Svona lítur draumavikumatseðill eiginmanns Höllu út 

Björn Skúlason heilsukokkur á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni.
Björn Skúlason heilsukokkur á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Ljósmynd/Aðsend

Björn Skúla­son heilsu­kokk­ur og mat­gæðing­ur með meiru á heiður­inn af vikumat­seðlin­um að þessu sinni. Hann er gift­ur Höllu Tóm­as­dótt­ur for­setafram­bjóðanda og stend­ur í ströngu þessa daga í kosn­inga­bar­átt­unni með sinni konu. Gam­an er að geta þess að þau fagna 20 ára brúðkaup­saf­mæli 29. maí næst­kom­andi.

Björn er fædd­ur í Reykja­vík en upp­al­inn í Grinda­vík. „Pabbi minn kem­ur úr Meðalland­inu í Vest­ur Skafta­fells­sýslu og mamma frá Beruf­irði. Ég ólst upp við að vinna í fiski frá 12 ára aldri og hef aldrei verið hrædd­ur við að bretta upp erm­arn­ar og vinna erfiðis­vinnu. Ég er mik­ill íþróttamaður, spilaði fót­bolta, körfu­bolta, hand­bolta, blak, golf og bara all­ar þær íþrótt­ir sem í boði voru þegar ég var að al­ast upp, en endaði á því að velja knatt­spyrnu og lék lengst­um með Grinda­vík ásamt einu sumri með KR. Í dag stunda ég Cross­Fit af miklu kappi og endaði til dæm­is efst­ur á ís­landi í mín­um flokki (50-54 ára) í hinni ár­lega Cross­Fit Open keppni og er núm­er 207 í heim­in­um í mín­um ald­urs­flokki,“ seg­ir Björn gal­vask­ur.

Brenn­ur fyr­ir heilsu, hreyf­ingu og al­mennri lýðheilsu

Björn fór í Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja í Kefla­vík, í fram­hald­inu lærði hann viðskipta­fræði í Banda­ríkj­un­um, stjórn­un­arsál­fræði við Uni­versity of Essex í Bretlandi og að lok­um lærði hann heilsu­kokk­inn í New York. „Eft­ir kokka­námið kenndi ég meðal ann­ars fjöl­mörg nám­skeið hér á Íslandi sem hétu Karl­ar sem kokka og ég er enn að fá póst frá eig­in­kon­um manna sem komu á nám­skeiðið að ég hafi bjargað sam­bandi þeirra með því að kenna þeim und­ir­stöður í eld­hús­inu,“ seg­ir Björn og hlær. Björn brenn­ur fyr­ir heilsu, hreyf­ingu og al­mennri lýðheilsu. „Ég vil hjálpa fólki að elda holl­an og góðan mat og tel mataræði vera grunn­inn að góðri heilsu. Í dag rek ég fyr­ir­tæki sem fram­leiðir og sel­ur Colla­gen bæti­efni á Banda­ríkja­markaði.“

Sam­an eiga Björn og Halla tvö börn, Tóm­as Bjart, fædd­ur 2001 en hann stund­ar nám í viðskipta­fræði við Stony Brook há­skól­ann í New York fylki, og Auði Ínu, fædd 2003 sem stund­ar nú nám við Hun­ter Col­l­e­ge í New York borg, en hún er að læra sál­fræði. Fjöl­skyld­an nýt­ur þess að eiga sam­an gæðastund­ir við mat­ar­borðið og borða ljúf­feng­an mat. Björn sér yf­ir­leitt um mat­reiðsluna og elsk­ar fátt meira en að gleðja sitt fólk með kræs­ing­um sem hitta í mark.

Óhrædd­ur við að prófa mig áfram

„Ég lærði það í kokka­skól­an­um sem ég var í að vera óhrædd­ur við að prófa mig áfram. Ég hef aldrei not­ast við upp­skrift­ir og bestu rétt­ir sem ég hef búið til hafa oft komið til þegar ég átti ekki eitt­hvað hrá­efni sem ég ætlaði að nota í rétt­inn og þurfti að hugsa hvað annað gæti komið í staðinn. Treystið bragðskyn­inu ykk­ar, þið þekk­ir það best hvað ykk­ur finnst gott, og prófið ykk­ur áfram,“ seg­ir Björn að lok­um.

Ef tími gefst þessa vik­una er þetta drauma­vikumat­seðill­inn hans Björns þar sem fjöl­breytt­ur, holl­ur og góður mat­ur er í for­grunni.

Mánu­dag­ur – Kínó­skál með bökuðu græn­meti og hnetusósu

Girnileg ská með kínóa-salati að betri gerðinni.
Girni­leg ská með kínóa-sal­ati að betri gerðinni. Ljós­mynd/​Helena Gunn­ars­dótt­ir

Þriðju­dag­ur – Bleikjutaco með mangó-chilisalsa

Guðdómlega gott taco með bleikju og mangó-chilisalsa.
Guðdóm­lega gott taco með bleikju og mangó-chilisalsa. Ljós­mynd/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son

Miðviku­dag­ur – Thai-tófuk­arrí

Thai tófu-karrí sem bragð er af.
Thai tófu-karrí sem bragð er af. mbl.is/​Golli

Fimmtu­dag­ur – Grillaður kjúk­ling­ur með fenn­el og sítr­ónu

Grillaður kjúklingur með fennel og sítrónu bragðast vel.
Grillaður kjúk­ling­ur með fenn­el og sítr­ónu bragðast vel. Ljós­mynd/​Aðsend

Föstu­dag­ur – Frum­leg föstu­dagspít­sa að hætti Snorra

Föstudagspítsan klár.
Föstu­dagspít­s­an klár. Ljós­mynd/​Snorri Guðmunds­son

Laug­ar­dag­ur – Lambaf­ille með rjóma­lagaðri sveppasósu

Fátt toppar íslenskt lambafille.
Fátt topp­ar ís­lenskt lambaf­ille. mbl.is/​MS

Sunnu­dag­ur – Íslensk kjötsúpa

Hin íslenska kjötsúpa.
Hin ís­lenska kjötsúpa. Ljós­mynd/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert