Sumarlegir borgarar með súrsuðum gúrkum og pikkluðum rauðlauk

Þessi lítur vel út og kallar á hungur.
Þessi lítur vel út og kallar á hungur. Ljósmynd/Ída Pálsdóttir

Þegar sólin fer að skína er gaman að grilla girnilega rétti og njóta, alveg sama hvaða dagur er. Hér erum við með sumarlega veganborgara sem koma úr smiðju Ellu Stínu sem er þekkt er fyrir vegan vörurnar sínar sem bera einfaldlega heitið Ella Stína. Á veganborgarana er gott að setja heimagerðar súrar gúrkur og pikklaðan rauðlauk, svo er auðvitað hægt að velja meðlæti eftir smekk hvers og eins.

Vegan borgarar með súrsuðum gúrkum og pikkluðum rauðlauk

Vegan borgarar

Fyrir 4

  • 1 pk. Vegan buff Ellu Stínu, 4 buff
  • 4 hamborgarabrauð
  • Hamborgarasósa Ellu Stínu
  • Vegan ostsneiðar
  • Ferskt salat að eigin vali
  • 2-3 tómatar
  • Súrar gúrkur (uppskrift að neðan)
  • Pikklaður rauðlaukur (uppskrift að neðan).

Heimagerðar súrar gúrkur

  • 1 gúrka
  • 1 dl vatn
  • 1 dl hrísgrjónaedik
  • 1 msk. sykur
  • 2 tsk. salt
  • Nýmalaður svartur pipar
  • 2 pressuð hvítlauksrif

Aðferð:

  1. Skerið gúrkuna í þunnar sneiðar og setjið í stóra krukku eða ílát úr gleri.
  2. Hellið vatninu og edikinu yfir ásamt sykri, salti, pipar og pressuðum hvítlauk.
  3. Geymið í kæli í um það bil 1 klukkustund, en Ellu Stínu finnst gúrkurnar bestar eftir um 4-5 klukkustundir í kæli.

Pikklaður rauðlaukur

  • 2 rauðlaukar 
  • 2 dl vatn
  • 2 dl edik, hægt að blanda saman rauðvínsediki og eplaediki
  • 1 msk. sykur
  • 2 tsk. salt 

Aðferð:

  1. Hitið edik, vatn, sykur og salt í potti.
  2. Skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar og setjið ofan í stóra krukku eða ílát úr gleri.
  3. Hellið ediksblöndunni yfir rauðlaukinn.
  4. Látið standa í að minnsta kosti hálftíma en þá hefur laukurinn fengið fagurbleikan lit.
  5. Geymist í kæli.

Samsetning

  1. Grillið eða steikið vegan buffin og kryddið með salti og pipar.
  2. Setjið ostinn ofan á og haldið lokinu á pönnunni/grillinu svo osturinn bráðni betur.
  3. Grillið eða hitið hamborgarabrauðin svo þau haldist þó mjúk að innan.
  4. Setjið nú hamborgarana saman með hamborgarasósu, salati, súrum gúrkum, tómötum, pikkluðum lauk og vegan buffi.
  5. Berið fram á fallegu diskum eða viðarbretti og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert