Tom Krús stóð fyrir Ostaköku- og brauðtertukeppni

Tómas Þóroddsson, þekktur undir nafninu Tommi Krús, veitingamaður, er í …
Tómas Þóroddsson, þekktur undir nafninu Tommi Krús, veitingamaður, er í skýjunum með þátttökuna í Ostaköku- og brauðtertusamkeppninni sem haldin var á dögunum. Samsett mynd

Tóm­as Þórodds­son, alla jafna þekkt­ur und­ir nafn­inu Tommi Krús, veit­ingamaður á Sel­fossi hef­ur und­an­far­in ár staðið fyr­ir Osta­köku­keppni á Kaffi krús á Sel­fossi. Nú í ár tóku Kaffi krús og Kon­ungs­kaffi sig sam­an og stóðu fyr­ir Osta­köku- og brauðtertu­keppni, enda hafa brauðtert­urn­ar slegið í gegn á Kon­ungs­kaffi. Sig­ur­veg­ar­ar keppn­inn­ar í ár voru Anna Mar­grét Magnús­dótt­ir fyr­ir osta­kök­una sína og Jessica Thom­as­dótt­ir fyr­ir sína brauðtertu. 

Jessica Thomasdóttir og Anna Margrét Magnúsdóttir, sigurvegarar í Ostaköku- og …
Jessica Thom­as­dótt­ir og Anna Mar­grét Magnús­dótt­ir, sig­ur­veg­ar­ar í Osta­köku- og brauðtertu­keppni Kaffi Krús­ar og Kon­ungs­kaff­is. Ljós­mynd/​sunn­lenska.is/​Jó­hanna Peter­sen

Segðu okk­ur aðeins frá til­urð þess að þið tókuð ykk­ur sam­an og stóðu fyr­ir þess­ari sæl­kera keppni, Osta­köku- og brauðtertu­keppni á dög­un­um?

„Ég rek Kaffi krús og mág­kona mín rek­ur Kon­ungs­kaffi, gár­ung­ar á Sel­fossi hafa spurt okk­ur út í sam­keppni á milli staða og á hvor­um staðnum sé betra kaffi og kök­ur og svo má lengi telja. Við bæði erum sann­færð um það að þessi kaffi­hús styrki hvort annað, enda ólík og ákváðum við yfir kaffi­bolla að halda sam­eig­in­lega keppni. Keppn­in var hald­in í nýja miðbæn­um á Sel­fossi og tókst svona rosa­lega vel, 16 kök­ur og tert­ur voru skráðar til keppni og yfir 300 manns komu til að skoða kök­urn­ar,“ seg­ir Tóm­as og er í skýj­un­um með þátt­tök­una.

Brauðtertu­gerð ann­áluð í sveit­um lands­ins

Er mik­il osta­köku- og brauðtertu­menn­ing á Sel­fossi?

„Já, ég held það sé meira en ann­ars staðar. Við erum auðvitað með stærsta mjólk­ur­bú lands­ins og þú þarft rjóma­ost í osta­köku og skyr í skyr­köku. Svo ger­ir rjóm­inn og smjör auðvitað allt betra. Eins erum við Sel­fyss­ing­ar flest­ir komn­ir af sveita­fólki og brauðtertu­gerð ann­áluð í sveit­um lands­ins.“

Gekk illa að velja sig­ur­veg­ar­ana

Mik­il gleði var með þátt­tök­una og dóm­nefnd­in var skipuð sæl­ker­um, brauðtertu- og osta­kökuaðdá­end­um. Í dóm­nefnd­inni sátu:

  • Erla Hlyns­dótt­ir frá Brauðtertu­fé­lag Erlu og Erlu
  • Ida Sofia Grund­berg frá Kökuþróun
  • Silja Hrund Ein­ars­dótt­ir frá Kon­ungs­kaffi
  • Torfi Ragn­ar Sig­urðsson sæl­keri
  • Ísak Eld­járn Tóm­as­son frá Kaffi Krús
Dómnefndina skipuðu Ísak Eldjárn, Ida Sofia Grundberg, Torfi Ragnar Sigurðsson, …
Dóm­nefnd­ina skipuðu Ísak Eld­járn, Ida Sofia Grund­berg, Torfi Ragn­ar Sig­urðsson, Erla Hlyns­dótt­ir og Silja Hrund Ein­ars­dótt­ir. Ljós­mynd/​sunn­lenska.is/​Jó­hanna Peter­sen

Hvernig gekk dóm­nefnd­inni að velja sig­ur­veg­ar­ana?

Það gekk mjög illa,“ seg­ir Tóm­as með bros á vör. „Það voru svo marg­ar kök­ur sem áttu skilið að vinna og dóm­nefnd­in var allt of lengi að störf­um, en ég er nokkuð viss um að lok­aniðurstaðan var góð. Á næsta ári verðum við með tví­skipta keppni, og sitt­hvora dóm­nefnd­ina, það er ekki hægt að leggja það á neina mann­eskju að smakka 16 kök­ur og tert­ur á 60 mín­út­um og sum­ar nokkr­um sinn­um,“ seg­ir Tóm­as sposk­ur á svip.

Vert er að geta þess sig­urkræs­ing­arn­ar eru báðar komn­ar í sölu, ostakak­an á Kaffi Krús og brauðtert­an á Kon­ungs­kaffi. Svo kaffi­hús­in skipta þessu jafnt á milli sín og eng­in sam­keppni þar á ferð.

Tómas á Kaffi Krús stóð fyrir ostaköku- og brauðtertukeppni í …
Tóm­as á Kaffi Krús stóð fyr­ir osta­köku- og brauðtertu­keppni í sam­starfi við Kon­ungs­kaffi sem hald­in var í nýja miðbæn­um á Sel­fossi. Ljós­mynd/Í​sak Eld­járn

Keppn­in verður tví­skipt að ári

„Keppn­in verður hald­in ár­lega og erum við að miða við síðustu helg­ina í maí. Á næsta ári verður hún mun stærri, flott­ari og einnig tví­skipt. Þannig að takið helg­ina frá fyr­ir Sel­foss síðustu helg­ina í maí 2025,“ seg­ir Tóm­as og bæt­ir við að þau sem stóðu að keppn­inni vilji þakka öll­um þeim kepp­end­um, dómur­um og þeim sem mættu að skoða kök­urn­ar kær­lega fyr­ir frá­bær­an dag.

Fram und­an er stór þjóðhátíðar­helgi, þar sem Íslend­ing­ar halda upp á 80 ára lýðveldisaf­mæli og 17. júní verður á mánu­dag­inn næst­kom­andi. Bú­ast má við því að brauðtert­ur og osta­kök­ur verði vin­sæl­ar á hátíðar­borðum lands­manna. Aðspurður seg­ir Tóm­as að allt verði frem­ur hefðbundið á Kaffi krús en staður­inn hafi þró­ast meira út í að vera veit­ingastaður. „Við erum alltaf með krakka­köku fyr­ir yngstu kyn­slóðina á þjóðhátíðardag­inn. Kon­ungs­kaffi verður með mikla áherslu á brauðtert­ur og vöffl­ur ásamt öll­um hinum þjóðlegu kræs­ing­un­um.“

Hul­unni svipt af upp­skrift­un­um að vinn­ingskræs­ing­un­um

Hul­unni af upp­skrift­un­um að vinn­ingskræs­ing­un­um, osta­kök­unni ljúfu og brauðtert­unni, verður svipt á Mat­ar­vef mbl.is um helg­ina. Les­end­ur mat­ar­vefs­ins eiga því von á spenn­andi upp­skrift­um fyr­ir þjóðhátíðargleðina.

Anna Margrét Magnúsdóttir bar sigur úr býtum fyrir ostakökuna sína …
Anna Mar­grét Magnús­dótt­ir bar sig­ur úr být­um fyr­ir osta­kök­una sína sem nú er hægt að fá á Kaffi Krús. Ljós­mynd/Í​sak Eld­járn
Jessica Thomasdóttir bar sigur úr býtum með þessa glæsilegu brauðtertu …
Jessica Thom­as­dótt­ir bar sig­ur úr být­um með þessa glæsi­legu brauðtertu sem hægt er að fá á Kon­ungs­kaffi. Ljós­mynd/Í​sak Eld­járn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert