Græna herbergið fullkomið til að fara á trúnó

Búið er að opna Græna herbergið á veitingastaðnum Duck & …
Búið er að opna Græna herbergið á veitingastaðnum Duck & Rose sem er kærkomin viðbót fyrir staðinn. Margrét Ríkharðsdóttir yfirkokkur og einn eigenda er afar ánægð með viðbótina og hversu vel hefur tekist til. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veit­ingastaður­inn Duck & Rose sem staðsett­ur á einu flott­asta horni Reykja­vík­ur, við Aust­ur­völl á horni Póst­hús­stræti og Aust­ur­stræt­is þar sem hinn klass­íski gamli góði Café Par­ís var áður til húsa hef­ur bætt aðstöðuna til muna og bætt við „leyni­her­bergi“. Farið var í mikl­ar fram­kvæmd­ir í kjall­ar­an­um þar sem ger­sem­ar var að finna og Græna her­bergið var að veru­leika sem er kær­kom­in viðbót fyr­ir aðstöðuna á þess­um fal­lega stað. Mar­grét Rík­h­arðsdótt­ir yfir­kokk­ur og einn eig­enda er afar ánægð með viðbót­ina og hversu vel hef­ur tek­ist til.

Segðu okk­ur aðeins frá til­urð þess að þið ákváðuð að stækka staðinn enn frek­ar? 

„Okk­ur var alltaf búið að dreyma um að gera sér sal hérna niðri en rýmið var illa nýtt og var áður lag­er og kúta­geymsla. En svo full­kom­in stærð í svona einka­her­bergi sem Græna her­bergið er það er ótrú­lega gam­an að geta tekið á móti smærri hóp­um í svona fal­legu rými. Við þurft­um að fara í fram­kvæmd­ir á neðri hæðinni og ákváðum því að slá til og láta þetta loks verða að veru­leika,“ seg­ir Mar­grét.

Fengu þið inn­an­húss­arki­tekt með ykk­ur í för í verkið?

„Við feng­um Láru Gunn­ars með okk­ur í verk­efnið og hún gerði þetta snilld­ar­lega vel. Við vor­um með ákveðnar hug­mynd­ir um hvað við vild­um sem hún svo vann ein­stak­lega vel með. Við erum afar ánægð með út­kom­una. Lára hef­ur unnið með okk­ur áður, þekk­ir staðinn og á heiður­inn af fal­legu mynd­un­um okk­ar á sam­fé­lags­miðlum.“

Sæk­ir inn­blástur­inn sinn í Vikt­oríu­tíma­bilið 

Segðu okk­ur aðeins frá Græna her­berg­inu, stíln­um og út­liti. 

„Græna her­bergið er á neðri hæðinni á Duck Rose og inn­gang­ur­inn inn í sal­inn er við hlið stig­ans svo hann er aðeins fal­inn. Græna her­bergið sæk­ir inn­blást­ur sinn í Vikt­oríu­tíma­bilið og þessa „more is more“ hug­mynda­fræði, í bland við bóhem stíl. Djúp og lit­rík litap­all­etta, munst­ur í áklæðum og vel vald­ir an­t­ík­mun­ir setja tón sinn á rýmið. Útgangspunkt­ur­inn var að skapa rými sem væri hlý­legt og sjarmer­andi að sitja í en á sama tíma líf­legt. An­tíkspegl­ar og gróður fylla loftið til að skapa ákveðna stemn­ingu í rým­inu, hand­val­in eldri lista­verk sem töluðu til okk­ar í bland við nú­tíma­list og vinta­ge vegg­ljós til að skapa hlýju,“ seg­ir Mar­grét.

Græna herbergið sækir innblástur sinn í Viktoríutímabilið og þessa „more …
Græna her­bergið sæk­ir inn­blást­ur sinn í Vikt­oríu­tíma­bilið og þessa „more is more“ hug­mynda­fræði, í bland við bóhem stíl. Djúp og lit­rík litap­all­etta, munst­ur í áklæðum og vel vald­ir an­t­ík­mun­ir setja tón sinn á rýmið. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Græna her­bergið tek­ur 24 manns í sæti en held­ur einnig mjög vel utan um smærri hópa. Þetta er hið full­komna her­bergi til að fara á trúnó ef vill. Her­bergið er út­búið góðu hljóðkerfi auk þess sem tveir míkró­fón­ar eru á staðnum og sjón­varp. 

Fundu gaml­ar mynd­ir af fólki frá gullár­un­um á Café Par­ís

Þegar þið fóruð í fram­kvæmd­irn­ar, gekk þá allt snurðulaust fyr­ir sig?

„Já, það gekk allt vel en tók auðvitað tölu­vert lengri tíma held­ur en við gerðum ráð fyr­ir en við vor­um með topp fag­menn í fag­inu hann Jens hjá GE verk­tök­um og hans frá­bæra teymi sá um að fram­kvæma þetta með okk­ur. Þegar það var tek­inn niður vegg­ur innst í rým­inu kom ým­is­legt skemmti­legt í ljós þar á bak við til dæm­is gaml­ar mynd­ir sem eru frá Café Par­ís sem var í rým­inu frá árið 1993 til byrj­un árs­ins 2020. Mynd­irn­ar eru flest­ar frá ár­inu 1996, sem hægt er að kalla gullár­in á Café Par­ís, af gest­um og starfs­mönn­um. Við íhuguðum að birta mynd­irn­ar á sam­fé­lags­miðlum og ætluðum að bjóða þeim sem þekktu sig á mynd­un­um að njóta hjá okk­ur veit­inga en á end­an­um fór­um við ekki þá leið vegna per­sónu­vernd­ar sjón­ar­miða. Í staðinn fór­um þá leið að smella þeim á hlið fal­legr­ar ferðatösku í rým­inu svo þær eru hér enn,“ seg­ir Mar­grét sposk á svip.

Gamlar myndir sem fundust meðan á framkvæmdunum stóð hafa fengið …
Gaml­ar mynd­ir sem fund­ust meðan á fram­kvæmd­un­um stóð hafa fengið sinn stað í ferðatösku í Græna her­berg­inu en þær eru frá gullár­un­um Café Par­ís, senni­lega flest­ar frá ár­inu 1996. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hvernig sjáið þið fyr­ir ykk­ur að nýta Græna her­bergið? 

„Græna her­bergið hent­ar fyr­ir smærri hópa í fund­ar­höld, morg­un­verð, há­deg­is­verð, kvöld­verð og hent­ar ein­stak­lega vel fyr­ir starfs­manna skemmt­an­ir og gæsa- og steggja hópa þar sem boðið er upp á karókí svo fátt sé nefnt. Hægt er að bóka Græna her­bergið fyr­ir hóp­inn ein­ung­is í karókí og er hægt að sjá frek­ari upp­lýs­ing­ar fyr­ir það á heimasíðunni okk­ar eða hjá Dineout,“ seg­ir Mar­grét og bæt­ir við að þau hlakki mikið taka á móti gest­um í Græna her­bergið og bjóða upp á ein­staka upp­lif­un. „Hægt er að hafa sam­band við okk­ur til að fá frek­ari upp­lýs­ing­ar og koma með ósk­ir, við erum opin fyr­ir að skoða allt,“ seg­ir Mar­grét að lok­um og er orðin spennt fyr­ir sumr­inu sem all­ir eru að bíða eft­ir.

Antíkspeglar og gróður fylla loftið til að skapa ákveðna stemningu …
An­tíkspegl­ar og gróður fylla loftið til að skapa ákveðna stemn­ingu í rým­inu, hand­val­in eldri lista­verk í bland við nú­tíma­list og vinta­ge vegg­ljós til að skapa hlýju. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Rómantíkin svífur í loftinu í Græna herberginu.
Róm­an­tík­in svíf­ur í loft­inu í Græna her­berg­inu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Snorri framreiðslumeistari er einnig meðeigandi með Margréti og stendur vaktina …
Snorri fram­reiðslu­meist­ari er einnig meðeig­andi með Mar­gréti og stend­ur vakt­ina flesta daga og trygg­ir að mat­ar­gest­ir njóti framúrsk­ar­andi þjón­ustu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Gamlir antíkmunir prýða herbergið.
Gaml­ir an­t­ík­mun­ir prýða her­bergið. Ljós­mynd/​Lára Gunn­ars
Græna herbergið er rúmgott og vel skipulagt.
Græna her­bergið er rúm­gott og vel skipu­lagt. Ljós­mynd/​Lára Gunn­ars
Speglarnir í loftunum setja svip sinn á herbergið.
Spegl­arn­ir í loft­un­um setja svip sinn á her­bergið. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Gróðurinn í loftinu kemur vel út.
Gróður­inn í loft­inu kem­ur vel út. Ljós­mynd/​Lára Gunn­ars
Falleg lýsingin er í herberginu og hér fá matargestir frið …
Fal­leg lýs­ing­in er í her­berg­inu og hér fá mat­ar­gest­ir frið til að njóta og fara á trúnó. Ljós­mynd/​Lára Gunn­ars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert