Kæla skyrið í ísvél

Karolina Aleksandra Styrna, aðstoðarverslunarstjóri Hagkaups í Skeifunni er afar ánægð …
Karolina Aleksandra Styrna, aðstoðarverslunarstjóri Hagkaups í Skeifunni er afar ánægð með Skálina. Ljósmynd/Silja Rut Thorlacius

Hagkaup hefur opnað skálastaðinn Skálina í Hagkaup Skeifunni. Á Skálinni er boðið upp á skálar úr skyr-, jógúrt-, hafrajógúrt- og acaí-grunni, sem fólk getur síðan toppað með ferskum ávöxtum, stökku granóla, hnetusmjöri og ýmiss konar fleira góðgæti að eigin vali. Þar ættu því allir að geta fundið grunn við hæfi og toppað hann með eins miklu góðgæti og þeir vilja, til að setja saman sína uppáhaldsskál.

Ekki þungir í maga

Ein nýbreytnin sem einkennir Skálina er að skyr- og jógúrtgrunnarnir eru kældir í ísvél, sem veltir hráefninu hring eftir hring áður en skálin er sett saman. Fyrir vikið verða skyr- og jógúrtgrunnarnir ekki eins þungir í maga og búast mætti við ef þeir væru kældir í hefðbundnum kæli áður en skammtarnir eru útbúnir og áferðin öll léttari, ekki ósvipuð rjómaís.

Sameini tvennt – skyr og ís

Það má því segja að þarna sameinist tvennt sem þjóðin hefur haldið upp á lengur en elstu menn muna: skyr og ís. „Rétt eins og skyrið hefur alla tíð verið stór hluti af matarmenningu Íslendinga, þá elskum við öll að fá okkur ís. Þegar þessi hugmynd fæddist, að setja skyr í ísvél og sjá hvað myndi gerast, þá eðlilega urðu allir mjög spenntir. Útkoman er síðan framar okkar björtustu vonum, skyrið verður dálítið eins og rjómaís og þetta kemur mjög vel út, enda hafa fyrstu dagarnir verið ævintýralegir. Viðskiptavinir okkar elska þessa nýjung, alveg eins og við,“ segir Karolina Aleksandra Styrna, aðstoðarverslunarstjóri Hagkaups í Skeifunni.

Hver og einn getur valið sitt uppáhalds ofan á skálina …
Hver og einn getur valið sitt uppáhalds ofan á skálina og gert sína uppáhaldsskál. Ljósmynd/Silja Rut Thorlacius

„Það er líka gaman að geta boðið fólki að setja saman sína eigin skál og fá eins mikið út á hana og það vill, frekar en að vera með fyrirfram ákveðinn matseðil. Við finnum að það hefur mælst mjög vel fyrir þessa fyrstu daga,“ segir Karolina Aleksandra að lokum.

Karolina Aleksandra Styrna, aðstoðarverslunarstjóri Hagkaups í Skeifunni.
Karolina Aleksandra Styrna, aðstoðarverslunarstjóri Hagkaups í Skeifunni. Ljósmynd/Silja Rut Thorlacius
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert