Ungu bakararnir töfruðu fram gullfalleg listaverk og bakkelsi

Hekla Guðrún og Stefanía Malen keppa fyrir Íslands hönd á …
Hekla Guðrún og Stefanía Malen keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti ungra bakara. Hér má sjá glæsilegt hlaðborð þeirra og sýningarstykkið er augnakonfekt að njóta. mbl.is/Eyþór Árnason

Heimsmeistaramót ungra bakara hófst í Hótel- og matvælaskólanum á mánudaginn síðastliðinn, 3. júní með pomp og prakt og lýkur í dag með glæsilegri verðlaunaafhendingu. Ungu bakararnir hafa töfrað fram gullfalleg listaverk og bakkelsi sem lýsa vel sköpunarhæfileikum þeirra og ástríðu fyrir faginu.

Bernd Kutcher bakarameistari frá Þýskalandi er yfirdómari keppninnar og Sigurður …
Bernd Kutcher bakarameistari frá Þýskalandi er yfirdómari keppninnar og Sigurður Már Guðjónsson er formaður LABAK sem stendur að keppninni á Íslandi að þessu sinni. mbl.is/Eyþór Árnason

Sjö lönd taka þátt í ár

Heimsmeistaramótið hefur verið haldin síðan árið 1971, þegar hún var fyrst haldin í Berlín í Þýskalandi. Upphaflega voru keppendur fáir, en eftir því sem árin hafa liðið hafa fleiri og fleiri lönd sent þátttakendur til að taka þátt í þessari spennandi keppni. Keppnin hefur gengið undir nafninu heimsmeistarakeppni ungra bakara. Keppnin er nú haldin í fyrsta skipti á Íslandi og alls taka sjö lönd þátt. Ísland, Þýskaland, Frakkland, Svíþjóð, Spánn, Ungverjaland og Kína.

„Liðum alls staðar að úr heiminum er boðin þátttaka í keppninni. Keppnin fer fram í hinum ýmsu aðildarlöndum á víxl. Þessi lönd eru yfirleitt aðilar að Alþjóðasambandi bakara og sælgætisframleiðenda, UIBC. Keppnin er mikilvægur vettvangur fyrir unga bakara til að sýna hæfileika sína, læra af öðrum og deila reynslu sinni. Öll lið verða að framleiða 140 vörur í 13 mismunandi gerðum, auk sýningarstykkis sem þykir oft tilkomumikið og krefjandi,“ segir Sigurður Már Guðjónsson formaður LABAK sem einnig situr í dómnefnd.

Keppt í fimm flokkum

Flokkarnir sem keppt er í eru fimm talsins:

  • Flokkur 1: Brauð
  • Flokkur 2: Rúnstykki
  • Flokkur 3: Brios brauð
  • Flokkur 4: Croissant
  • Flokkur 5: Sýningarstykki

Keppnin sjálf fer fram á þriggja daga tímabili og enda úrslitunum sem verða tilkynnt í Hótel- og matvælaskólanum í dag, 5. júní klukkan 16:30. „Þetta er spennandi tími fyrir keppendur, þar sem þeir fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og keppa við jafningja sína frá öðrum löndum. Úrslitin munu án efa marka hápunktinn í þessari áhugaverðu keppni og veita verðlaunahöfunum viðurkenningu fyrir dugnað sinn og hæfileika,“ segir Sigurður enn fremur.

Efla hæfileika ungra bakara

„Með þessari keppni er ekki aðeins verið að efla hæfileika ungra bakara, heldur einnig að stuðla að aukinni vitund og áhuga á bakstri sem listgrein og starfsgrein. Alþjóðasamband bakara og sælgætisframleiðenda, UIBC, heldur áfram að styðja við bakið á ungu bökurunum og skapa tækifæri fyrir þá til að þróast og vaxa í sínu fagi,“ segir Sigurður að lokum. 

Það verður spennandi að fylgjast með úrslitunum og þau verða að sjálfsögðu kunngerð hér á matarvefnum.

Glæsilegt er um að litast á háborðum keppenda þar sem …
Glæsilegt er um að litast á háborðum keppenda þar sem listrænir hæfileikar þeirra birtast í bakstrinum. mbl.is/Eyþór Árnason
Fangar bæði augu og munn.
Fangar bæði augu og munn. mbl.is/Eyþór Árnason
Keppendur voru einbeittir við baksturinn.
Keppendur voru einbeittir við baksturinn. mbl.is/Eyþór Árnason
Allt er þaulskipulagt.
Allt er þaulskipulagt. mbl.is/Eyþór Árnason
Bakstur er svo sannarlega listgrein.
Bakstur er svo sannarlega listgrein. mbl.is/Eyþór Árnason
Agi, seigla og metnaður á ferð.
Agi, seigla og metnaður á ferð. mbl.is/Eyþór Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert