OTO hlýtur Michelin meðmæli

Micaela Ajanti, aðstoðaryfirkokkur, Andrea Ylfa Guðrúnardóttir veitingastjóri, Darri Már Magnússon …
Micaela Ajanti, aðstoðaryfirkokkur, Andrea Ylfa Guðrúnardóttir veitingastjóri, Darri Már Magnússon yfirbarþjónn, Helena Toddsdóttir vaktstjóri og Sigurður Laufdal, eigandi og yfirkokkur. Ljósmynd/Aðsend

Í dag hlaut veitingastaðurinn OTO Michelin meðmæli sem mikill heiður fyrir veitingastaði.

Í umsögn Michelin segir að veitingastaðurinn OTO sé einn af heitustu veitingastöðum í miðbæ Reykjavíkur, þökk sé iðandi andrúmslofti og ítalskri-japanskri fusion matargerð. Jafnframt sé staðurinn skemmtilegur, líflegur og býður upp á ferska og spennandi matarsennu sem og snjalla samsetningar af ítalskri og japanskri matargerð ásamt framúrskarandi þjónustu.

Sigurður Laufdal matreiðslumaður hef­ur víða komið við á sín­um ferli, …
Sigurður Laufdal matreiðslumaður hef­ur víða komið við á sín­um ferli, allt frá því að vera kos­inn mat­reiðslumaður árs­ins, keppa í Bocu­se D'Or og vinna sem sous chef á ein­um þekkt­asta veit­ingastað heims, Ger­ani­um í Kaupmanna­höfn. Ljósmynd/Aðsend

Þakklát og meyr fyrir þessa viðurkenningu

Sigurður Laufdal matreiðslumeistari og einn eiganda veitingastaðarins OTO fagnaði þessari virtu viðurkenningu sem er mikill heiður fyrir veitingastaðinn. Þegar umsjónarmaður matarvefsins leitaði eftir fyrstu viðbrögðum Sigurður við fréttum dagsins þá sagði hann eftirfarandi: „Fyrst og fremst frábær viðurkenning og hvatning fyrir okkur á OTO, eldhúsið og þjónustuna þar sem staðurinn hefur einungis verið opinn í 1 ár. Við erum þakklát og meyr fyrir þessa viðurkenningu og hún eflir okkur í því að gera enn betur. Starfsfólkið á fyrst og fremst heiðurinn af þessu og okkar góðu gestir sem styðja við okkur og hafa mætt til okkar frá upphafi. Sumarið byrjar vel,“ segir Sigurður sem er í skýjunum.

Matarvefurinn óskar teyminu á veitingastaðnum innilega til hamingju með þessa virtu viðurkenningu.

OTO býður upp á ferska og spennandi matarsennu sem og …
OTO býður upp á ferska og spennandi matarsennu sem og snjalla samsetningar af ítalskri og japanskri matargerð ásamt framúrskarandi þjónustu. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert