Strangheiðarlegt og fljótlegt pylsupasta að hætti Snorra

Snorri Guðmundsson sælkeri fær sér stundum strangheiðarleg pylsupasta sem tekur …
Snorri Guðmundsson sælkeri fær sér stundum strangheiðarleg pylsupasta sem tekur innan við 15 mínútur að gera. Samsett mynd

Hver man ekki eft­ir því að hafa fengið pylsup­asta á bernsku­ár­un­um? Pylsup­asta var í upp­á­haldi hjá mörg­um og mik­il eft­ir­vænt­ing ríkti þegar það var í mat­inn.

Þessi upp­skrift að pylsup­asta er strang­heiðarleg og tek­ur stutta stund að út­búa.  Heiður­inn af þess­ari upp­skrift á Snorri Guðmunds­son hjá Mat­ur og mynd­ir en þetta pylsup­asta er með kalamata ólíf­um, chili­f­lög­um og basilíku sem ger­ir það full­orðins.

„Þetta er mitt „go-to“ pasta á virk­um dög­um þegar mig lang­ar í eitt­hvað sér­stak­lega ljúf­fengt en hef ekki endi­lega ork­una í að standa í eld­hús­inu leng­ur en 10-15 mín­út­ur. Ég geri það þó ör­lítið „full­orðins­legra“ með því að bæta við kalamata ólíf­um og rauðum chili­f­lög­um,“ seg­ir Snorri og bæt­ir við að auðvitað megi sleppa chili­f­lög­un­um fyr­ir þau sem yngri eru.

Girnilegt pylsupasta sem gleður bæði augu og munn.
Girni­legt pylsup­asta sem gleður bæði augu og munn. Ljós­mynd/​Snorri Guðmunds­son

Strangheiðarlegt og fljótlegt pylsupasta að hætti Snorra

Vista Prenta

Strang­heiðarlegt pylsup­asta með kalamata ólíf­um og rauðum chili­f­lög­um

Fyr­ir 2-3

  • 5 stk. pyls­ur
  • 1 pk. ferskt spaghetti
  • 150 ml rjómi
  • 250 basilíku pastasósa
  • 1 tsk. kjúk­lingakraft­ur Oscar
  • 1 tsk. kjöt­kraft­ur Oscar
  • 40 g kalamata ólíf­ur
  • 20 g par­mesanost­ur
  • 6 g basilíka fersk eða eft­ir smekk
  • Rauðar chili­f­lög­ur, eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið vatn í pott með ríf­legu magni af salti og náið upp suðu.
  2. Sneiðið pyls­ur í þunn­ar sneiðar.
  3. Sneiðið ólíf­ur og grófsaxið basilíku.
  4. Hitið olíu á pönnu við meðal­há­an hita og steikið pylsusneiðarn­ar þar til þær eru farn­ar að taka lit.
  5. Bætið pastasósu, rjóma, kjúk­lingakrafti, kjöt­krafti og ólíf­um út á pönn­una.
  6. Rífið helm­ing­inn af par­mesanost­in­um sam­an við og lækkið hit­ann svo það kraumi ró­lega í sós­unni.
  7. Sjóðið pasta í 2-3 mín­út­ur eft­ir leiðbein­ing­um á umbúðum.
  8. Sigtið vatnið frá spaghettí­inu og blandið spaghettí­inu svo sam­an við sós­una ásamt basilíku og chili­f­lög­um eft­ir smekk.
  9. Rífið rest­ina af par­mesanost­in­um sam­an við, smakkið til með salti og pip­ar og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert