Ljúffengur mangó-chutney kjúklingaréttur

Ljúffengur mangó-chutney kjúklingaréttur sem á vel við á köldum sumardegi.
Ljúffengur mangó-chutney kjúklingaréttur sem á vel við á köldum sumardegi. Ljósmynd/Ingunn Mjöll

Hér er á ferðinni einfaldur og ljúffengur kjúklingaréttur sem á vel við á köldum sumardegi. Þetta er kjúklingur í mangó-chutney sem bragðast ómótstæðilega vel og upplagt er að bera réttinn fram með soðnum hrísgrjónum og fersku salati að eigin vali. Uppskriftin kemur úr smiðju Ingunnar Mjallar uppskriftahöfundar hjá Íslandsmjöll.

Mangó-chutney kjúklingaréttur

Fyrir 4

  • 4 kjúklingabringur
  • 1 rauð paprika
  • ½ búnt fersk basilíka
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 2 msk. mangó-chutney
  • 2 msk. kjúklingakraftur
  • 1 tsk. kínversk soja
  • 1 ½ dl vatn
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 2 dl sýrður rjómi
  • 1 ½ dl rjómi

Aðferð:

  1. Skerið kjúklinginn í smærri bita, hverjar bringu í t.d. fjórar lengjur, saxið paprikuna líka í smærri bita.
  2. Byrjið á því að steikja kjúklinginn í smá ólífuolíu þar til hann er eldaður í gegn.
  3. Bætið svo paprikunni saman við.
  4. Steikið með því þar til það mýkist.
  5. Saxið basilíkuna smátt.
  6. Þrýstið hvítlauksrifjunum ofan í kjúklinginn, bætið við basilíku, mangó-chutney, kjúklingakrafti, soja, salti og pipar.
  7. Hrærið aðeins og hellið svo vatninu út í.
  8. Látið malla í um það bil 5 mínútur, hrærið af og til.
  9. Bætið við sýrða rjómanum og rjóma, látið malla í um það bil 5 mínútur í viðbót, hrærið af og til. Þykkið aðeins með maizena mjöli í restina.
  10. Skreytið réttinn með basilíkublöðum að vild og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka