Föstudagspítsan: Ómótstæðilega góð pítsasamloka Árna

Föstudagspítsan er ómótstæðilega góð pítsasamloka.
Föstudagspítsan er ómótstæðilega góð pítsasamloka. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson

Föstu­dagspít­s­an er að þessu sinni ómót­stæðilega girni­leg pitsa­sam­loka og kem­ur úr smiðju Árna Þor­varðar­son­ar bak­ara­meist­ara og fag­greina­kenn­ari í Hót­el- og mat­væla­skól­an­um. Árni hef­ur mikla ástríðu fyr­ir pítsa­bakstri og nostra við pítsurn­ar. Hann hef­ur prófað alls kon­ar út­gáf­ur og ein af hans upp­á­halds er pítsa­sam­loka.

Pítsa­sam­loka er hefðbund­inn ít­alsk­ur mat­ur sem er und­ir­bú­inn með því að setja sam­an mis­mun­andi pít­sa­álegg á sama deig. Það er eins og að búa til eina stóra pítsu sem er skipt upp, hver hluti með sínu áleggi. Sam­lok­an er oft­ast búin til með því að nota þunnt pítsu­deig sem er flatt út í rétt­hyrn­inga eða hringi. Í hverj­um hluta er síðan sett á álegg eins og pepp­eróní, svepp­ir, paprika, an­an­as, ólífu­olía, ost­ur og margt fleira. Pítsa­sam­lok­an er síðan bökuð í ofni þar til deigið er gull­brúnt og áleggið er hitað og brúnt. Hún er oft­ast skor­in í fjölda sneiða og gjarn­an notuð í veisl­um af ýmsu tagi. Upp­lagt er að brjóta botn­ana sam­an þannig að úr verði sam­loka. Það er al­gengt að pítsa­sam­loka sé bor­in fram með mis­mun­andi teg­und­um af sós­um, eins og tóm­atsósu, hvít­laukssósu eða pestó, allt eft­ir smekk. Árni er hér með sína upp­á­halds­upp­skrift að pítsa­sam­loku en hver og einn get­ur valið sitt upp­á­halds á pítsa­sam­lok­una og leikið sér með hrá­efnið.

Árni hefur mikla ástríðu fyrir pítsabakstri og hefur búið til …
Árni hef­ur mikla ástríðu fyr­ir pítsa­bakstri og hef­ur búið til alls kon­ar út­gáf­ur af girni­leg­um pítsum og meðal ann­ars þessa pítsa­sam­loku. Ljós­mynd/Á​rni Þor­varðar­son

Föstudagspítsan: Ómótstæðilega góð pítsasamloka Árna

Vista Prenta

Pítsa­sam­loka

8 pít­sa­kúl­ur (125 g)

  • 581 g pít­sa­hveiti                              
  • 365 g vatn 26°C             
  • 17 g súr­deig( má sleppa)         
  • 5 g þurr­ger                                                              
  • 17 g salt                                                  
  • 17 g olía

Aðferð:                                                   

  1. Vigtið sam­an hveiti, vatn, súr og ger.
  2. Setjið í hræri­véla­skál með krók.
  3. Hrærið sam­an í 5 mín­út­ur á 30% hraða.
  4. Eft­ir 5 mín­út­ur bætið þið salt­inu við og hrærið áfram í 5 mín­út­ur í viðbót.
  5. Eft­ir aðrar 5 mín­út­ur er olí­an sett sam­an við og deigið hrært í síðustu 5 mín­út­urn­ar.
  6. Eft­ir þetta hafið þið hrært deigið í sam­tals 15 mín­út­ur.
  7. Leyfið deig­inu að hvílast í 2 klukku­tíma við stofu­hita.
  8. Vigtið deigið niður í 8* 125 gramma kúl­ur og setjið í lokað box og í kæli í lág­marki 12 tíma.
  9. Fletjið deigið út í hring með hveiti und­ir.
  10. Berið ólífu­olíu yfir botn­inn og brjótið sam­an.
  11. Bakað í 400°C  500°C heit­um pitsa­ofni (viðar eða gas) í 120-180 sek­únd­ur.

Álegg ofan á pítsa­sam­lok­urn­ar

  • 1 – 2 stk. mozzar­ella­osta­kúl­ur (stór­ar)
  • 2-3 stór­ir tóm­at­ar
  • 1 pk. kletta­sal­at
  • 1 pk. furu­hnet­ur
  • Bal­sa­mik eft­ir smekk

Aðferð við sam­setn­ingu:

  1. Setjið sneiðar af mozzar­ella og tómöt­um á víxl ofan botn­ana eft­ir bakst­ur.
  2. Setjið loks kletta­sal­at, furu­hnet­ur og bal­sa­mik og brjótið sam­an þannig að úr verði sam­lok­ur.
  3. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert