Þessi samloka er fullkomin í ferðalagið

Þessi samloka er fullkomin í nestisboxið eða í pikknikk körfuna …
Þessi samloka er fullkomin í nestisboxið eða í pikknikk körfuna þegar farið er í ferðalagið í sumar. Ljósmynd/Hildur Ómars

Nú styttist óðum í skólaslit og sumarfrí hjá mörgum og þá byrja ferðalögin og pikknikk- ferðirnar. Hildur Ómarsdóttir uppskriftasmiður og ástríðukokkur töfrað fram þessa dýrindis samloku sem án efa á eftir að gleðja marga. Á samlokunni er kjúklingabaunasalat sem bragðast ómótstæðilega vel, það er hreinlega erfitt að hætta eftir fyrsta bitann. Hildur segir að krakkarnir sínir elski þessa samloku og bíði spennt eftir að fá þessa í nestiboxið þegar ferðalögin hefjast. Hildur deildi með fylgjendum sínum á Instagram-síðu sinni uppskriftinni og myndirnar sýna svo vel hversu girnileg samlokan er.

Kjúklingabaunasalat-samloka

  • 4 dl soðnar kjúklingabaunir
  • 3 msk. vegan majónes
  • 1 tsk. sinnep
  • 1 msk. graslaukur
  • ½ dl rauðlaukur
  • 2,5 msk. kapers
  • 1/4 tsk. laukduft
  • 1/4 tsk. paprikuduft
  • 1/4 tsk. jurtasalt

  • Brauð að eigin vali
  • Annað sem þér finnst passa með salatinu ef vill.

Aðferð:

  1. Setjið kjúklingabaunirnar í skál (án vökva) og stappið gróflega með gaffli eða kartöflustappara.
  2. Saxið niður rauðlauk, graslauk og kapers smátt.
  3. Bætið öllu saman í skál og hrærið vel.
  4. Fyrir wholefoods útgáfu er hægt að nota hampfræmajónes (hnetulaust) eða kasjúmajó.
  5. Setjið síðan á brauðsneiðar ásamt öðru sem þið viljið og útbúið samlokur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka