Föstudagspítsan: Enginn ananas á þessari kosningapítsu Simma

Föstudagspítsan kemur úr smiðju Simma Vill og ber heitið „Ég …
Föstudagspítsan kemur úr smiðju Simma Vill og ber heitið „Ég bilast“. Samsett mynd

Föstu­dagspít­s­an er í kosn­inga­ham, en lands­menn und­ir­búa sig nú fyr­ir úr­slit spenn­andi for­seta­kosn­inga á morg­un, laug­ar­dag­inn 1. júní, þegar nýr for­seti lýðveld­is­ins verður val­inn. Að þessu sinni kem­ur föstu­dagspít­s­an úr smiðju Sig­mars Vil­hjálms­son­ar, bet­ur þekkt­ur sem Simmi Vill, en hann not­ar í upp­skrift­ina vör­ur frá 12 tomm­unni.

Það varð frægt þegar að frá­far­andi for­seti, Guðni Th. Jó­hann­es­son mælti mót an­an­as á pítsur. Um­mæli for­seta fóru ekki vel ofan í marga maga og eft­ir að hafa náð at­hygli al­heim­spress­unn­ar sá for­set­inn sig knú­ann að gefa út yf­ir­lýs­ingu að hann væri jú ekki í aðstöðu til að stjórna pítsu­venj­um lands­manna.

Ég bil­ast

Þar sem Simmi Vill veit ekki hver afstaða nú­ver­andi for­setafram­bjóðenda til an­an­as á pítsu er forðast Simmi Vill hann í þess­ari upp­skrift og not­ast frek­ar við döðlur. Pítsuna kall­ar Simmi. „Ég bil­ast“ sem er viðeig­andi nafn­bót fyr­ir spennta lands­menn sem bíða eft­ir niður­stöðum úr gríðarlega spenn­andi kosn­ing­um um helg­ina.

Girnileg föstudagspítsan og enginn ananas.
Girni­leg föstu­dagspít­s­an og eng­inn an­an­as. Ljós­mynd/​Aðsend

Ég bil­ast

  • 1 stk. 12 Tommu pít­sa­deig
  • 12 Tommu pítsasósa, eft­ir smekk
  • 12 Tommu pít­sa­ost­ur, eft­ir smekk
  • Rauðlauk­ur, skor­inn í strimla
  • Pepp­eróní eft­ir smekk
  • Döðlur, skorn­ar í bita
  • Ferskt chili, skorið smátt
  • Rjóma­ost­ur eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á hita ofn­inn í 200°C hita og fletja út deigið á bök­un­ar­papp­ír.
  2. Smyrjið pítsasós­una ofan á deigið.
  3. Dreifið næst rifna ost­in­um yfir sós­una.
  4. Stráið rauðlaukn­um yfir eft­ir smekk
  5. Setjið síðan pepp­eróní ofan á og hafið magn eft­ir smekk.
  6. Dreifið loks döðlun­um yfir eft­ir smekk
  7. Setjið síðan ferskt chili ofan á og veljið magn eft­ir smekk.
  8. Sprautið eða setjið rjóma­ost ofan á eft­ir smekk.
  9. Setjið á ofn­plötu og bakið 12-15 mín­út­ur við 200°C eða á pít­sa­kerfi.
  10. Einnig er hægt að baka pítsuna í útipít­sa­ofni en það tek­ur aðeins 60-90 sek­únd­ur en fer það eft­ir eft­ir ofn­um og á hversu mik­inn hita er stillt. Mik­il­vægt er að standa við ofn­inn all­an tím­ann og snúa pítsunni reglu­lega til að fá jafn­an bakst­ur.
  11. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert