Landsliðskonan býður upp á næringarríkan vikumatseðil

Hafdís Renötudóttir landsliðskona í handbolta býður upp á vikumatseðilinn að …
Hafdís Renötudóttir landsliðskona í handbolta býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni. Ljósmynd/Aðsend

Hafdís Renötudóttir landsliðskona í handbolta á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni þar sem næringargildið er í forgrunni. Hafdís spilar handbolta fyrir félagsliðið Val og íslenska kvennalandsliðið í handbolta þar sem hún stendur vörð um markið.

„Nýlega á dögunum tryggðum við í landsliðinu okkur miða á Evrópumeistaramótið í handbolta sem haldið verður í Austurríki, en í heildina hef ég spilað 57 landsleiki og skorað 4 mörk. Við í Val vorum á dögunum að tryggja okkur Íslandsmeistaratitilinn, en núna erum við fjórfaldir meistarar eftir tímabilið. Það  er ótrúlegur árangur,“ segir Hafdís. Eftir úrslitaleikinn gerði Hafdís sér lítið fyrir og vann titilinn „Verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar”. Utan handboltans vinnur Hafdís innan raforkugeirans, en hún vinnur hjá Straumlind og er titluð sem markaðsstjóri þar.

Vil borða prótein, kolvetni og fitu sem hámarka getu mína

„Árið 2013 gerðist ég vegan og hef verið síðan þá. Þar sem ég er íþróttakona og vegan einstaklingur, er mikilvægt að næra mig vel. Ég vil borða prótein, kolvetni og fitu í þeim hlutföllum sem hjálpar mér að hámarka getuna mína á vellinum. Mér finnst mikilvægt að borða ekki einungis hollan mat, heldur líka gómsætan mat sem nærir bæði líkama og sál. Eftir dagvinnuna og handboltaæfinguna hef ég gaman að því að koma heim og borða góðan mat, og kvöldverðarmatseðillinn minn lítur einhvern veginn svona út,“ segir Hafdís með bros á vör.

Mánudagur – Samloka með lúxusáleggi

„Mér finnst gott að henda í einfalt og gott á mánudegi, ég vinn mikið með góðar samlokur eins og þessa. Ég veganæsa samlokuna með því að nota vegan smjör og vegan ost. Til að próteinbæta máltíðina set ég bragðgott sojakjöt í samlokuna.“

Samloka með lúxusáleggi.
Samloka með lúxusáleggi. Ljósmynd/Aðsend

Lúx­usút­gáf­an af brauðmat

  • 1 bagu­ette
  • 15 g smjör
  • Hand­fylli af sal­ati, að eig­in vali
  • 125 g mild­ur brie-ost­ur eða geita­ost­ur
  • ¼ gúrka
  • 125 g jarðarber
  • Pip­ar

Aðferð:

  1. Skerið bagu­ette-brauðið til helm­inga og smyrjið botn og lok með smjöri.
  2. Skerið ost­inn og gúrk­una í þunn­ar skíf­ur. Skerið jarðarber­in í skíf­ur.
  3. Setjið sal­at, ost, gúrku og jarðarber á botn­inn á brauðinu og stráið svört­um pip­ar yfir.
  4. Skerið bagu­ette-sam­lok­una í fjóra jafn­stóra bita og berið fram.


Þriðjudagur – Ljúffengt grænmetislasanja

Lasanja er einfalt, en gott. Ég set vegan ost í staðinn fyrir kúaostinn.“

Girnilegt grænmetislasnja.
Girnilegt grænmetislasnja. Ljósmynd/Aðsend


Miðvikudagur – Heimagerðar pítur

Pítur með heimagerðir pítusósu.
Pítur með heimagerðir pítusósu. Ljósmynd/Tinna Th.

Græn­met­ispíta með heima­gerðri pítusósu – veg­an

  • 3 pítu­brauð við borðum 1 og hálfa pítu á mann
  • 280 g hreint soja kjöt ég notaði Oumph! The Chunck
  • 2 msk. Rót­argræn­metið frá Potta­göldr­um
  • 90 g sal­at blanda
  • 10 kirsu­berja tóm­at­ar
  • 1/​4 rauðlauk­ur
  • sriracha sósa –má sleppa

Pítusósa

  • 3 msk. veg­an maj­ónes
  • 2 tsk. Her­bs de Provence frá Potta­göldr­um

Aðferð

  1. Steikið soja kjötið upp úr smá olíu og kryddið með Rót­argræn­met­is krydd­inu frá Potta­göldr­um.
  2. Skerið græn­metið eins og þið viljið hafa það og setjið í stóra kál.
  3. Blandið sam­an maj­ónesi og Her­bs de Provence frá Potta­göldr­um.
  4. Ég notaði fros­in pítu­brauð svo ég hitaði þau í smá stund í ofni.
  5. Skerið soja­kjötið í munn­bita­stærðir og setjið út í skál­ina með græn­met­inu.
  6. Setjið pítusós­una út í skál­ina líka og blandið öllu vel sam­an.
  7. Ég sker pít­urn­ar í tvennt og set blönd­una svo inn í – finnst ég koma meiru fyr­ir þannig og auðveld­ara að borða pít­una.
  8. Ég toppaði svo pít­una með smá sriracha sósu en það er ekki nauðsyn­legt og má al­veg sleppa. Mér finnst gott að hafa smá sterkt með pít­unni.
  9. Berið fram ein­ar og sér eða með góðum kart­öflu­bát­um.



Fimmtudagur – Gochujang- kjúklingur

„Við á heimilinu elskum gochujang og veganæsum þennan rétt ansi oft. Þá notum við vegan kjúkling í staðinn og sleppum fiskisósunni.“

Gochujang-kjúklinga
Gochujang-kjúklinga "stirfry" að hætti Snorra. Ljósmynd/Snorri Guðmundsson

Gochujang- kjúklingur

Fyr­ir 2 

  • 400 grömm skinn & bein­laus kjúk­linga­læri skor­in í strimla
  • 1 lauk­ur skor­inn í strimla (150 grömm)
  • 2 stór smátt söxuð hvít­lauksrif (sirka 8 grömm)
  • 20 grömm rif­in eða mjög smátt skor­in engi­fer­rót
  • 1 mat­skeið hrá­syk­ur
  • 1 mat­skeið soyasósa
  • 2 te­skeiðar fiskisósa
  • 2 te­skeiðar lime safi
  • 1 mat­skeið gochuj­ang
  • 1 -2 mat­skeiðar mat­reiðslu­olía
  • 1 gul­rót rif­in með grófu rif­járni (100 grömm)
  • 50 grömm snjó­baun­ir
  • 1 lít­il paprika skor­in þunnt (sirka 70 grömm)
  • 2 ra­dís­ur skorn­ar mjög þunnt (20 grömm)
  • 1 þroskuð pera, skræld og skor­in í sneiðar (sirka 150 grömm)
  • 10 grömm ristaðar kó­kos­flög­ur
  • 6 stilk­ar af kórí­and­er
  • Salt & pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið kjúk­ling­inn, lauk­inn, hvít­lauk­inn, hrá­syk­ur­inn, engi­fer, soyasós­una, fiskisós­una og lime saf­an í skál og blandið vel sam­an.  Látið mar­in­er­ast í 30-60 mín.
  2. Hitið 1 mat­skeið af olíu á pönnu á háum hita og steikið kjúk­ling­inn og lauk­inn í 2 mín á ann­ari hliðinni eða þar til hann er orðinn fal­lega brúnaður og svo í 1 mín á hinni hliðinni.  Best er að steikja kjúk­ling­inn í 3 skömmt­um þar sem hann steikist illa ef það er of mikið á pönn­unni í einu.
  3. Bætið við ögn af mat­reiðslu­olíu á milli skammta.
  4. Lækkið hit­ann ögn og setjið all­an kjúk­ling­inn aft­ur á pönn­una ásamt 1 mat­skeið af gochuj­ang og rifnu gul­rót­inni og hrærið vel sam­an í 1 mín.
  5. Bætið næst við 3/​4 af paprik­unni og öll­um snjó­baun­un­um og steikið þar til snjó­baun­irn­ar eru eldaðar, en ekki orðnar al­veg mjúk­ar und­ir tönn.  Smakkið til með salti og pip­ar. Sirka 2-3 mínútur.
  6. Fjar­lægið af hit­an­um og skiptið á milli diska.  Skreytið með perusneiðunum, ra­dís­un­um, rest­inni af paprik­unni, kó­kos­flög­un­um og kórí­and­er.  Berið fram með hvít­um hrís­grjón­um.


Föstudagur – Taco-veisla

„Ég reyni að borða hollan, próteinríkan en einnig kolvetnaríkan mat daginn fyrir leik.“

Guðdómlegt taco að hætti Ellu Stínu.
Guðdómlegt taco að hætti Ellu Stínu. Ljósmynd/Ella Stína

Laugardagur – Tófúhræra á ristað brauð

„Eftir leik finnst mér gott að fá mér eitthvað létt, eins og tófúhræru á ristað brauð.“

Tófu­hrær­an henn­ar Heiðdís­ar er hin girni­leg­asta.
Tófu­hrær­an henn­ar Heiðdís­ar er hin girni­leg­asta. Ljósmynd/Heiðdís Hlynsdóttir


Sunnudagur – Grænmetissteik og meðlæti

„Sunnudagarnir eru rólegir hjá mér, en ég geri vel við mig í eldhúsinu. Þess vegna fæ ég mér græn­met­is­steikina frá Ellu Stínu með rót­argræn­meti, haust­sal­ati og tahini sósu.

Græn­met­is­steik­in lít­ur vel út og meðlætið er lítríkt og fjöl­breytt.
Græn­met­is­steik­in lít­ur vel út og meðlætið er lítríkt og fjöl­breytt. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert