Gunnella skellir í fjölbreyttan og hreinsandi vikumatseðil

Gleðigjafinn og leikkonan Gunnella Hólmarsdóttir skelliir í vikumatseðilinn að þessu …
Gleðigjafinn og leikkonan Gunnella Hólmarsdóttir skelliir í vikumatseðilinn að þessu sinni. Ljósmynd/Aðsend

Gleðigjaf­inn og leik­kon­an Gunn­ella Hólm­ars­dótt­ir á heiður­inn af vikumat­seðlin­um að þessu sinni. Hún er ekki bara leik­kona, held­ur er hún líka leik­stjóri, skemmtikraft­ur og hand­rits­höf­und­ur, svo fátt sé nefnt. Hún nýt­ur þess að snæða góðan mat í skemmti­leg­um fé­lags­skap og veit til hvaða ráðs skal grípa ef sós­an klikk­ar.

Það er sjald­an dauð stund hjá Gunn­ellu, í vet­ur stóð hún í ströngu að sýna leik­ritið Hvað ef sós­an klikk­ar? Verkið naut mik­illa vin­sælda og sýndi Gunn­ella síðustu sýn­ing­una fyr­ir troðfull­um sal í Tjarn­ar­bíó í vor en sýn­ing­in var í end­ur­sýn­ingu vegna vin­sælda.

Er að skrifa spennuþætti

Sum­arið verður anna­samt hjá henni en á döf­inni er að skemmta og sjá um veislu­stjórn­un í brúðkaup­um og árs­hátíðum. „Síðan mun ég taka að mér að vera bingó­stjóri, sjá­um gæsapartí og byrja á nýju hand­riti, „Freyðijól“, sem er jólaka­ba­rett. Loks verð ég með uppistand sem verður upp­fullt af gríni, dans og tónlist sem verður sýnt fjórða árið í röð í Bæj­ar­bíó í Hafnar­f­irði 15. nóv­em­ber næst­kom­andi. Svo er það stóra leynd­ar­málið, en ég er að skrifa spennuþætti fyr­ir fjöl­skyld­ur í sam­vinnu við Berg­dísi Júlíu Jó­hanns­dótt­ur og Glassri­ver. Má ekki segja meir, það er leyndó,“ seg­ir Gunn­ella leynd­ar­dóms­full.

Þá er komið að því að svipta hul­unni af vikumat­seðlin­um henn­ar Gunn­ellu sem er bæði fjöl­breytt­ur og hreins­andi í henn­ar anda.

Mánu­dag­ur – Bleikjutaco með mangó-chilisalsa

„Á mánu­dög­um reyni ég að hafa eitt­hvað létt í mat­inn þar sem ég er að kenna jóga á mánu­dags­kvöld­um og finnst mér óþægi­legt að borða of þungt í mag­ann áður. Svo elsk­ar gutt­inn minn bleikju svo þetta taco er full­komið. Bleikj­unni má svo skipta út fyr­ir til að mynda sæt­um kart­öfl­um eða avóka­dó ef það eru græn­met­isæt­ur á heim­il­inu eins og hjá okk­ur.“

Girnilegt bleikjutaco með mangó-chilisalsa.
Girni­legt bleikjutaco með mangó-chilisalsa. Ljós­mynd/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son

Þriðju­dag­ur - Þriðju­dagspasta

„Á þriðju­dög­um vil ég að hafa eitt­hvað auðvelt og fljót­legt. Ég elska svona „allt í eitt form“, það spar­ar upp­vaskið.“

Þriðjudagspasta með öllu í einu eldföstu móti.
Þriðju­dagspasta með öllu í einu eld­föstu móti. Ljós­mynd/​Unsplash

Miðviku­dag­ur – Ljúf­fengt og kremað kó­kos - dahl

„Þar sem dótt­ir mín er græn­met­isæta þá eld­um við mikið af græn­met­is­rétt­um. Það er fátt betra fyr­ir sál­ina og mag­ann en ljúf­feng dahl-skál. Mæli svo með að gera meira en minna svo hægt sé að taka með nesti dag­inn eft­ir.“

Ljúffengt kremað kó­kos-dahl.
Ljúf­fengt kremað kó­kos-dahl. Ljós­mynd/​Hild­ur Ómars­dótt­ir

Fimmtu­dag­ur – Græn­met­is­rétt­ur­inn sem ung­ling­arn­ir elska

„Fimmtu­dags­rétt­ur­inn er svona dúlle­rí sem gott er að láta malla í dágóðan tíma. Hér má taka út fiskisós­una svo rétt­ur­inn sé fyr­ir alla.“

Grænmetisréttur sem allir eiga eftir að elska.
Græn­met­is­rétt­ur sem all­ir eiga eft­ir að elska. Ljós­mynd/​Svava Gunn­ars­dótt­ir

Föstu­dag­ur – Hrís­grjóna­vefj­ur að hætti Helgu Möggu

„Nýj­asta æðið á heim­il­inu eru hrís­grjóna­vefj­ur. Þær hafa nán­ast tekið yfir pít­sa­kvöld­in en það er svo mik­il stemn­ing að setj­ast niður með fjöl­skyld­unni á föstu­dags­kvöldi þar sem við sitj­um og spjöll­um á meðan við rúll­um okk­ur upp vefj­um.“

Hrísgrjónavefjurnar hennar Helgu Möggu hafa slegið í gegn.
Hrís­grjóna­vefj­urn­ar henn­ar Helgu Möggu hafa slegið í gegn. Sam­sett mynd

Laug­ar­dag­ur – Chilli con car­ne

„Það er fátt betra en gott chilli con car­ne eða chilli zin car­ne. Nachos og einn ís­kald­ur öskra hrein­lega laug­ar­dag­ur.  Ef þið vlijið veg­an út­gáfu þá er laga að skipta út hakk­inu fyr­ir veg­an hakk og öðrum mjólk­ur­vör­um fyr­ir veg­an vör­ur.

Hvað er girnilegra?
Hvað er girni­legra? Ljós­mynd/​Unsplash

Sunnu­dag­ur – Nær­andi og hreins­andi gul­rót­arsúpa

„Við elsk­um súp­ur. Ég geri oft­ast súp­ur úr af­göng­um þar sem ég hreinsa út allt græn­metið úr ís­skápn­um. Þar nota ég ekki upp­skrift. En þessi upp­skrift hljóm­ar sjúk­lega vel. Sunnu­dag­ur er til­val­inn hreins­un­ar­dag­ur. Bæði fyr­ir ís­skáp­inn og melt­ing­una.“

Nærandi og hreinsandi gulrótarsúpa.
Nær­andi og hreins­andi gul­rót­arsúpa. Ljós­mynd/Í​slenskt.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert