Byrjuðu að rækta kryddjurtir árið 2013

Sigurdís Edda Jóhannesdóttir, alla jafna kölluð Edda, og eiginmaður hennar …
Sigurdís Edda Jóhannesdóttir, alla jafna kölluð Edda, og eiginmaður hennar Gunnar Þorgeirsson garðyrkjufræðingur reka garðyrkjustöðina Ártanga í Grímsnesi þar sem þau rækta kryddjurtir. Ljósmynd/Kristín Linda Sveinsdóttir

Hjón­in Sig­ur­dís Edda Jó­hann­es­dótt­ir, alla jafna kölluð Edda, og Gunn­ar Þor­geirs­son garðyrkju­fræðing­ur reka garðyrkju­stöðina Ártanga í Gríms­nesi þar sem þau rækta kryd­d­jurtir. Stöðin var reist árið 1986 á landi sem áður til­heyrði Orms­stöðum, en þar hef­ur Edda búið frá 7 ára aldri.

Fersk­ar kryd­d­jurtir eru mold­rík­ar af víta­mín­um, trefj­um, pró­tíni og andoxun­ar­efn­um auk þess sem þær lyfta hvers kyns kjöt- og fisk­rétt­um á æðra plan. Þær dafna vel og lengi í eld­hús­glugg­an­um á milli máltíða og eru kær­komn­ar í sal­atið, súp­una, sós­una, pot­trétti, nú eða teblönd­una. Mik­il feng­ur er í því að ræktaðar séu kryd­d­jurtir á Íslandi og neyt­end­ur geti því fengið þær fersk­ar í raun beint frá býli.

Heita vatnið kom í góðar þarf­ir

Það má segja að ör­lög­in hafi valdið því að hjón­in ákváðu að byggja gróður­hús og fara í rækt­un og eitt leiddi að öðru og nú er Ártangi orðin rækt­un­ar­stöð þar sem kryd­d­jurtirn­ar blómstra. Þegar borað var eft­ir heitu vatni á Orms­stöðum, sem átti að nota til hús­hit­un­ar, kom í ljós mun meira vatn en talið var. Í árs­byrj­un 1986 byggðu þau Gunn­ar og Edda gróður­hús og þá kom heita vatnið í góðar þarf­ir við upp­hit­un. Þau voru ný­kom­in heim frá Dan­mörku, þar sem Gunn­ar stundaði nám í garðyrkju.

„Fyrsta gróður­húsið var aðeins 200 fer­metr­ar og í því ræktuðum við potta­plönt­ur. Smám sam­an stækkaði garðyrkju­stöðin og þegar um­fangið var mest ræktuðu þau 300 til 400 teg­und­ir af potta­plönt­um í 3000 fer­metr­um og sem til að mynda vöru seld í Blóma­vali. Árið 2002 bætt­um við lauk­blóm­um og byggðu 500 fer­metra kæl­i­rými við stöðina,“ seg­ir Edda.

Rækta 17 teg­und­ir af kryd­d­jurt­um

Árið 2013 ákváðu þau að hætta að rækta potta­plönt­ur. „Við ákváðum að snúa okk­ur að kryd­d­jurt­um. Nú rækt­um við 17 teg­und­ir af kryd­d­jurt­um í Ártanga, en mest er ræktað af basilíku, kórí­and­er, grænni myntu, stein­selju, rós­marín og tim­i­an.“

Ferskar kryddjurtir heilla.
Fersk­ar kryd­d­jurtir heilla. Ljós­mynd/​Unsplash

Gunn­ar og Edda fóru til Nor­egs áður en krydd­plöntu­rækt­un­in hófst og hafa nýtt sér reynslu Norðmanna við rækt­un­ina. „Ártangi er vist­væn stöð og lögð áhersla á að end­ur­nýta vatn, áburð og mold. Þá er líf­ræn­um vörn­um beitt við rækt­un­ina,“ seg­ir Edda.

Tíu starfs­menn vinna í Ártanga þegar mest er að gera. Tvær dæt­ur þeirra Gunn­ars og Eddu starfa einnig við stöðina, en son­ur þeirra, sem er verk­fræðing­ur hef­ur verið liðtæk­ur þegar tækni­mál­in eru ann­ars veg­ar.

Næstu daga og vik­ur mun birt­ast fróðleik­ur um kryd­d­jurtirn­ar á mat­ar­vefn­um en fátt er betra en fersk­ar kryd­d­jurtir þegar ljúf­fenga máltíð skal gjöra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert