Grásleppubrauðterta skreytt með grásleppuhrognum sló í gegn

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumeistari og snillingur í brauðtertugerð galdraði fram …
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumeistari og snillingur í brauðtertugerð galdraði fram þessa dýrðlegu grásleppubrauðtertu og skreytti með grásleppuhrognum og ætum jurtum. Samsett mynd

Sjó­mannadags­hátíðin Grá­slepp­an 2024 fór fram á Bakkaf­irði laug­ar­dag­inn 1. júní síðastliðinn með pomp og prakt. Þetta var í annað sinn sem hátíðin var hald­in og ætla má að um 200 manns hafi sótt hátíðina í ár. Bæj­ar­bú­ar lögðust á eitt ásamt fram­kvæmda­nefnd­inni til þess að gera Grá­slepp­una sem ánægju­leg­asta enda má segja að það þurfi heilt þorp til að halda hátíð. Boðið var meðal ann­ars upp á dýrðlega grá­sleppu­brauðtertu sem sló svo sann­ar­lega í gegn sem  kom úr smiðju Fann­eyj­ar Dóru Sig­ur­jóns­dótt­ur mat­reiðslu­meist­ara og brauðtertu snill­ings.

Kosn­ingakaffi við Vigt­ar­húsið

Dag­skrá­in hófst klukk­an 14:00 þegar boðið var upp á kosn­ingakaffi við gamla Vigt­ar­húsið þar sem fisk­ur var vigtaður árum áður. Inni í Vigt­ar­hús­inu var í gangi sögu­sýn­ing­in Gunn­ólfs­vík­ur­fjalli er svo blátt þar sem farið er yfir sögu síld­ar­vinnslu á Bakkaf­irði. Gunn­ólfs­vík­ur­fjalli blas­ir við þegar horft er til sjáv­ar frá Bakkaf­irði og segja má að það marki upp­haf Langa­ness­ins sem tek­ur við svo langt sem augað eyg­ir. 

Sjó­mannadags­leik­ir og rat­leik­ur

Auk þess sem gest­ir gátu gætt sér á heima­bökuðu bakk­elsi og ilm­andi kaffi var 9. bekk­ur grunn­skól­ans á Þórs­höfn með sölu á ýmsu góðgæti til þess að fjár­magna 10. bekkj­ar ferðalagið sitt á næsta skóla­ári og veit­inga­húsið Nort­hEast sá um sölu á svalandi drykkj­um. Rat­leik­ur­inn Finndu grá­slepp­una sló í gegn þvert á kyn­slóðir enda þurfti að leysa þraut­ir þar sem reyndi á styrk­leika bæði yngstu þátt­tak­end­anna og þeirra sem eldri eru. Farið var í hefðbundna sjó­mannadags­leiki áður en haldið var í Arn­ar­búð, gamla sam­komu­húsið, sem fyllt­ist fljótt af bæj­ar­bú­um og aðkomu­fólki. 

Ægi­fög­ur grá­sleppu­brauðterta skreytt með hrogn­um og ætum jurt­um

Mat­ar­upp­lif­un mat­reiðslu­fólks­ins Fann­eyj­ar Dóru og Domenico var svo þunga­miðja hátíðar­hald­anna. Boðið var upp á grá­sleppu­hrogn, signa grá­sleppu, grá­sleppukrókett­ur, kald­reykta og heitreykta grá­sleppu og grá­sleppusnitt­ur en rús­ín­an í pylsu­end­an­um var grá­sleppu­brauðterta sem skreytt var með grá­sleppu­hrogn­um og ætum jurt­um sem tínd­ar voru kring­um þorpið að morgni hátíðardags. Brauðtert­an var ægi­fög­ur, tveggja metra löng, og smakkaðist dá­sam­lega að mati flestra gesta sem voru hæst­ánægðir með að taka þátt í þess­um heimsviðburði enda get­um við full­yrt með nokk­urri vissu að aldrei áður hef­ur grá­sleppu­brauðterta verið á boðstól­um í víðri ver­öld. 

Fanney Dóra að setja saman brauðtertuna.
Fann­ey Dóra að setja sam­an brauðtert­una. Ljós­mynd/​Aðsend

Léku fyr­ir dansi og komu fólki á dans­gólfið

Val­ný og spaðadrottn­ing­arn­ar léku fyr­ir dansi og komu fólki út á dans­gólfið í syngj­andi sveiflu. Bongótrommu­leik­ar­inn Cheick slóst svo í hóp­inn og var punkt­ur­inn yfir i-ið í stór­kost­leg­um flutn­ingi hljóm­sveit­ar­inn­ar sem tók marga þekkta slag­ara við frá­bær­ar mót­tök­ur hátíðargesta. Sjó­mannadags­hátíðin Grá­slepp­an heppnaðist frá­bær­lega og er kom­in til að vera. 

Grá­slepp­an er styrkt af Frum­kvæðis­sjóði Betri Bakka­fjarðar og mat­ar­upp­lif­un­in er styrkt af Upp­bygg­ing­ar­sjóði Norður­lands eystra. 

Mynda­veisl­an tal­ar sínu máli og lýs­ir stemn­ing­unni vel.

Brauðtertan var ægifögur, tveggja metra löng, og smakkaðist dásamlega að …
Brauðtert­an var ægi­fög­ur, tveggja metra löng, og smakkaðist dá­sam­lega að mati flestra gesta. Vænt­an­lega heimsviðburður þar sem ekki er vita til þess að áður hafi verið grá­sleppu­brauðterta á boðstól­um í víðri ver­öld. Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert