Það mikilvægasta sem stóreldhús þarf að hafa

Jóhannes Ægir veit vel hvað þarf þegar setja skal upp …
Jóhannes Ægir veit vel hvað þarf þegar setja skal upp stóreldhús til að skipulagið virki. Ljósmynd/Aðsend

Það er að ýmsu að huga þegar á að setja upp stór­eld­hús á veit­inga­húsi eða mötu­neyti. Jó­hann­es Ægir, sölu­stjóra stór­eld­hús­tækja hjá Expert, gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð ráð við hvað stór­eld­hús þarf að hafa í tækj­um og tól­um. Expert hef­ur meðal ann­ars komið að skipu­lagn­ingu helstu stór­eld­húsa á Íslandi og Jó­hann­es og hans sam­starfs­fólk þekk­ir því vel til í þess­um geira.

,,Þegar á að byrja á stór­eld­húsi á veit­inga­húsi eða mötu­neyti þá er mik­il­væg­ast að skipu­leggja það sem best og vera með réttu tæk­in fyr­ir þá mat­reiðslu sem hugað er að. Það marg­borg­ar sig að vera með góð og vönduð tæki í stór­eld­hús­inu sem end­ast vel og lengi," seg­ir Jó­hann­es.

Það helsta er gufu­steik­ingarpott­ur, grillp­anna og djúp­steik­ingarpott­ur

„Það helsta sem gott veit­inga­hús og mötu­neyti þarf að hafa í eld­hús­inu eru gufu­steik­ing­arofn, grillp­anna og djúp­steik­ingarpott­ur. Þá þarf auðvitað að vera broiler og gott vinnu- og kæli­borð svo að skipu­lagið sé sem best og auðveld­ast að vinna við það sem á við. Broiler/grill eru í boði sem raf­magns, kola eða gas. Það er heitt núna í augna­blik­inu að vera með kola­grill en einnig er hægt að fá þau sem raf­magns eða gasgrill. Kæl­ir og fryst­ir eru að sjálf­sögðu tæki sem ekk­ert stór­eld­hús get­ur verið án. Einnig eru hita­borð og gufupott­ur nauðsyn­leg­ir sem og veltip­anna og loftræsti­háf­ur, þá er búið að tryggja full­komið eld­hús. Síðan er auðvitað mik­il­vægt að hafa góða potta, pönn­ur, hnífa og allt annað smá­dót sem fylg­ir. Svo má auðvitað ekki gleyma ein­um af aðal hlut­an­um, upp­vask­inu þar sem hlut­irn­ir verða að vera vel skipu­lagðir og renna vel í gegn í sam­ráði við eld­húsið," seg­ir Jó­hann­es.

Aðspurður seg­ir Jó­hann­es að það séu ótrú­lega marg­ir smá­hlut­ir sem skipta máli og eiga til að gleym­ast í hraða leiks­ins. „Það má auðvitað ekki gleyma ein­um af aðal­hlut­an­um, upp­vask­inu, þar sem hlut­irn­ir verða að vera vel skipu­lagðir og renna vel í gegn í sam­ráði við eld­húsið.“

Mik­il gróska hjá fyr­ir­tækju lands­ins í mötu­neyt­is mál­um

Jó­hann­es seg­ir að mik­il gróska sé í veit­inga­brans­an­um sem og í mötu­neyt­um fyr­ir­tækja í dag og mikið sé leitað til þeirra um ýmis kon­ar ráðgjöf. „Við vinn­um mikið við að skipu­leggja stór­eld­hús og bjóðum upp á úr­val af eld­hús­tækj­um, stór­um og smá­um. Við finn­um að það er mik­il gróska hjá fyr­ir­tækj­um lands­ins í mötu­neyt­is mál­um í dag. Það er verið að vanda til verka og leggja mikið í mötu­neyt­in og eld­hús­in þar sem er ánægju­leg þróun. Það skipt­ir auðvitað miklu mál að vera með hlut­ina í lagi í eld­hús­inu og ekki síst í mötu­neyt­um og veit­inga­hús­um þar sem verið er að mat­reiða fyr­ir fjölda fólks. Það eru einnig spenn­andi tím­ar í veit­inga­húsa­geir­an­um því það eru sí­fellt að opna ný og flott veit­inga­hús á Íslandi og önn­ur sem eru fyr­ir eru mörg hver að auka gæðin í mat og þjón­ustu og part­ur af því er að vera með vandað og gott eld­hús. Þetta spil­ar allt sam­an," seg­ir Jó­hann­es að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert