Landsliðskonan býður upp á næringarríkan vikumatseðil

Hafdís Renötudóttir landsliðskona í handbolta býður upp á vikumatseðilinn að …
Hafdís Renötudóttir landsliðskona í handbolta býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni. Ljósmynd/Aðsend

Haf­dís Renötu­dótt­ir landsliðskona í hand­bolta á heiður­inn af vikumat­seðlin­um að þessu sinni þar sem nær­ing­ar­gildið er í for­grunni. Haf­dís spil­ar hand­bolta fyr­ir fé­lagsliðið Val og ís­lenska kvenna­landsliðið í hand­bolta þar sem hún stend­ur vörð um markið.

„Ný­lega á dög­un­um tryggðum við í landsliðinu okk­ur miða á Evr­ópu­meist­ara­mótið í hand­bolta sem haldið verður í Aust­ur­ríki, en í heild­ina hef ég spilað 57 lands­leiki og skorað 4 mörk. Við í Val vor­um á dög­un­um að tryggja okk­ur Íslands­meist­ara­titil­inn, en núna erum við fjór­fald­ir meist­ar­ar eft­ir tíma­bilið. Það  er ótrú­leg­ur ár­ang­ur,“ seg­ir Haf­dís. Eft­ir úr­slita­leik­inn gerði Haf­dís sér lítið fyr­ir og vann titil­inn „Verðmæt­asti leikmaður úr­slita­keppn­inn­ar”. Utan hand­bolt­ans vinn­ur Haf­dís inn­an raf­orku­geir­ans, en hún vinn­ur hjá Straumlind og er titluð sem markaðsstjóri þar.

Vil borða prótein, kol­vetni og fitu sem há­marka getu mína

„Árið 2013 gerðist ég veg­an og hef verið síðan þá. Þar sem ég er íþrótta­kona og veg­an ein­stak­ling­ur, er mik­il­vægt að næra mig vel. Ég vil borða prótein, kol­vetni og fitu í þeim hlut­föll­um sem hjálp­ar mér að há­marka get­una mína á vell­in­um. Mér finnst mik­il­vægt að borða ekki ein­ung­is holl­an mat, held­ur líka góm­sæt­an mat sem nær­ir bæði lík­ama og sál. Eft­ir dag­vinn­una og hand­boltaæf­ing­una hef ég gam­an að því að koma heim og borða góðan mat, og kvöld­verðarmat­seðill­inn minn lít­ur ein­hvern veg­inn svona út,“ seg­ir Haf­dís með bros á vör.

Mánu­dag­ur – Sam­loka með lúxusáleggi

„Mér finnst gott að henda í ein­falt og gott á mánu­degi, ég vinn mikið með góðar sam­lok­ur eins og þessa. Ég vega­næsa sam­lok­una með því að nota veg­an smjör og veg­an ost. Til að prótein­bæta máltíðina set ég bragðgott soja­kjöt í sam­lok­una.“

Samloka með lúxusáleggi.
Sam­loka með lúxusáleggi. Ljós­mynd/​Aðsend

Landsliðskonan býður upp á næringarríkan vikumatseðil

Vista Prenta

Lúx­usút­gáf­an af brauðmat

  • 1 bagu­ette
  • 15 g smjör
  • Hand­fylli af sal­ati, að eig­in vali
  • 125 g mild­ur brie-ost­ur eða geita­ost­ur
  • ¼ gúrka
  • 125 g jarðarber
  • Pip­ar

Aðferð:

  1. Skerið bagu­ette-brauðið til helm­inga og smyrjið botn og lok með smjöri.
  2. Skerið ost­inn og gúrk­una í þunn­ar skíf­ur. Skerið jarðarber­in í skíf­ur.
  3. Setjið sal­at, ost, gúrku og jarðarber á botn­inn á brauðinu og stráið svört­um pip­ar yfir.
  4. Skerið bagu­ette-sam­lok­una í fjóra jafn­stóra bita og berið fram.


Þriðju­dag­ur – Ljúf­fengt græn­met­islas­anja

Las­anja er ein­falt, en gott. Ég set veg­an ost í staðinn fyr­ir kúa­ost­inn.“

Girnilegt grænmetislasnja.
Girni­legt græn­met­islasnja. Ljós­mynd/​Aðsend


Miðviku­dag­ur – Heima­gerðar pít­ur

Pítur með heimagerðir pítusósu.
Pít­ur með heima­gerðir pítusósu. Ljós­mynd/​Tinna Th.
Prenta

Græn­met­ispíta með heima­gerðri pítusósu – veg­an

  • 3 pítu­brauð við borðum 1 og hálfa pítu á mann
  • 280 g hreint soja kjöt ég notaði Oumph! The Chunck
  • 2 msk. Rót­argræn­metið frá Potta­göldr­um
  • 90 g sal­at blanda
  • 10 kirsu­berja tóm­at­ar
  • 1/​​4 rauðlauk­ur
  • sriracha sósa –má sleppa

Pítusósa

  • 3 msk. veg­an maj­ónes
  • 2 tsk. Her­bs de Provence frá Potta­göldr­um

Aðferð

  1. Steikið soja kjötið upp úr smá olíu og kryddið með Rót­argræn­met­is krydd­inu frá Potta­göldr­um.
  2. Skerið græn­metið eins og þið viljið hafa það og setjið í stóra kál.
  3. Blandið sam­an maj­ónesi og Her­bs de Provence frá Potta­göldr­um.
  4. Ég notaði fros­in pítu­brauð svo ég hitaði þau í smá stund í ofni.
  5. Skerið soja­kjötið í munn­bita­stærðir og setjið út í skál­ina með græn­met­inu.
  6. Setjið pítusós­una út í skál­ina líka og blandið öllu vel sam­an.
  7. Ég sker pít­urn­ar í tvennt og set blönd­una svo inn í – finnst ég koma meiru fyr­ir þannig og auðveld­ara að borða pít­una.
  8. Ég toppaði svo pít­una með smá sriracha sósu en það er ekki nauðsyn­legt og má al­veg sleppa. Mér finnst gott að hafa smá sterkt með pít­unni.
  9. Berið fram ein­ar og sér eða með góðum kart­öflu­bát­um.



Fimmtu­dag­ur – Gochuj­ang- kjúk­ling­ur

„Við á heim­il­inu elsk­um gochuj­ang og vega­næs­um þenn­an rétt ansi oft. Þá not­um við veg­an kjúk­ling í staðinn og slepp­um fiskisós­unni.“

Gochujang-kjúklinga
Gochuj­ang-kjúk­linga "stir­fry" að hætti Snorra. Ljós­mynd/​Snorri Guðmunds­son
Prenta

Gochuj­ang- kjúk­ling­ur

Fyr­ir 2 

  • 400 grömm skinn & bein­laus kjúk­linga­læri skor­in í strimla
  • 1 lauk­ur skor­inn í strimla (150 grömm)
  • 2 stór smátt söxuð hvít­lauksrif (sirka 8 grömm)
  • 20 grömm rif­in eða mjög smátt skor­in engi­fer­rót
  • 1 mat­skeið hrá­syk­ur
  • 1 mat­skeið soyasósa
  • 2 te­skeiðar fiskisósa
  • 2 te­skeiðar lime safi
  • 1 mat­skeið gochuj­ang
  • 1 -2 mat­skeiðar mat­reiðslu­olía
  • 1 gul­rót rif­in með grófu rif­járni (100 grömm)
  • 50 grömm snjó­baun­ir
  • 1 lít­il paprika skor­in þunnt (sirka 70 grömm)
  • 2 ra­dís­ur skorn­ar mjög þunnt (20 grömm)
  • 1 þroskuð pera, skræld og skor­in í sneiðar (sirka 150 grömm)
  • 10 grömm ristaðar kó­kos­flög­ur
  • 6 stilk­ar af kórí­and­er
  • Salt & pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið kjúk­ling­inn, lauk­inn, hvít­lauk­inn, hrá­syk­ur­inn, engi­fer, soyasós­una, fiskisós­una og lime saf­an í skál og blandið vel sam­an.  Látið mar­in­er­ast í 30-60 mín.
  2. Hitið 1 mat­skeið af olíu á pönnu á háum hita og steikið kjúk­ling­inn og lauk­inn í 2 mín á ann­ari hliðinni eða þar til hann er orðinn fal­lega brúnaður og svo í 1 mín á hinni hliðinni.  Best er að steikja kjúk­ling­inn í 3 skömmt­um þar sem hann steikist illa ef það er of mikið á pönn­unni í einu.
  3. Bætið við ögn af mat­reiðslu­olíu á milli skammta.
  4. Lækkið hit­ann ögn og setjið all­an kjúk­ling­inn aft­ur á pönn­una ásamt 1 mat­skeið af gochuj­ang og rifnu gul­rót­inni og hrærið vel sam­an í 1 mín.
  5. Bætið næst við 3/​​4 af paprik­unni og öll­um snjó­baun­un­um og steikið þar til snjó­baun­irn­ar eru eldaðar, en ekki orðnar al­veg mjúk­ar und­ir tönn.  Smakkið til með salti og pip­ar. Sirka 2-3 mín­út­ur.
  6. Fjar­lægið af hit­an­um og skiptið á milli diska.  Skreytið með perusneiðunum, ra­dís­un­um, rest­inni af paprik­unni, kó­kos­flög­un­um og kórí­and­er.  Berið fram með hvít­um hrís­grjón­um.


Föstu­dag­ur – Taco-veisla

„Ég reyni að borða holl­an, prótein­rík­an en einnig kol­vetnarík­an mat dag­inn fyr­ir leik.“

Guðdómlegt taco að hætti Ellu Stínu.
Guðdóm­legt taco að hætti Ellu Stínu. Ljós­mynd/​Ella Stína

Laug­ar­dag­ur – Tófúhræra á ristað brauð

„Eft­ir leik finnst mér gott að fá mér eitt­hvað létt, eins og tófúhræru á ristað brauð.“

Tófu­hrær­an henn­ar Heiðdís­ar er hin girni­leg­asta.
Tófu­hrær­an henn­ar Heiðdís­ar er hin girni­leg­asta. Ljós­mynd/​Heiðdís Hlyns­dótt­ir


Sunnu­dag­ur – Græn­met­is­steik og meðlæti

„Sunnu­dag­arn­ir eru ró­leg­ir hjá mér, en ég geri vel við mig í eld­hús­inu. Þess vegna fæ ég mér græn­met­is­steik­ina frá Ellu Stínu með rót­argræn­meti, haust­sal­ati og tahini sósu.

Græn­met­is­steik­in lít­ur vel út og meðlætið er lítríkt og fjöl­breytt.
Græn­met­is­steik­in lít­ur vel út og meðlætið er lítríkt og fjöl­breytt. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert