Hátíðlegt og fágað borðhald hjá nöfnunum að tilefni 17. júní

Anna Lísa Rasmussen og Anna Berglind Júlídóttir elska að skreyta …
Anna Lísa Rasmussen og Anna Berglind Júlídóttir elska að skreyta veisluborð. Þær eru búnar að ákveða hátíðarborðið fyrir þjóðhátíðardag Íslendinga 17. júní næstkomandi. Samsett mynd

Nöfn­urn­ar Anna Lísa Rasmus­sen og Anna Berg­lind Júlí­dótt­ir eru mikl­ir fag­ur­ker­ar og vita fátt skemmti­legra en að skreyta heim­il­in sín og leggja fal­lega á borð. Þegar hátíðleg til­efni eru fram und­an eins og þjóðhátíðardag­ur Íslend­inga, 17. júní, leggja þær enn meira í skreyt­ing­arn­ar og fara alla leið. Í ár ætla þær að leggja meira upp úr því að vera með hátíðlegt og fágað borð þar sem 80 ára lýðveldisaf­mæl­inu verður fagnað.

Anna Lísa og Anna Berg­lind eru báðar bú­sett­ar í Þor­láks­höfn og kynnt­ust árið 2015. „Við kom­umst fljótt að því að sam­eig­in­leg­ur áhugi okk­ar var að skreyta heim­ilið og leggja á borð. Hvor­ug okk­ar hef­ur starfað við það en við erum aðeins farn­ar að aðstoða fólk við að skreyta fyr­ir hvers kyns boð og ef tæki­færi gefst þá gæt­um við vel hugsað okk­ur að taka að okk­ur verk­efni því tengdu en ekki skort­ir okk­ur vin­kon­un­um hug­mynda­flugið þegar kem­ur að skreyt­ing­um,“ seg­ir Anna Berg­lind og bæt­ir við að þetta sé líka þeirra ástríða.

Fágaðar og fallegar skreytingar þar sem íslensku fánalitirnir eru forgrunni.
Fágaðar og fal­leg­ar skreyt­ing­ar þar sem ís­lensku fána­lit­irn­ir eru for­grunni. Ljós­mynd/​Anna Lísa

Gefa fólki ein­hverj­ar hug­mynd­ir

„Ef áhugi er fyr­ir hendi að nýta sér þessa þjón­ustu er hægt að sjá mynd­ir af borðskreyt­ing­um inn á In­sta­gram-síðunni okk­ar en hún ber heitið Skreyt­um borð. Til­gang­ur­inn með síðunni er að gefa þeim sem ekki telja sig hafa getu til að skreyta hug­mynd­ir sem hægt er að nýta sér. Þó ekki sé langt síðan við byrjuðum á þessu uppá­tæki er samt komið tölu­vert af mynd­um þarna inn sem ættu að gefa fólki ein­hverja hug­mynd­ir um hvað við erum að gera,“ seg­ir Anna Berg­lind enn frem­ur.

Fara í skrúðgöngu í fylgd með lúðrasveit­inni

Aðspurðar segj­ast þær ávallt taka þátt í hátíðar­höld­un­um á 17. júní og í fram­hald­inu bjóða upp á þjóðleg­ar veit­ing­ar og skreyta með ís­lensku fána­lit­un­um. „Í gegn­um tíðina höf­um við farið í skrúðgöngu og fylgt okk­ar stór­kost­legu lúðrasveit í Skrúðgarð Þor­láks­hafn­ar þar sem 17. júní hátíðardag­skrá­in fer fram. Það er ávallt af­skap­lega hátíðleg stund. Að henni lok­inni höf­um við svo oft­ast farið heim þar sem við höf­um verið bún­ar að leggja á borð fyr­ir hátíðarkaffið,“ seg­ir Anna Lísa.

Skonsu­terta með rækju­sal­ati og rjómapönnu­kök­ur

Kræs­ing­arn­ar sem hef­ur verið boðið upp á hafa iðulega verið þjóðleg­ar. „Við höf­um lagt upp úr því að hafa ein­hvers kon­ar tertu skreytta í fána­lit­un­um í til­efni dags­ins. Ásamt henni höf­um við verið með ýmsa brauðrétti, skonsu­tertu með rækju­sal­ati sem Auður Helga móðir Önnu Berg­lind­ar töfr­ar ávallt fram og þykir ómiss­andi eins og rjómapönnu­kök­urn­ar sem alltaf slá í gegn og eru full­komn­ar á hátíðar­borðið,“ seg­ir Anna Lísa og bæt­ir við að eft­ir kaffið séu all­ir yf­ir­leitt svo vel mett­ir að þær hafi bara boðið upp á létt­an kvöld­verð. „Ekki er svo óal­gengt að heim­il­is­fólkið læði sér seinna um kvöldið og bæti aðeins á sig af kaffi­veit­ing­un­um frá því fyrr um dag­inn.“

Þjóðlega terta í íslensku fánalitunum.
Þjóðlega terta í ís­lensku fána­lit­un­um. Ljós­mynd/​Anna Lísa

Hátíðlegra í ár í til­efni að 80 ára lýðveldisaf­mæl­inu

„Í ár ákváðum við að hafa borðið í fínni kant­in­um í til­efni 80 ára lýðveldisaf­mæl­is og völd­um við því hvít­an dúk og bætt­um við blúndudúk sem teng­ir okk­ur við gamla tím­ann þó þeir séu vissu­lega klass­ísk­ir. Við steypt­um til að mynda í mót­um kerta­stjaka úr gifsi tölustaf­ina 1,7,0 og 6 eins og sjá má á mynd­un­um. Einnig 8 og 0 í til­efni af af­mæl­inu en við reyn­um alltaf að hafa eitt­hvað skraut sem er öðru­vísi og ein­kenn­ir okk­ur,“ seg­ir Anna Lísa með bros á vör.

Hægt er að fylgj­ast með nöfn­un­um á In­sta­gram-síðu þeirra hér.

Frumlegir kertastjakar gerðir úr gifsi með dagsetningunni á þjóðhátíðardegi Íslendinga.
Frum­leg­ir kerta­stjak­ar gerðir úr gifsi með dag­setn­ing­unni á þjóðhátíðar­degi Íslend­inga. Ljós­mynd/​Anna Lísa
Fallegir dúkar prýða hátíðarborðið og klassískur blúndudúkur setur punktinn yfir …
Fal­leg­ir dúk­ar prýða hátíðar­borðið og klass­ísk­ur blúndudúk­ur set­ur punkt­inn yfir i-ið. Ljós­mynd/​Anna Lísa
Hvítar rósir í tilefni dagsins ásamt 80 ára afmælis ártalinu.
Hvít­ar rós­ir í til­efni dags­ins ásamt 80 ára af­mæl­is ár­tal­inu. Ljós­mynd/​Anna Lísa
Falleg veggskreyting.
Fal­leg vegg­skreyt­ing. Ljós­mynd/​Anna Lísa
Rauður kokteill og hvítir sykurpúðar.
Rauður kokteill og hvít­ir syk­ur­púðar. Ljós­mynd/​Anna Lísa
Fánalitirinir í kræsingunum á mörgum hæðum.
Fána­lit­ir­in­ir í kræs­ing­un­um á mörg­um hæðum. Ljós­mynd/​Anna Lísa
Frumlegt og fágað.
Frum­legt og fágað. Ljós­mynd/​Anna Lísa
Hvíti liturinn er allsráðandi.
Hvíti lit­ur­inn er alls­ráðandi. Ljós­mynd/​Anna Lísa
Servíettubrotið er falleg hvít rós sem skartar íslenska fánanum. Virðingarvert.
Serví­ettu­brotið er fal­leg hvít rós sem skart­ar ís­lenska fán­an­um. Virðing­ar­vert. Ljós­mynd/​Anna Lísa
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert