Allt í steik á Tenerife

Á Tenerife er að finna mjög góðan steikarstað, Char, sem …
Á Tenerife er að finna mjög góðan steikarstað, Char, sem staðsettur er í þorpinu La Caleta. Samsett mynd

Eyj­an Teneri­fe hef­ur laðað til sín Íslend­inga um langa hríð. Hlýtt lofts­lag þar allt árið um kring ger­ir það að verk­um að eyj­an er eft­ir­sótt all­an árs­ins hring. 

Á Teneri­fe er heill­andi lítið sjáv­arþorp sem heit­ir La Caleta og er staðsett stutt­lega frá ein­um af mest heim­sóttu svæðum eyj­unn­ar Playa de las Américas eða am­er­íska strönd­in. La Caleta til­heyr­ir Adeje svæðinu á suðvest­ur­hluta Teneri­fe norðan meg­in við am­er­ísku strönd­ina. Fólk sem er svo heppið að vita af þess­um litla leynd­ar­dóms­fylla svæði, hef­ur til­hneig­ingu til að koma þangað aft­ur og heim­sækja veit­ingastaðina þar er að finna en þar eru þó nokkr­ir af betri gerðinni.

Frá­bær steik­arstaður með sér­völdu hrá­efni

Char steik­arstaður­inn er einn þeirra veit­ingastaða sem grein­ar­höf­und­ur heim­sótti í La Caleta þorp­inu ný­lega. Mín skoðun er sú að fínn mat­ur eigi ekki bara að snú­ast um frá­bæra máltíð. Það skipt­ir líka máli að upp­lif­un­in sé hlý­leg, þar sem starfs­fólk veit­ingastaðar­ins tek­ur vel á móti gest­un­um og því tekst að vera þjón­ustu­lundað, natið og glaðlynt án þess að það sé yf­ir­borðskennt á nokk­urn hátt.

Char er ein­mitt svona staður, þar sem þú upp­lif­ir þig vel­kom­in, þjón­arn­ir natn­ir og leggja sig mikið fram við að gera kvöldið eft­ir­minni­legt. Ef þú ert að leita að góðri steik ágæti les­andi á Teneri­fe, þá er Char ein­mitt frá­bær steik­arstaður til að njóta af­bragðs hrá­efn­is sem er sér­valið og mat­seðil með góðu úr­vali af fjöl­breytt­um rétt­um ásamt fín­um vín­seðli. Mat­seðill­inn er sam­sett­ur af spænsk­um hefðum í bland við keim af alþjóðleg­um rétt­um.

Fum­laust, áreynslu­laust og af ástríðu

Pistla­höf­und­ur var svo lán­sam­ur að fá út­hlutað borð beint fyr­ir fram­an eld­húsið sem minnti nán­ast á „Chef table“ sem ger­ir gest­un­um kleift að sjá mat­reiðslu­menn­ina að störf­um. Það var upp­lif­un að horfa á hæfi­leika­ríka kokk­ana út­búa alla rétt­ina fyr­ir gest­ina, fum­laust, áreynslu­laust og af ástríðu. Hins veg­ar er líka hægt að sitja al­veg upp við eld­húsið á bar­stól­um og eiga þá í per­sónu­leg­um sam­skipt­um við kokk­ana og fá al­gjör­lega mat­seld­ina beint í æð.

Staðurinn er einstaklega fallega hannaður og fullkomið er að fá …
Staður­inn er ein­stak­lega fal­lega hannaður og full­komið er að fá borð með út­sýni inn í eld­húsið og horfa á kokk­ana leika list­ir sín­ar. Sam­sett mynd

Veit­ingastaður­inn er hlý­leg­ur og flott hannaður veit­ingastaður með nota­legt and­rúms­loft sem ger­ir út á að bjóða gest­um upp á „crème de la crème“ af steik­um til að tryggja að mat­ar­upp­lif­un þín verði sann­ar­lega eft­ir­minni­leg. Vínþjón­inn eða somm­elier á staðnum aðstoðar gest­ina við að finna full­komna sam­svör­un fyr­ir hvern rétt á mat­seðlin­um.

Kart­öflu­strá með truffl­um sem komu bragðlauk­un­um á flug

Grein­ar­höf­und­ur fór í þeim til­gangi að panta sér góða steik. Fyr­ir val­inu varð grilluð ang­us nauta­lund, sem steikt var að ósk minni ásamt ein­földu meðlæti, sítrus blönduð be­arnaise-sósu og röstí kart­öflu­strá með truffl­um sem komu sér­lega á óvart. Bestu kart­öflu­strá sem und­ir­rituð hef­ur bragðað en áferðin og bragðið komu bragðlauk­un­um á flug.

Truffluðu heimagerðu kartöflustráin pöruðust afar vel með nautalundinni og sítrus-bernaisesósunni …
Truffluðu heima­gerðu kart­öflustrá­in pöruðust afar vel með nauta­lund­inni og sítrus-bernaisesós­unni ljúfu. Sam­sett mynd

Við kom­una var boðið upp á ljúf­feng­an smakk­rétt til að hefja mat­ar­upp­lif­un­ina og í fram­haldi var boðið upp á heima­bakað súr­deigs­brauð ásamt tveim­ur teg­und­um af krydds­mjöri að hætti húss­ins. Í for­rétt valdi ég grillaðar rækj­ur með fersk­um hvít­lauk og reyktri papriku. Til að ljúka upp­lif­un­inni varð  brennd ostakaka fyr­ir val­inu og óhætt að segja að hún hafi verið synd­sam­lega góð.

Sýnishorn af réttunum sem bornir voru fram.
Sýn­is­horn af rétt­un­um sem born­ir voru fram. Sam­sett mynd

Hið litla aldna sjáv­arþorp La Caleta er töfr­andi staður. Staður­inn Char er blanda af veit­ingastað í anda við það sem mætti heim­færa yfir á veit­inga­hús með borg­ar­brag en jafn­framt með snert af róm­an­tík og hlý­leika í nánd við fal­lega strand­lengj­una. Það er al­gjör­lega þess virði að prófa Char þegar ferðalang­ar heim­sækja Teneri­fe

Brennd ostakaka sem bráðnar í munni.
Brennd ostakaka sem bráðnar í munni. Ljós­mynd/​Sjöfn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert