Ferskur og léttur Limoncello Spritz

Þessi kokteill er léttur, ferskur og mjög auðvelt að útbúa …
Þessi kokteill er léttur, ferskur og mjög auðvelt að útbúa sem gerir hann að hinum fullkomna kokteil fyrir sumarfögnuði. Samsett mynd

Limoncello Spritz er kokteill sem ætti að henta öllum þeim sem elska sítrónur. Hann er léttur, ferskur og mjög auðvelt að útbúa sem gerir hann að hinum fullkomna kokteil fyrir sumarfögnuði.

Limoncello er ítalskur líkjör frá Amalfi ströndinni sem gjarnan er borinn fram sem appertivo (fyrir máltíð) eða digestivo (eftir máltíð). Hann er gjarnan borinn fram í kældu glasi og er ætlað að sötra á honum í rólegheitum til að njóta bragðsins. Limoncello Spritz hefur þó verið að njóta mikilla vinsælda seinustu ár. Margir Ítalir búa til sitt eigið Limoncello með því að sameina sítrónubörk, sykur og vodka eða annan spíra.

Luxardo frá Padova á Ítalíu er framleiðandi af úrvals líkjörum og kirsuberjum sem notið hafa gífurlegra vinsælda í kokteilum. Luxardo var stofnað 1821 af Girolamo Luxardo og er fyrirtækið enn þá í eigu fjölskyldunnar og rekið af þeim.

Luxardo Limoncello Spritz.
Luxardo Limoncello Spritz. Ljósmynd/Unsplash

Luxardo Limoncello Spritz

  • 60 ml Luxardo Limoncello
  • 90 ml Tosti Prosseco
  • 30 ml sódavatn

Til skrauts:

  • Fersk mynta
  • Sítrónusneiðar
  • Eða það sem ykkur dettur í hug

Aðferð:

  1. Veljið viðeigandi glas.
  2. Fyllið glasið með klaka.
  3. Bætið limoncello, prosseco og sódavatni ofan í.
  4. Hrærið drykkinn stuttlega.
  5. Skreytið með ferskri myntu, sítrónusneið eða öðrum skemmtilegum hugmyndum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert