Hver elskar ekki makkarónur með osti?

Nigella Lawson kann að gera dásamlega góðan makkarónurétt með osti.
Nigella Lawson kann að gera dásamlega góðan makkarónurétt með osti. Samsett mynd

Galdurinn við hinn fullkomna rétt með makkarónum með osti er hvíta sósan ljúfa. Eldhúsgyðjan Nigella Lawson er á því að margir hræðist að gera þessa ofnbökuðu hvítu sósu og er því búin að gera einfaldari útgáfu að réttinum. Þá er í raun engin ostasósa heldur dásamlega mikið af osti, eggjum og dósamjólk.

Makkarónur með osti

Fyrir 4

  • 250 g makkarónur
  • 250 þroskaður cheddar ostur eða öðrum osti
  • 250 ml dósamjólk
  • 2 egg
  • Nýmalað múskat
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Forhitið ofninn upp í 220°C.
  2. Sjóðið makkarónurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka, hellið af þeim og setjið aftur í heitan pottinn.
  3. Á meðan makkarónurnar sjóða skal setja ostinn, dósamjólk, egg og múskat í matvinnsluvél eða blandara og hræra saman. Annars má rífa ostinn og blanda öllu saman í höndunum.
  4. Hellið ostasósunni yfir makkarónurnar, hrærið vel og kryddið til með salti og pipar eftir smekk.
  5. Skellið í meðal stórt fat eða eldfast mót, vítt og grunn er best, og bakið réttinn í mjög heitum ofni í um það bil 10 til 15 mínútur eða þangað til rétturinn kraumar og er orðinn gullinbrún að ofan.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert