Kaka sem er góð fyrir sálina

Guðdómleg þessi fallega og ljúffenga kaka sem er svo góð …
Guðdómleg þessi fallega og ljúffenga kaka sem er svo góð fyrir sálina. Ljósmynd/Brynja Dadda Sverrisdóttir

Þá er komið að helgar­bakstr­in­um sem er ómiss­andi hér á mat­ar­vefn­um og nýt­ur mik­illa vin­sælda. Hér er á ferðinni er kaka sem er svo góð fyrir sálina og kem­ur úr smiðju Brynju Döddu Sverr­is­dótt­ur ofan úr fjall­inu í Kjós úr Mó­berg­inu. Þetta er afar einföld uppskrift og það þarf ekki einu sinni hrærivél til að töfra þessa guðdómlegu köku fram.

„Þessi uppskrift kemur upprunalega frá Ívari kokki í Smáratúni í Fljótshlíð en hefur eitthvað aðeins breyst í mínum fórum eins og gerist með uppskriftir,“ segir Brynja Dadda sem elskar að nostra við fólkið sitt í mat og drykk.

Þeyttur rjómi dugar vel með þessari.
Þeyttur rjómi dugar vel með þessari. Ljósmynd/Brynja Dadda Sverrisdóttir

Kaka sem er góð fyrir sálina úr smiðju Brynju

  • 1 bolli döðlur
  • 1 bolli pekanhnetur
  • 100 g suðusúkkulaði
  • ½ bolli hrásykur
  • 3 msk. spelt hveiti
  • 1 tsk. vínsteinslyftiduft
  • 3 msk. heitt vatn
  • 2 egg
  • Döðlur, hnetur og súkkulaði saxað smátt (matvinnsluvél hentar ágætlega)

Aðferð:

  1. Hrærið saman sykri, hveiti og bætið síðan við lyftidufti og hrærið aðeins saman.
  2. Blandið eggjum og vatni saman við og hrærið þar til hefur blandan hefur samlagast.
  3. Látið standa smá stund áður en sett er í form.
  4. Bakað við 150°Chita í 40 mínútur á blæstri. Ofnar geta veriðmisjafnir, stundum getur þetta verið 3-5 mínútur til eða frá.

Súkkulaðibráð ofan á

  • 100 g súkkulaði
  • Smjörklípa

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaði með örlítilli smjörklípu og smyrjið síðan ofan á kökuna.
  2. Berið kökuna síðan fram þeyttum rjóma og berjum eftir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert