Kosningakokteillinn í ár

Kosningakokkteill ársins Reyka Caprioska lítur vel út i glasi.
Kosningakokkteill ársins Reyka Caprioska lítur vel út i glasi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hér er á ferðinni ekta kosningakokteill sem steinliggur í kosningapartíinu á morgun. Drykkurinn ber heitið Reyka Caprioska og er hið íslenska Reyka vodka í aðalhlutverki.

Hægt er að blanda drykkinn til eftir eigin vali og bæta við límónu eða sykursírópi eins og hverjum finnst hann bestur.

Uppskriftin er þar að auki frábær grunnur til þess að leika sér að og gera sinn eigin drykk með því að bæta við hráefnum líkt og jarðarberjum, hindberjum, myntu, basilíku eða öðru sem hver telur henta vel með.

Reyka Caprioska

  • 45 ml – 60 ml Reyka Vodka
  • 25 ml sykursíróp (sjá uppskrift hér fyrir neðan)
  • 6 límónu bátar

Aðferð:

  1. Merjið límónu bátana með Reyka Vodka, og sykur sírópi í glas.
  2. Hálffyllið með mulnum klaka, og hrærið þar til drykkurinn er nægilega kældur.
  3. Bætið klaka við til þess að fylla upp í.
  4. Skreytið með ferskum berjum eða kryddjurtum að vild og berið fallega fram.

Sykursíróp

  • 600ml
  • 500 g (5.86 dl) sykur
  • 333 ml (3.33 dl) vatn í pott

Aðferð:

  1. Setjið saman í pott og hitið upp og hrærið þar til sykurinn er bráðinn og vökvinn er tær.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert