Eliza Reid forsetafrú var hugfangin af kransakökunni

Í tilefni þess að heimsmeistaramót ungra bakara er haldið hér …
Í tilefni þess að heimsmeistaramót ungra bakara er haldið hér á landi þessa dagana bauð Elíza Reid forsetafrú til móttöku á Bessastöðum. Færðu íslensku keppendurnir henni þessa gullfallegu kransaköku sem hún var afar hugfangin af. Samsett mynd

Eins og fram hefur komið á Matarvef mbl.is stendur yfir heimsmeistaramót ungra bakara á Íslandi og er það í fyrsta skipti sem mótið er haldið hér á landi. Mikið er um dýrðir í keppninni sem haldin er í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi og alls taka sjö lönd þátt: Ísland, Þýskaland, Frakkland, Svíþjóð, Spánn, Ungverjaland og Kína.

View this post on Instagram

A post shared by Eliza Reid (@elizajeanreid)

Færðu forsetafrúnni gullfallegar kökur

Í tilefni heimsmeistaramótsins bauð Eliza Reid forsetafrú keppendum og aðstandendum þeirra til móttöku á Bessastöðum. Í tilefni þessa færðu keppendur Íslands, Stefanía Malen Guðmundsdóttir og Hekla Guðrún Þrastardóttir Elizu forsetafrú gullfallegar kökur. Annars vegar kransaköku skreytta með súkkulaði, sem Guðbjörg Ósk Gunnarsdóttir nýútskrifaður bakarí gerði og hins vegar fallega rauða tertu, ástarblómið, sem Finnur Guðberg Ívarsson nýútskrifaður bakari gerði sérstaklega handa forsetahjónunum.

Gullfallegt ástarblóm þessi terta sem forsetahjónunum var færð. Finnur Guðberg …
Gullfallegt ástarblóm þessi terta sem forsetahjónunum var færð. Finnur Guðberg Ívarsson nýúskrifaður bakarí á heiðurinn af þessari dýrð en þetta eru súkkulaðisvampbotnar með léttri kirsuberjamús sem parast fullkomnalega vel saman. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eliza var hugfangin af kökunum sem henni voru færðar og útgeislun ungu bakarana sem mættu á Bessastaði. Keppendur voru að skoða þennan merka stað og njóta gestrisni forsetafrúarinnar áður en keppni hófst á nýja leik. Var það mikil upplifun fyrir ungu bakarana að heimsækja Bessastaði og hitta forsetafrúna, sem sýndi mikinn áhuga á starfi þeirra og hæfileikum.

Sigurður Már Guðjónsson, formaður LABAK, ásamt íslensku keppendunum Heklu Guðrúnu …
Sigurður Már Guðjónsson, formaður LABAK, ásamt íslensku keppendunum Heklu Guðrúnu Þrastardóttur og Stefaníu Malen Guðmundsdóttur við móttökuna á Bessastöðum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einnig færði Sigurður Már Guðjónsson, formaður LABAK, Elizu Reid forsetafrú viðurkenningarskjal og gullmedalíu frá Landssambandi bakarameistara. 

Stefanía Malen færði Elizu Reid forsetafrú fallega rauða tertu sem …
Stefanía Malen færði Elizu Reid forsetafrú fallega rauða tertu sem var sérstaklega gerð fyrir forsetahjónin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hefur verið haldið síðan 1971

Heims­meist­ara­mótið hef­ur verið hald­ið síðan árið 1971, fyrst í Berlín í Þýskalandi. Upp­haf­lega voru kepp­end­ur fáir, en eft­ir því sem árin hafa liðið hafa fleiri og fleiri lönd sent þátt­tak­end­ur til að taka þátt í þess­ari spenn­andi keppni. Keppn­in hef­ur gengið und­ir nafn­inu heims­meist­ara­keppni ungra bak­ara. 

Hekla Guðrún við móttökuna.
Hekla Guðrún við móttökuna. mbl.is/Kristinn Magnússon
Árni Þorvarðarson, bakarameistari og faggreinarkennari við Hótel- og matvælaskólann.
Árni Þorvarðarson, bakarameistari og faggreinarkennari við Hótel- og matvælaskólann. mbl.is/Kristinn Magnússon
Mickael Chesnouard frá Frakklandi og fulltrúi í dómnefnd ásamt Sigurði …
Mickael Chesnouard frá Frakklandi og fulltrúi í dómnefnd ásamt Sigurði Má. mbl.is/Kristinn Magnússon
Bernd Kutcher, bak­ara­meist­ari frá Þýskalandi og yf­ir­dóm­ari keppn­inn­ar.
Bernd Kutcher, bak­ara­meist­ari frá Þýskalandi og yf­ir­dóm­ari keppn­inn­ar. mbl.is/Kristinn Magnússon
Elíza Reid forsetafrú tók við gjöfum til þeirra hjóna, Guðna …
Elíza Reid forsetafrú tók við gjöfum til þeirra hjóna, Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands, frá Sigurður Má Guðjónssyni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Mickael Chesnouard færir Elízu Reid forsetafrú þakklætisvott frá Frakklandi.
Mickael Chesnouard færir Elízu Reid forsetafrú þakklætisvott frá Frakklandi. mbl.is/Kristinn Magnússon
Gleðin var við völd í móttökunni á Bessastöðum.
Gleðin var við völd í móttökunni á Bessastöðum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Eliza Reid forsetafrú ásamt öllum keppendunum og dómnefnd keppninnar.
Eliza Reid forsetafrú ásamt öllum keppendunum og dómnefnd keppninnar. mbl.is/Kristinn Magnússon
Kransakaka var skreytt á þjóðlegan máta og súkkulaðið var í …
Kransakaka var skreytt á þjóðlegan máta og súkkulaðið var í forgrunni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert