Elja og vinnusemi grundvöllur árangurs

Lárus Guðmundsson heilsar gestum á hverju kvöldi.
Lárus Guðmundsson heilsar gestum á hverju kvöldi. mbl.is/Eyþór Árnason

Það þykir tíðindum sækja að Lárus Guðmundsson hefur rekið veitingastaðinn Rossopomodoro eða Rauða tómatinn á sömu kennitölu í 18 ár í miðbænum.

„Mér vitanlega hefur enginn núverandi sambærilegur rekstur á Laugavegi gengið eins vel og verið á sömu kennitölu eins lengi,“ segir hann. Bætir við að ástandið sé samt erfitt, því ferðamenn séu mun færri í apríl og maí en á sama tíma í fyrra og launa- og leigukostnaður hafi hækkað upp úr öllu valdi, auk þess sem Íslendingar veigri sér við að fara í miðbæinn vegna ákvarðana fyrrverandi borgarstjóra í aðkomu- og bílastæðamálum.

Lárus lærði viðskiptafræði í háskóla í London og eftir brautskráningu með BA-gráðu 1987 opnaði hann Nes Pizza árið eftir. Hann rak matvöruverslunina Litlabæ á Eiðistorgi í tvö ár og fór síðan út í rekstur heildsölu með Ottó bróður sínum. Þeir stofnuðu lágvöruverðsverslunina Europris 2002. Eftir að hafa selt sinn hlut tók hann, ásamt þremur öðrum, við Rossopomodoro, sem hafði tvisvar farið í þrot, og þeir opnuðu staðinn 1. mars 2006. Fljótlega keypti hann félaga sína út og hefur séð um fyrirtækið síðan ásamt Birni Óla Ketilssyni, sem kom inn í reksturinn fyrir nokkrum árum.

Ætlaði bara í stuttan tíma

„Ég ætlaði bara að vera hérna í stuttan tíma en hann hefur verið fljótur að líða og þessi 18 ár hafa verið skemmtileg, en mjög krefjandi,“ segir Lárus. „Ég hef til dæmis alltaf verið í vinnunni allar helgar, á jólum, páskum og Menningarnótt en ekki með fjölskyldunni. Ætli veitingamenn að láta hlutina ganga upp verða þeir að fórna miklu og leggja mikið á sig en á móti kemur að hægt er að gera sér glaðan dag af og til og fara í stutt ferðalög.“

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert