Íslenska hjónabandssælan í formi íss

Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður hjá Omnom segir að sumarísinn verði ekki …
Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður hjá Omnom segir að sumarísinn verði ekki íslenskari en hjónabandsíssælan þeirra. Samsett mynd

Það er sól og sumar í ísbúð Omnom þessa daganna. Sumarísinn þeirra var að koma út og að þessu sinni býður Omnom upp á hjónabandssæluísrétt sem vísar í hinn þjóðlega rabarbara.

„Það er ekkert sumarlegra og íslenskara en hjónabandssæla, þetta sambland af höfrum, rabarbarasultu og smjöri er alveg einstakt. Fyrir þennan ís bjuggu við til okkar eigin hjónabandssælu og bættu smá súkkulaði við hana,“ útskýrir Kjartan Gíslason hjá Omnom „Í réttinum má einnig finna rabarbara-jarðarberja íssósu og hafrakexmulning. Íselskendur ættu ekki að láta þennan sumarlega ísrétt fram hjá sér fara,“ segir Kjartan.

Gefa yngri kynslóðinni lítinn ís

„Annars er alltaf eitthvað spennandi um að vera hjá okkur. Á sunnudaginn tökum við þátt í Sjómannadeginum hérna út á Granda og hvetjum að sjálfsögðu öll að gera sér ferð hingað til að taka þátt í hátíðarhöldunum,“ segir Kjartan. En Omnom ætlar að bjóða öllum krökkum 10 ára og yngri upp á lítinn ís með sósu og krömpli að eigin vali í tilefni dagsins. Ísbúð Omnom verður opin frá klukkan 11.00-20.30 frá og með 1. júní næstkomandi

Mikið verður um dýrðir á Sjómannadaginn í ísbúð Omnom.
Mikið verður um dýrðir á Sjómannadaginn í ísbúð Omnom. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert