Svona saltpæklar þú kjúkling

Ísak Aron Jóhannsson landsliðskokkur mælir með að kjúklingur sé saltpæklaður …
Ísak Aron Jóhannsson landsliðskokkur mælir með að kjúklingur sé saltpæklaður fyrir eldun. Þá verði hann meiri djúsí. Samsett mynd

Ísak Aron Jó­hanns­son, fyr­irliði ís­lenska kokka­landsliðsins og eig­andi veisluþjón­ust­unn­ar ZAK, gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð hús­ráð alla föstu­daga sem nýt­ast vel við mat­ar­gerðina, bakst­ur­inn og þegar grilla skal. Að þessu sinni kenn­ir Ísak okk­ur að salt­pækla kjúk­ling og seg­ir að það sé miklu auðveld­ara en marg­ir halda. Nú er bara að prófa.

Góð leið til að gera djúsí kjúk­ling

„Góð leið til að enda með djúsí kjúk­ling er að salt­pækla hann fyr­ir fram, þetta er auðveld­lega gert með því að blanda sam­an 2 lítr­um af vatni og 100 grömm af salti og er því hrært sam­an þar til saltið hef­ur leyst upp. Síðan er vert að bæta við jurt­um og krydd­um sem þér lík­ar við til dæm­is fersku tim­i­ani, sítr­ónusneiðum, kanil­stöng­um, chilli og/​eða engi­fer. Leyfa síðan kjúk­lingn­um hvort sem það er heill kjúk­ling­ur, bringa eða læri að liggja í pækl­in­um í 20-50 mín­út­ur, fer eft­ir því hversu stór vöðvinn er. Passa þarf upp á að vökvinn sé kald­ur. Kjúk­ling­ur­inn er næst tek­inn úr vökv­an­um og þerraður, eldaður síðan á þann máta sem þig lang­ar til og ég get sagt það full­viss að hann verður safa­rík­ari fyr­ir vikið,“ seg­ir Ísak að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert