Ekki stútfylla bakkann

Ísak Aron Jóhannsson fyrirliðið íslenska kokklandsliðsins gefur góð ráð.
Ísak Aron Jóhannsson fyrirliðið íslenska kokklandsliðsins gefur góð ráð. Samsett mynd

Ísak Aron Jó­hanns­son, fyr­irliði ís­lenska kokka­landsliðsins og eig­andi veisluþjón­ust­unn­ar ZAK, gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð hús­ráð alla föstu­daga sem nýt­ast vel við mat­ar­gerðina, bakst­ur­inn og þegar grilla skal. Að þessu sinni gef­ur Ísak góð ráð þegar elda á í ofn­inn fullt eld­fast mót eða bakka af krás­um en fólk á það til að yf­ir­fylla bakk­ana og mót­in svo eld­un­in á hrá­efn­inu verður ekki rétt.

Mik­il­vægt að dreifa matn­um jafnt

„Þegar það er eldað í ofni er mik­il­vægt að dreifa matn­um jafnt á bakka eða í eld­fast mót. Hver kann­ast ekki við að ætla baka sæt­kart­öflu­bita og bitarn­ir að ofan eru mjúk­ir en þeir fyr­ir neðan eru grjót­h­arðir en það ger­ist því hit­inn nær ekki utan um allt hrá­efnið. Sama gild­ir um fisk og kjöt, mat­ur leys­ir frá sér vatn þegar hann er eldaður og ef bakk­inn er of pakkaður get­ur það valdið því að kjötið eða fisk­ur­inn soðni við eld­un­ina. Þetta er hægt að koma í veg fyr­ir með því að dreifa á stærri bakka eða eld­fast mót, það hjálp­ar hrá­efn­inu að eld­ast jafnt og létt­ara er að fá brún­um á mat­inn. Þetta á við jafnt um fisk, kjöt og græn­meti,“ seg­ir Ísak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert