Hanna glæsileg eldhús sem eiga engan sinn líka

Hér mætist einfaldleikinn og fagurfræðin í stórkostlegri hönnun á eldhúsi.
Hér mætist einfaldleikinn og fagurfræðin í stórkostlegri hönnun á eldhúsi. Samsett mynd

Danska hönn­un­ar­fyr­ir­tækið Vipp hann­ar glæsi­leg eld­hús sem eiga sér eng­an sinn líka og hafa slegið í gegn und­an­far­in ár. Eld­hús­hönn­un Vipp er hugsuð þannig að not­and­inn get­ur raðað sam­an sínu drauma­eld­húsi eft­ir þörf­um og ósk­um.

V3 eldhúsið færir kunnuglegri eldhúshönnun Vipp sérstakan karakter og ferska …
V3 eld­húsið fær­ir kunn­ug­legri eld­hús­hönn­un Vipp sér­stak­an karakt­er og ferska ásýnd klætt pressuðu áli. Sam­sett mynd

Eins og skúlp­túr­verk eitt og sér

V3 eld­húsið fær­ir kunn­ug­legri eld­hús­hönn­un Vipp sér­stak­an karakt­er og ferska ásýnd klætt pressuðu áli. Eld­húsið hvíl­ir nán­ast reynslu­laust á fjór­um fót­um, og tókst verk­fræðing­um Vipp enn aft­ur að blanda hvers­dags­legu nota­gildi eld­húss við míni­malíska fag­ur­fræði Vipp hús­gagna. Hér mæt­ist ein­fald­leik­inn og fag­ur­fræðin í stór­kost­legri hönn­un á eld­húsi.

„Ég held að okk­ur hafi tek­ist að búa til ein­stakt eld­hús sem er eins og skúlp­túr­verk eitt og sér,“ seg­ir Kasper Eg­e­lund, for­stjóri og þriðju kyn­slóðar Vipp eig­andi.

Gam­an er að geta þess að dag­ana 23. - 25. maí verður sér­fræðing­ur frá Vipp í versl­un Epal í Skeif­unni og þá gefst gest­um og gang­andi að njóta ráðlegg­inga hans og fá hug­mynd­ir að lausn­um þegar kem­ur að því að raða sam­an drauma­eld­hús­inu. Í til­efni heim­sókn­ar sér­fræðings­ins til Íslands verður 15% af­slátt­ur af öll­um vör­um frá Vipp.

Eldhúshönnun Vipp er hugsuð þannig að notandinn getur raðað saman …
Eld­hús­hönn­un Vipp er hugsuð þannig að not­and­inn get­ur raðað sam­an sínu drauma­eld­húsi eft­ir þörf­um og ósk­um. Sam­sett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert