Hvað er matcha?

Matcha afbrigði af hæstu gæðum eru ræktuð í Japan þar …
Matcha afbrigði af hæstu gæðum eru ræktuð í Japan þar sem matcha temenningin byrjaði fyrir þúsund árum síðan sem grunnþáttur te athafnarinnar. Ljósmynd/Unsplash

Mikið er um matcha te og alls kon­ar krás­ir og drykki með matcha en það eru ekki all­ir sem vita hvað matcha er. Bók­staf­lega þýtt þýðir matcha „te duft“. Matcha af­brigði af hæstu gæðum eru ræktuð í Jap­an þar sem matcha te­menn­ing­in byrjaði fyr­ir þúsund árum síðan sem grunnþátt­ur te at­hafn­ar­inn­ar. Í dag er það eðlis­læg­ur hluti af jap­anskri mat­ar­menn­ingu, til að mynda í heit­um og köld­um drykkj­um, kök­um og eft­ir­rétt­um. 

Næstu daga og vik­ur munu birt­ast nokkr­ar upp­skrift­ir af drykkj­um og kræs­ing­um sem inni­halda matcha en frá upp­hafi 21. ald­ar hef­ur matcha orðið sí­fellt vin­sælla meðal fólks sem tal­ar fyr­ir heil­brigðum lífs­stíl um all­an heim og hef­ur öðlast orðspor sem það fæðubót­ar­efni sem er leiðandi í holl­ustu.

Fegurð í bolla.
Feg­urð í bolla. Ljós­mynd/​Unsplash

Hæsta þekkta gildi andoxun­ar­efna af nátt­úru­leg­um vör­um

Matcha inni­held­ur hæsta þekkta gildi andoxun­ar­efna af öll­um nátt­úru­leg­um vör­um, marg­falt hærra en goji­ber, granatepli eða venju­legt grænt te. Þessi andoxun­ar­efni sem nefn­ast katekín eru tal­in vera mjög sterk gegn krabba­meini og örva einnig brennslu hita­ein­inga í lík­am­an­um um allt að 20%.

Matcha gef­ur góða og stöðuga orku sem kem­ur til af samþætt­ingu koff­íns og amínó­sýrunn­ar L-thean­ín sem hef­ur ró­andi eig­in­leika. Þessi samþætt­ing ger­ir það að verk­um að hægt er að ná og halda ár­vekni og fókus án þess að fara í niður­sveiflu eins og eft­ir kaffi­drykkju.

Hver er mun­ur­inn á matcha og venju­legu grænu tei?

Þegar þú drekk­ur matcha ertu að inn­byrða alla te plönt­una í stað þess að drekka ein­ung­is seyðið og þannig færðu við öll þau nær­ing­ar­efni sem teið inni­held­ur s.s. aminó­sýr­ur, steinefni, víta­mín, trefjar og andoxun­ar­efni.

Þegar um er að ræða venju­lega bruggað te, frá sog­ast aðeins 10-20% af þess­um inni­halds­efn­um í lík­am­an­um (fer eft­ir teg­und tes) vegna þess að flest þess­ara efna eru ekki leys­an­leg úr plönt­unni. Þetta er grund­vall­armun­ur­inn á matcha og öllu öðru tei.

Ekta jap­anskt líf­rænt matcha

Hér á Íslandi er hægt að fá gott mat­hca og hægt að nýta í alls kon­ar upp­skrift­ir fyr­ir heita og kalda drykki og líka í eft­ir­rétti og sæta bita. Má þar nefna Moya Matcha sem er vörumerki ekta jap­ansks líf­ræns matcha sem ræktað er á Uji svæðinu í Kyoto héraðinu, en það er þekkt fyr­ir rækt­un á hágæða grænu tei í yfir 800 ár. Uji-svæðið er þekkt fyr­ir frjó­sam­an jarðveg og hreint vatn. Grænu te plönt­urn­ar þar búa við kjöraðstæður til vaxt­ar þökk sé hæðum sem veita gott sól­ar­ljós, mikla úr­komu og tíð mist­ur sem vernda viðkvæm lauf­blöð fyr­ir frosti. Moya Matcha er vand­virkn­is­lega ræktað og upp­skorið á litl­um líf­ræn­um te ökr­um í eigu fjöl­skyld­unn­ar. Það er síðan unnið á staðnum í Jap­an, pakkað í loftþétt­ar umbúðir og sent í litl­um skömmt­um til að tryggja há­marks fersk­leika fyr­ir all­ar teg­und­irn­ar; premium, tra­diti­onal og daily. Þetta ferli hjálp­ar til við að varðveita alla eig­in­leika telauf­anna og viðhalda háu magni steinefna og andoxun­ar­efna.

Moya Matcha er vörumerki ekta japansks lífræns matcha sem ræktað …
Moya Matcha er vörumerki ekta jap­ansks líf­ræns matcha sem ræktað er á Uji svæðinu í Kyoto héraðinu. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað ger­ir matcha fyr­ir þig?

Kost­irn­ir við macta eru marg­ir og má þar nefna að það er öfl­ug andoxun­ar­efni og inni­held­ur ríka upp­sprettu katekína. Einnig hef­ur matcha ró­andi áhrif og get­ur bætt ein­beit­ingu og minni svo fátt sé nefnt. För­um yfir þá eig­in­leika sem matcha hef­ur fyr­ir lík­ama og sál.

Matcha er öfl­ugt andoxun­ar­efni

Andoxun­ar­efni eru ábyrg fyr­ir því að hlut­leysi nei­kvæð áhrif sindurefna en sindurefni eru ópöruð súr­efn­isatóm sem streyma um lík­amann og ráðast á heil­brigðar sam­eind­ir og stuðla þannig að þróun hjarta-, augn-, heila- og húðsjúk­dóma og flestra teg­unda krabba­meins. Mynd­un sindurefna í lík­am­an­um er hraðari vegna langvar­andi streitu en einnig við neyslu á steikt­um og grilluðum mat og meng­un í and­rúms­lofti. Andoxun­ar­efni vinna gegn sindurefn­um, end­ur­heimta jafn­vægi lík­am­ans og styðja við ónæmis­kerfið á var­an­leg­an hátt. Ávinn­ing­ur­inn er heil­brigðari líðan og það hæg­ir á öldrun­ar­ferl­inu. Mikið magn andoxun­ar­efna er að finna í fersk­um ávöxt­um og græn­meti, en matcha inni­held­ur hæsta styrk þeirra á ORAC* kvarðanum.

Í dag er matcha eðlislægur hluti af japanskri matarmenningu, til …
Í dag er matcha eðlis­læg­ur hluti af jap­anskri mat­ar­menn­ingu, til að mynda í heit­um og köld­um drykkj­um, kök­um og eft­ir­rétt­um. Ljós­mynd/​Unsplash

Rík upp­spretta katekína

Matcha te er rík upp­spretta katekína (ca­techins). Það aðgrein­ir sig frá öll­um öðrum andoxun­ar­efn­um með þeim sér­stöku eig­in­leik­um sín­um að hlut­leysa virkni sindurefna. Katekín draga úr hættu á æðakölk­un, hafa bakt­eríu­drep­andi og veiru­eyðandi áhrif og lækka kó­lester­ól magn í blóði. Katekíns gegna mik­il­vægu hlut­verki við að vernda húðina gegn skaðleg­um áhrif­um sól­ar­geisl­anna. Af­leiða af katekíni sem kall­ast EGCG, sem er til staðar í matcha, er sér­stak­lega sterkt andoxun­ar­efni. Þetta líf­ræna efna­sam­band hef­ur sterka æxl­is­hemj­andi virkni og er 100 sinn­um sterk­ara andoxun­ar­efni en C-víta­mín. Vegna þess að við neyt­um heilmalaðra telaufa þegar við drekk­um matcha, þá jafn­gild­ir einn bolli af matcha tei 10 boll­um af venju­legu seyði af grænu tei hvað varðar inni­hald andoxun­ar­efna.

Hef­ur ró­andi og slak­andi áhrif

Matcha hef­ur verið notað af kín­versk­um taó­ist­um og japönsk­um zen búdd­ista munk­um í yfir þúsund ár sem leið til að viðhalda til­finn­ingu friðar og skýr­leika hug­ans í löng­um hug­leiðslu­stund­um. Í dag vit­um við að t.d. L-thean­ine, amínó­sýra sem er að finna í mjög háu magni í lauf­blöðunum sem notuð eru til að fram­leiða matcha, ber ábyrgð á þess­um tauga­geðrænu ferl­um. L-thean­ine örv­ar los­un alfa bylgna í heil­an­um, sem hafa áhrif á skap okk­ar og kalla fram slök­un og ró án þess að valda sljó­leika. L-thean­ine hjálp­ar til við að fram­kalla ástand svipað því sem næst með hug­leiðslu, að vera ár­vak­ur en samt slak­ur. Hefðbundið matcha í duft­formi hef­ur fjór­falt inni­hald L-thean­ine (39 mg í hverj­um skammti) sam­an­borið við grænt te lauf sem drukkið er seyðið af.

Get­ur bætt minni og ein­beit­ing

Nær­ing­ar­fræðing­ar mæla með L-thean­ine einnig vegna já­kvæðra áhrifa þess á viðhald á viðeig­andi magni dópa­míns og serótón­íns í lík­am­an­um - efn­um sem skipta sköp­um fyr­ir vellíðan, sköp­un­ar­gáfu og vilja til að tak­ast á við áskor­an­ir. Þessi tvö líf­rænu efna­sam­bönd gegna mik­il­vægu hlut­verki í fjöl­mörg­um ferl­um tauga­kerf­is­ins, svo sem svefn, fram­taks­semi og getu til að upp­lifa ánægju. Serótón­ín virk­ar sem taugamiðlari, sem þýðir að það er „boðberi“ lík­am­ans sem send­ir upp­lýs­ing­ar á milli heila­frumna. Viðeig­andi magn þess ger­ir það mögu­legt að sofna og stjórn­ar blóðþrýst­ingi. Mik­ill skort­ur á serótón­íni get­ur leitt til þung­lynd­is. Dópa­mín er aðal tauga­boðefnið úr hópi katekóla­mína sem seytt er út í manns­heil­an­um. Sam­kvæmt ný­leg­um rann­sókn­um er dópa­mín und­ir­staða hvatn­ing­ar­ferla sem bera ábyrgð á viðbrögðum okk­ar og vilja okk­ar til að afla okk­ur þekk­ing­ar og læra.

Matcha eyk­ur orku og þol

Matcha inni­held­ur mikið magn af L-thean­ine og öðrum nær­ing­ar­efn­um sem hafa já­kvæð áhrif á ónæmis­kerfið. Orku­stigið eft­ir að hafa drukkið bolla af matcha get­ur varað í meira en sex klukku­stund­ir. Þrátt fyr­ir inni­hald koff­íns í matcha eru eng­ar auka­verk­an­ir eft­ir neyslu þess eins og þeirra sem eru dæmi­gerðar eft­ir kaffi­drykkju, svo sem of­virkni, háþrýst­ing­ur og tauga­veiklun. Orku til­finn­ing­in er stöðugri en þegar um örvun á kaffi er að ræða vegna þess að koff­ínið úr matcha fer út í blóðið í reglu­leg­um skömmt­um og eins er ekki þessi hætta á niður­sveiflu í orku eins og kem­ur eft­ir neyslu á kaffi. 80 milli­grömm af koff­íni í matcha bolla jafn­gild­ir 90-150 milli­grömm­um í kaf­fiskammti.

Virk­ar örv­andi á efna­skipti og bruna á um­fram hita­ein­ing­um

Matcha grænt te flýt­ir fyr­ir efna­skipt­um lík­am­ans og get­ur valdið allt að fjór­falt hraðari fitu­brennslu. Ólíkt mörg­um megr­un­ar efn­um á markaðnum veld­ur matcha, sem er nátt­úru­legt fæðubót­ar­efni, eng­um auka­verk­un­um eins og aukn­um hjart­slætti eða hækkuðum blóðþrýst­ingi.

Hef­ur afeitrandi eig­in­leika

Hátt inni­hald blaðgrænu (sem gef­ur lauf­un­um græna lit­inn) í matcha stuðlar að hreins­un eit­ur­efna úr lík­am­an­um. Magn blaðgrænu í lauf­blöðunum eykst vegna sér­stakr­ar fram­leiðsluaðferðar sem fel­ur í sér skygg­ingu á te plönt­un­um þrem­ur vik­um fyr­ir upp­skeru. Þessi aðferð gef­ur ekta matcha frá Jap­an djúp­an og fal­leg­an græn­an lit.

Styrk­ir ónæmis­kerfið

Katekín­in í matcha teinu hjálpa ekki aðeins við að berj­ast gegn sindurefn­um held­ur hafa þau einnig eig­in­leika líka sýkla­lyfj­um og styrkja ónæmis­kerfið okk­ar með bakt­eríu­drep­andi og veiru­eyðandi áhrif­um. Einn bolli af te gef­ur lík­am­an­um um­tals­vert magn af A- og C-víta­mín­um, kalí­um, kalsíum og járni.

Áhrif á kó­lester­ólið

Sam­kvæmt rann­sókn­um hef­ur fólk sem drekk­ur reglu­lega matcha lægra magn af slæma kó­lester­ól­inu og hærra magn af góða kó­lester­ól­inu. Karl­ar sem drukku matcha sýndu 11% lægri tíðni hjarta­sjúk­dóma en þeir sem ekki drukku það sam­kvæmt heim­ild­um í American Journal of Cl­inical Nut­riti­on, 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert