Föstudagspítsan: BBQ-pítsa með kjúkling sem rífur í

Berglind Hreiðarsdóttir sælkeri með meiru býður upp á föstudagspítsuna að …
Berglind Hreiðarsdóttir sælkeri með meiru býður upp á föstudagspítsuna að þessu sinni. BBQ-pítsu með kjúkling. Samsett mynd

Föstu­dagspít­s­an hef­ur fest sig í sessi hjá lands­mönn­um. Í dag kem­ur föstu­dagspít­s­an úr smiðju Berg­lind­ar Hreiðars­dótt­ir sæl­kera og mat­ar­blogg­ara með meiru hjá Gotte­rí og ger­sem­ar. Hér er á ferðinni mat­ar­mik­il og bragðmik­il BBQ-pítsa með kjúk­ling sem nýt­ur mik­illa vin­sælda hjá fjöl­skyldu Berg­lind­ar.

„Sum­arið er hand­an við hornið og við erum búin að taka pít­sa­ofn­inn okk­ar úr geymsl­unni eft­ir vet­ur­inn. Við höf­um hann venju­lega úti allt sum­arið og inn í haustið og setj­um hann síðan inn yfir vet­ur­inn og sækj­um hann bara og tengj­um við gasið ein­staka sinn­um á þeim tíma, not­um hann klár­lega mun meira á sumr­in. Við feng­um okk­ur pít­sa­ofn­inn fyr­ir nokkr­um árum og út­bjugg­um sér­stakt pít­sa­horn á pall­inn okk­ar í fram­hald­inu þar sem við bök­um alltaf pítsur og elska ég þetta horn,“

Ekk­ert mál að baka pítsu í útipít­sa­ofni

„Það er ekk­ert mál að baka pítsu heima með þess­um hætti svo lengi sem maður er með rétt áhöld og hrá­efni. Við höf­um prófað alls kyns pít­sa­deig og finnst mér gam­an að prófa mis­mun­andi deig til að fá smá fjöl­breytni í pítsurn­ar. Oft­ast geri ég sjálf ít­alskt pít­sa­deig en upp­á­halds til­búnu pít­sa­deig­in mín koma ann­ars frá Passi­on bakarí.

Við erum með Ooni Karu pít­sa­ofn, minni gerðina og hent­ar hann okk­ur vel. Við vor­um að kaupa okk­ur nýj­ustu týp­una sem er með áfastri hurð og ég mæli mikið með slíku. Það er mik­il­vægt að hita ofn­inn vel áður en fyrsta píts­an er bökuð svo steinn­inn sé orðinn vel heit­ur og hurðin flýt­ir fyr­ir slíku. Síðan lækk­um við niður hit­ann þegar píts­an fer inn í ofn­inn til að hún brenni síður að ofan og lok­um hurðinni og setj­um hit­ann aft­ur í botn á meðan verið er að sækja næstu pítsu og svo koll af kolli. Með þess­um hætti hitn­ar steinn­inn alltaf vel á milli og píts­an bak­ast jafn­ar.

Pítsaofninn hennar Berglindar í uppáhaldshorninu hennar á pallinum.
Pít­sa­ofn­inn henn­ar Berg­lind­ar í upp­á­halds­horn­inu henn­ar á pall­in­um. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir

Snún­ings­spaði nauðsyn­leg­ur

„Að mínu mati er síðan nauðsyn­legt að eiga snún­ings­spaða til að snúa pítsunni inn í ofn­in­um og gata­spaða til að lyfta henni inn í ofn­inn á því þá fer allt um­fram hveiti af botn­in­um. Við setj­um venju­lega botn­inn beint á gata­spaðann með hveiti und­ir og setj­um áleggið á pítsuna þannig, skutl­um henni síðan í ofn­inn.“

Berg­lindi finnst gam­an að gera mis­mun­andi pítsur og þessi BBQ-kjúk­lingapítsa er nýja upp­á­haldið hjá henni og fjöl­skyld­unni. „Það er svo mik­il stemn­ing að elda kjúk­ling­inn í pít­sa­ofn­in­um á meðan allt annað fyr­ir pít­sa­gerðina er und­ir­búið en þeir sem hafa ekki tíma í slíkt geta vel notað til­bú­inn kjúk­ling. BBQ-sós­an er sæt og því má al­veg krydda kjúk­ling­inn vel og gott að fá pepp­eróní inn á móti sæt­unni, allt sam­an full­kom­in blanda,“ seg­ir Berg­lind að lok­um sem bíður eft­ir bongóblíðunni til að halda áfram að baka pítsur á pall­in­um.

Girnileg BBQ-pítsa með kjúklingi og smá pepperóni sem rífur í.
Girni­leg BBQ-pítsa með kjúk­lingi og smá pepp­eróni sem ríf­ur í. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir

Föstudagspítsan: BBQ-pítsa með kjúkling sem rífur í

Vista Prenta

BBQ-pítsa með kjúk­lingi

3 pítsur – 9 tommu

Kjúk­lingapítsur

  • 3 box/​pakk­ar pít­sa­deig að eig­in vali (9-12 tommu pítsa)
  • 6-9 msk. Heinz sweet BBQ-sósa
  • 3 stk. grillaður kjúk­linga­læri/​legg­ur (sjá upp­skrift að neðan)
  • 1 stk. rauðlauk­ur
  • 1 dós mozzar­ella­kúl­ur
  • 1 stk. fersk­ur maís
  • Lítið pepp­eróní eft­ir smekk
  • Rif­inn ost­ur
  • Sýrður rjómi (yfir í lok­in)

Aðferð:

  1. Hitið pít­sa­ofn­inn (um 400°C) eða bak­ara­ofn­inn (um 220°C).
  2. Fletjið pít­sa­deigið út og smyrjið með Heinz BBQ-sósu.
  3. Skerið rauðlauk­inn í fín­ar sneiðar og raðið á botn­inn ásamt niður­skorn­um kjúk­lingi, maís­baun­um, mozzar­ella­kúl­um, pepp­eróní og rifn­um osti.
  4. Bakið og toppið síðan með smá sýrðum rjóma.

Grillað kjúk­linga­læri + legg­ur

  • 3 stk. kjúk­linga­læri + legg­ur í ein­um bita
  • 3 msk. smjör (við stofu­hita)
  • 2 hvít­lauks­geir­ar (rifn­ir)
  • 1 msk. saxað rós­marín
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • ½ sítr­óna

Aðferð:

  1. Stappið sam­an smjör, hvít­lauk og rós­marín, smyrjið/​berið á kjúk­ling­inn.
  2. Leggið í eld­fast mót, kryddið með salti og pip­ar og leggið sítr­ónu í mótið.
  3. Grillið í pít­sa­ofn­in­um við 240°C í um 20 mín­út­ur eða þar til kjarn­hiti nær 74°C. Ef þið grillið í bak­arofni gæti tím­inn aðeins lengst og þá má lækka hit­ann niður í 200°.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert