Hinar rómuðu Olifa-pitsur hluti af veitingaframboði Elmu

Olifa La Madre Pizza er hugarfóstur hjónanna Ásu Maríu Regins …
Olifa La Madre Pizza er hugarfóstur hjónanna Ásu Maríu Regins og Emils Hallfreðssonar. Ljósmynd/Aðsend

Elma, veitingaþjónusta Landspítala, og hinnrómaði veitingastaður
Olifa La Madre Pizza, hafa gengið til samstarfs og fást nú brakandi stökkar Olifa-pitsur í Elmu-matsölum Landspítala við Hringbraut og í Fossvogi.

Undanfarin misseri hefur mikil vöruþróun og umbætur átt sér stað á rekstri, þjónustu og vöruframboði veitingaþjónustu Landspítalans þar sem matreiddar eru um 6.000 máltíðir á degi hverjum fyrir sjúklinga, starfsfólk og gesti.

„Við erum himinlifandi með samstarfið við Olifa La Madre Pizza. Undanfarin misseri höfum við lagt enn meiri áherslu á fjölbreytni og gæði í vöruframboði okkar, en umfram allt að hlusta á hvað viðskiptavinir okkar vilja og þar hafa pitsur verið ofarlega á lista. Olifa er frábær samstarfsaðili í þeim efnum en pitsurnar eru úr sérvöldum hráefnum og aðeins öðruvísi en það sem fólk þekkir. Viðtökur viðskiptavina okkar hafa farið langt fram úr væntingum og við erum mjög spennt fyrir framhaldinu“ segir Viktor Ellertsson, deildarstjóri veitingaþjónustu Landspítalans.

Jóhannes Ásbjörnsson frá Olifa La Madre Pizza og Viktor Ellertsson …
Jóhannes Ásbjörnsson frá Olifa La Madre Pizza og Viktor Ellertsson deildarstjóri veitingaþjónustu Landspítalans eru ánægðir með samstarfið. Hér eru þeir með Fiodor Olari og Elinu Rustamova. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hugarfóstur Ásu og Emils

Olifa La Madre Pizza er hugarfóstur hjónanna Ásu Maríu Reginsdóttur og Emils Hallfreðssonar, en þau hafa búið á Ítalíu síðastliðin 17 ár þar sem Emil hefur leikið knattspyrnu. Olifa-ferðalagið hófst í eldhúsinu hjá þeim á Ítalíu þegar þau stofnuðu Olifa-fyrirtækið og hófu að flytja inn ítalskar upprunavottaðar jómfrúarolíur og fleiri hágæða upprunavottaðar vörur undir merkjum Olifa. Þetta ferðalag náði svo hápunkti þegar þau hófu að bjóða hinar gómsætu pala-pitsur á Olifa La Madre Pizza á Suðurlandsbraut 12 og í Krónunni í Skeifunni.

„Við erum afar stolt af því að Landspítalinn velji okkar vörur enda höfum við frá upphafi lagt áherslu á hágæða hráefni og ekki hvað síst á heilsubætandi áhrif jómfrúarolíanna okkar. Ég hef um langt árabil brunnið fyrir áhrifum hreinna og upprunavottaðra hráefna á lýðheilsu og almennt heilbrigði,“ segir Ása María, einn eigenda Olifa La Madre Pizza.

Ása og Emil eru iðin við að taka þátt í …
Ása og Emil eru iðin við að taka þátt í vinnunni með bændunum og þegar uppskeran er tekin inn í hús eru þau iðulega með og finnst þeim fátt skemmtilegra en að vera með í öllu ferlinu. Ljósmynd/Aðsend

Sannkallað töfradeig

Pala-pitsan sem Olifa La Madre Pizza kynnti fyrir Íslendingum er ný gerð pitsu sem nýtur sívaxandi vinsælda á Ítalíu, höfuðvígi pitsunnar í heiminum. „Pala-pitsa er ólík hinni hefðbundnu pitsu, sér í lagi þar sem hún er ekki hringlaga heldur ferhyrnd og dregur nafn sitt af ílangri viðarskóflu, pala, sem notuð er til að færa pitsudeigið í ofninn. Deigið sjálft er svo sannkallað töfradeig, brakandi stökkt og safaríkt en á sama tíma einstaklega létt í maga,“ segir Ása María en hún hefur verið dugleg við að sýna frá matarævintýri þeirra Emils á Ítalíu. Hægt er að fylgjast með Ásu á samfélagsmiðlum hennar og Olifa á @asaregins og á
@olifapizzeria.

Pitsurnar frá Olifa La Madre Pizza eru af nýrri gerð …
Pitsurnar frá Olifa La Madre Pizza eru af nýrri gerð og ólíkar hinni hefðbundnu pitsu, þær eru ferhyrndar en ekki hringlaga. Ljósmynd/Karl Petersson
Fjölbreytt ítalskt álegg er í boði ofan á pítsurnar.
Fjölbreytt ítalskt álegg er í boði ofan á pítsurnar. Ljósmynd/Karl Petersson
Girnilegar pítsur.
Girnilegar pítsur. Ljósmynd/Karl Petersson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert