­ur vel fyr­ir henni. „Ég legg mikið upp úr því að borða hollt en á sama tíma elska ég sæt­indi og því hef ég ný­lega verið að skora á sjálfa mig að baka meira og gera þá allskon­ar upp­skrift­ir að eft­ir­rétt­um en á aðeins holl­ari hátt,“ seg­ir hún. 

    Ein af upp­skrift­un­um sem Silja hef­ur verið að þróa er ljúf­feng skyrkaka sem varð óvænt til þegar hún var að fara að halda mat­ar­boð og áttaði sig á að hún hafði gleymt að kaupa inn í eft­ir­rétt. „Ég notaði það sem ég átti til og er upp­skrift­in því frek­ar ein­föld og í miklu upp­á­haldi á mínu heim­ili því það er hægt að gera hana al­veg á sinn hátt,“ seg­ir Silja. 

    „Það er til dæm­is hægt að hafa botn­inn þynnri, setja aðra ávexti og nota annað skyr. Kaffi-vanillu skyrið frá Kea er einnig mjög gott og þá er æðis­legt að nota per­ur í stað ban­ana,“ bæt­ir hún við. 

    Hollari skyrkaka sem þú verður að smakka

    Vista Prenta

    Skyr eft­ir­rétt­ur Silju

    • 1 pakki hafra­kex
    • 1 tsk. kanill
    • 1 tsk. salt
    • 1/​2 tsk. kar­dimomma
    • 50-70 g smjör
    • 1 tsk. vanillu­drop­ar
    • 100 g þeytt­ur rjómi
    • 300 g salt kara­mellu Kea skyr
    • 1-2 stk. ban­ani
    • Blá­ber til að skreyta með
    • Súkkulaði til að skreyta með

    Aðferð:

    1. Setjið hafra­kex og krydd í bland­ara (eða myljið á ann­an hátt) og hellið svo blönd­unni í form og dreifið vel úr. 
    2. Bræðið smjör og hellið yfir kexið. 
    3. Pressið kex­inu þétt niður til að búa til botn­inn – hér er t.d. gott að nota botn­inn á glasi til að pressa blönd­unni vel niður.
    4. Þeytið rjómann og þegar hann er til­bú­inn er vanillu­drop­um og skyri blandað sam­an við hann.
    5. Setjið 1/​3 af skyr­blönd­unni yfir kex­botn­inn og dreifið vel úr. 
    6. Skerið ban­ana í sneiðar og raðið ofan á skyr­blönd­una. 
    7. Setið rest­ina af skyr­blönd­unni yfir ban­anasneiðarn­ar og dreifið vel úr.
    8. Notið blá­ber og 90% súkkulaði til að skreyta.
    Hægt er að leika sér með uppskriftina, t.d. með því …
    Hægt er að leika sér með upp­skrift­ina, t.d. með því að nota mis­mun­andi ávexti og bragðteg­und­ir af skyri.
    Hráefnin eru einföld.
    Hrá­efn­in eru ein­föld.
    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert