Frægasta Instragram-tré Íslands baðar sig í sviðsljósinu

Fræga Instagram-tréð skartar sínu fegursta á nýjum stað.
Fræga Instagram-tréð skartar sínu fegursta á nýjum stað. Samsett mynd

Hið al­kunna Punk-Instagram tré aug­lýst til sölu í apríl síðastliðinn þegar veitingastaðurinn Punk hætti starfsemi eins og fram kom á mat­ar­vef mbl.is . Tréð seld­ist nán­ast um leið og það var aug­lýst til sölu og eitt mest ljós­myndaða tré lands­ins eign­aðist nýja eig­end­ur. Nú er tréð búið að fá sinn stað á sínu nýja heimili, á Pósthúsinu Mathöll við Pósthússtræti í hjarta borgarinnar.

Laðar að með sínu aðdráttarafli og fegurð

Matargestir á Póst­hús­inu njóta þessa dagana hins fræga Instagram-trés en það laðar gesti að með sinni ein­stöku feg­urð og aðdrátt­ar­afli sem aldrei fyrr. Nú hefur tréð fengið nýtt kennileiti og er myndað bak og fyrir af matargestum og nýtur þess að vera baðað í sviðsljósinu sem aldrei fyrr.

Pósthús Mathöll er staðsett við Pósthússtræti 5 í hjarta miðborgarinnar.
Pósthús Mathöll er staðsett við Pósthússtræti 5 í hjarta miðborgarinnar. mbl.is/Ásdís
Ljósmynd/Pósthús Mathöll
Ljósmynd/Pósthús Mathöll
Bleiki liturinn laðar að.
Bleiki liturinn laðar að. Ljósmynd/Pósthús Mathöll
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert