Hvað er matcha?

Matcha afbrigði af hæstu gæðum eru ræktuð í Japan þar …
Matcha afbrigði af hæstu gæðum eru ræktuð í Japan þar sem matcha temenningin byrjaði fyrir þúsund árum síðan sem grunnþáttur te athafnarinnar. Ljósmynd/Unsplash

Mikið er um matcha te og alls konar krásir og drykki með matcha en það eru ekki allir sem vita hvað matcha er. Bókstaflega þýtt þýðir matcha „te duft“. Matcha afbrigði af hæstu gæðum eru ræktuð í Japan þar sem matcha temenningin byrjaði fyrir þúsund árum síðan sem grunnþáttur te athafnarinnar. Í dag er það eðlislægur hluti af japanskri matarmenningu, til að mynda í heitum og köldum drykkjum, kökum og eftirréttum. 

Næstu daga og vikur munu birtast nokkrar uppskriftir af drykkjum og kræsingum sem innihalda matcha en frá upphafi 21. aldar hefur matcha orðið sífellt vinsælla meðal fólks sem talar fyrir heilbrigðum lífsstíl um allan heim og hefur öðlast orðspor sem það fæðubótarefni sem er leiðandi í hollustu.

Fegurð í bolla.
Fegurð í bolla. Ljósmynd/Unsplash

Hæsta þekkta gildi andoxunarefna af náttúrulegum vörum

Matcha inniheldur hæsta þekkta gildi andoxunarefna af öllum náttúrulegum vörum, margfalt hærra en gojiber, granatepli eða venjulegt grænt te. Þessi andoxunarefni sem nefnast katekín eru talin vera mjög sterk gegn krabbameini og örva einnig brennslu hitaeininga í líkamanum um allt að 20%.

Matcha gefur góða og stöðuga orku sem kemur til af samþættingu koffíns og amínósýrunnar L-theanín sem hefur róandi eiginleika. Þessi samþætting gerir það að verkum að hægt er að ná og halda árvekni og fókus án þess að fara í niðursveiflu eins og eftir kaffidrykkju.

Hver er munurinn á matcha og venjulegu grænu tei?

Þegar þú drekkur matcha ertu að innbyrða alla te plöntuna í stað þess að drekka einungis seyðið og þannig færðu við öll þau næringarefni sem teið inniheldur s.s. aminósýrur, steinefni, vítamín, trefjar og andoxunarefni.

Þegar um er að ræða venjulega bruggað te, frá sogast aðeins 10-20% af þessum innihaldsefnum í líkamanum (fer eftir tegund tes) vegna þess að flest þessara efna eru ekki leysanleg úr plöntunni. Þetta er grundvallarmunurinn á matcha og öllu öðru tei.

Ekta japanskt lífrænt matcha

Hér á Íslandi er hægt að fá gott mathca og hægt að nýta í alls konar uppskriftir fyrir heita og kalda drykki og líka í eftirrétti og sæta bita. Má þar nefna Moya Matcha sem er vörumerki ekta japansks lífræns matcha sem ræktað er á Uji svæðinu í Kyoto héraðinu, en það er þekkt fyrir ræktun á hágæða grænu tei í yfir 800 ár. Uji-svæðið er þekkt fyrir frjósaman jarðveg og hreint vatn. Grænu te plönturnar þar búa við kjöraðstæður til vaxtar þökk sé hæðum sem veita gott sólarljós, mikla úrkomu og tíð mistur sem vernda viðkvæm laufblöð fyrir frosti. Moya Matcha er vandvirknislega ræktað og uppskorið á litlum lífrænum te ökrum í eigu fjölskyldunnar. Það er síðan unnið á staðnum í Japan, pakkað í loftþéttar umbúðir og sent í litlum skömmtum til að tryggja hámarks ferskleika fyrir allar tegundirnar; premium, traditional og daily. Þetta ferli hjálpar til við að varðveita alla eiginleika telaufanna og viðhalda háu magni steinefna og andoxunarefna.

Moya Matcha er vörumerki ekta japansks lífræns matcha sem ræktað …
Moya Matcha er vörumerki ekta japansks lífræns matcha sem ræktað er á Uji svæðinu í Kyoto héraðinu. Ljósmynd/Aðsend

Hvað gerir matcha fyrir þig?

Kostirnir við macta eru margir og má þar nefna að það er öflug andoxunarefni og inniheldur ríka uppsprettu katekína. Einnig hefur matcha róandi áhrif og getur bætt einbeitingu og minni svo fátt sé nefnt. Förum yfir þá eiginleika sem matcha hefur fyrir líkama og sál.

Matcha er öflugt andoxunarefni

Andoxunarefni eru ábyrg fyrir því að hlutleysi neikvæð áhrif sindurefna en sindurefni eru ópöruð súrefnisatóm sem streyma um líkamann og ráðast á heilbrigðar sameindir og stuðla þannig að þróun hjarta-, augn-, heila- og húðsjúkdóma og flestra tegunda krabbameins. Myndun sindurefna í líkamanum er hraðari vegna langvarandi streitu en einnig við neyslu á steiktum og grilluðum mat og mengun í andrúmslofti. Andoxunarefni vinna gegn sindurefnum, endurheimta jafnvægi líkamans og styðja við ónæmiskerfið á varanlegan hátt. Ávinningurinn er heilbrigðari líðan og það hægir á öldrunarferlinu. Mikið magn andoxunarefna er að finna í ferskum ávöxtum og grænmeti, en matcha inniheldur hæsta styrk þeirra á ORAC* kvarðanum.

Í dag er matcha eðlislægur hluti af japanskri matarmenningu, til …
Í dag er matcha eðlislægur hluti af japanskri matarmenningu, til að mynda í heitum og köldum drykkjum, kökum og eftirréttum. Ljósmynd/Unsplash

Rík uppspretta katekína

Matcha te er rík uppspretta katekína (catechins). Það aðgreinir sig frá öllum öðrum andoxunarefnum með þeim sérstöku eiginleikum sínum að hlutleysa virkni sindurefna. Katekín draga úr hættu á æðakölkun, hafa bakteríudrepandi og veirueyðandi áhrif og lækka kólesteról magn í blóði. Katekíns gegna mikilvægu hlutverki við að vernda húðina gegn skaðlegum áhrifum sólargeislanna. Afleiða af katekíni sem kallast EGCG, sem er til staðar í matcha, er sérstaklega sterkt andoxunarefni. Þetta lífræna efnasamband hefur sterka æxlishemjandi virkni og er 100 sinnum sterkara andoxunarefni en C-vítamín. Vegna þess að við neytum heilmalaðra telaufa þegar við drekkum matcha, þá jafngildir einn bolli af matcha tei 10 bollum af venjulegu seyði af grænu tei hvað varðar innihald andoxunarefna.

Hefur róandi og slakandi áhrif

Matcha hefur verið notað af kínverskum taóistum og japönskum zen búddista munkum í yfir þúsund ár sem leið til að viðhalda tilfinningu friðar og skýrleika hugans í löngum hugleiðslustundum. Í dag vitum við að t.d. L-theanine, amínósýra sem er að finna í mjög háu magni í laufblöðunum sem notuð eru til að framleiða matcha, ber ábyrgð á þessum taugageðrænu ferlum. L-theanine örvar losun alfa bylgna í heilanum, sem hafa áhrif á skap okkar og kalla fram slökun og ró án þess að valda sljóleika. L-theanine hjálpar til við að framkalla ástand svipað því sem næst með hugleiðslu, að vera árvakur en samt slakur. Hefðbundið matcha í duftformi hefur fjórfalt innihald L-theanine (39 mg í hverjum skammti) samanborið við grænt te lauf sem drukkið er seyðið af.

Getur bætt minni og einbeiting

Næringarfræðingar mæla með L-theanine einnig vegna jákvæðra áhrifa þess á viðhald á viðeigandi magni dópamíns og serótóníns í líkamanum - efnum sem skipta sköpum fyrir vellíðan, sköpunargáfu og vilja til að takast á við áskoranir. Þessi tvö lífrænu efnasambönd gegna mikilvægu hlutverki í fjölmörgum ferlum taugakerfisins, svo sem svefn, framtakssemi og getu til að upplifa ánægju. Serótónín virkar sem taugamiðlari, sem þýðir að það er „boðberi“ líkamans sem sendir upplýsingar á milli heilafrumna. Viðeigandi magn þess gerir það mögulegt að sofna og stjórnar blóðþrýstingi. Mikill skortur á serótóníni getur leitt til þunglyndis. Dópamín er aðal taugaboðefnið úr hópi katekólamína sem seytt er út í mannsheilanum. Samkvæmt nýlegum rannsóknum er dópamín undirstaða hvatningarferla sem bera ábyrgð á viðbrögðum okkar og vilja okkar til að afla okkur þekkingar og læra.

Matcha eykur orku og þol

Matcha inniheldur mikið magn af L-theanine og öðrum næringarefnum sem hafa jákvæð áhrif á ónæmiskerfið. Orkustigið eftir að hafa drukkið bolla af matcha getur varað í meira en sex klukkustundir. Þrátt fyrir innihald koffíns í matcha eru engar aukaverkanir eftir neyslu þess eins og þeirra sem eru dæmigerðar eftir kaffidrykkju, svo sem ofvirkni, háþrýstingur og taugaveiklun. Orku tilfinningin er stöðugri en þegar um örvun á kaffi er að ræða vegna þess að koffínið úr matcha fer út í blóðið í reglulegum skömmtum og eins er ekki þessi hætta á niðursveiflu í orku eins og kemur eftir neyslu á kaffi. 80 milligrömm af koffíni í matcha bolla jafngildir 90-150 milligrömmum í kaffiskammti.

Virkar örvandi á efnaskipti og bruna á umfram hitaeiningum

Matcha grænt te flýtir fyrir efnaskiptum líkamans og getur valdið allt að fjórfalt hraðari fitubrennslu. Ólíkt mörgum megrunar efnum á markaðnum veldur matcha, sem er náttúrulegt fæðubótarefni, engum aukaverkunum eins og auknum hjartslætti eða hækkuðum blóðþrýstingi.

Hefur afeitrandi eiginleika

Hátt innihald blaðgrænu (sem gefur laufunum græna litinn) í matcha stuðlar að hreinsun eiturefna úr líkamanum. Magn blaðgrænu í laufblöðunum eykst vegna sérstakrar framleiðsluaðferðar sem felur í sér skyggingu á te plöntunum þremur vikum fyrir uppskeru. Þessi aðferð gefur ekta matcha frá Japan djúpan og fallegan grænan lit.

Styrkir ónæmiskerfið

Katekínin í matcha teinu hjálpa ekki aðeins við að berjast gegn sindurefnum heldur hafa þau einnig eiginleika líka sýklalyfjum og styrkja ónæmiskerfið okkar með bakteríudrepandi og veirueyðandi áhrifum. Einn bolli af te gefur líkamanum umtalsvert magn af A- og C-vítamínum, kalíum, kalsíum og járni.

Áhrif á kólesterólið

Samkvæmt rannsóknum hefur fólk sem drekkur reglulega matcha lægra magn af slæma kólesterólinu og hærra magn af góða kólesterólinu. Karlar sem drukku matcha sýndu 11% lægri tíðni hjartasjúkdóma en þeir sem ekki drukku það samkvæmt heimildum í American Journal of Clinical Nutrition, 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert