17. júní kokteillinn „Svört Dalía“ með þúsundum kanilstjarna

Svarta Dalían, 17. júní kokteillinn með þúsundum kanilstjarna.
Svarta Dalían, 17. júní kokteillinn með þúsundum kanilstjarna. Samsett mynd/Marino Thorlacius

Hér er á ferðinni náttúruleg flugeldasýning í glasi og neistandi kanill fyllir húsið af dásamlegum ilmi. Þessi desert-drykkur eða kokteill er eins og tiramisu og espresso martini hafi eignast barn saman. Fullkominn desert á þjóðhátíðardaginn með nýsteiktum ástarpungunum eða pönnukökukaffinu en mikið neistaflug verður við gerð drykkjarins. Heiðurinn af kokteilnum á Sigríður Soffía Níelsdóttir, alla jafna kölluð Sigga Soffía, dansari og listakona en hann er gerður í samvinnu við barþjónana á Mýrinni Brasserie.

Nafngiftin úr flugeldafræðum

Kokteillinn Svört Dalía var fyrst kynntur á opnun Eldblóma en heitir á ensku „blackdaliadestroyerwiththousendsofcinnamonstars“  nafngiftin er  úr flugeldafræðunum en flugeldar bera flókin nöfn sem eru sett upp eftir ákveðnu kerfi. Furðulega löng og óþjál nöfn flugeldana  lýsa lit, lögun, hreyfieiginleika og ljóði.

Það má með sanni segja að Svört Dalía með þúsundum kanilstjarna sé fullkomin leið til að enda kvöldið í ljósum logum. Sigga Soffía dansari og listamaður var með eldfimasta bar Hönnunarmars en hún hefur hannað flugeldasýningar bæði hérlendis á menningarnótt og farið fyrir íslands hönd til Barcelona með flugeldaverk sitt „Northern Nights“ en  á Hönnunarsafni íslands er hægt að sjá myndir og skissur af flugeldahönnun hennar. 17.  júní er lokadagur sýningarinnar Eldblóm - hvernig dans varð vöruhönnun. Sigga Soffía verður með leiðsögn um sýninguna á Hönnnunarsafninu í Garðabæ þann 16. júní kl 13:00 svo þeir sem hafa ekki kynnt sér þetta fjölbreytta verkefni um hvernig blóm úr listaverki í Hallargarðinum er orðið að íslenskum líkjör hafa enn möguleika á að sjá.

Þessi kokteill eða desert-drykkur á svo sannarlega eftir að slá …
Þessi kokteill eða desert-drykkur á svo sannarlega eftir að slá í gegn á 17. júní. Ljósmynd/Marino Thorlacius

Svört Dalía

Fyrir 1

  • 15 ml  Eldblóma Elexír
  • 20 ml Shankys wip
  • 20 ml Amaro montengro
  • Klaki eftir þörfum og smekk
  • Létt þeyttur rjómi
  • Kanill til skreytingar

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið nema létt þeytta rjómann og kanill saman í kokteilhristara með klaka.
  2. Dragið klakana frá og hellið drykknum í tulip glas á fæti.
  3. Hellið léttþeyttum rjóma varlega yfir drykkinn
  4. Stillið eldspýtu fyrir ofan drykkinn og stráið kanil stráð varlega yfir logana sem neista
  5. Brunninn kanill myndar ilmandi neistaflug.
  6. Berið fram og njótið.
Sigríður Soffía Níelsdóttir eða Sigga Soffía eins og hún er …
Sigríður Soffía Níelsdóttir eða Sigga Soffía eins og hún er alla jafna kölluð, útbjó kokteilinn í samstarfi við barþjónana á Mýrinni Brasserie. Ljósmynd/Marino Thorlacius
Þvílík flugeldasýning þegar þessi kokteill er blandaður.
Þvílík flugeldasýning þegar þessi kokteill er blandaður. Ljósmynd/Marino Thorlacius
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert