„Deglazeaðu“ pönnuna og gerðu sósu

Ísak Aron Jóhannsson kennir þér að gera sósu úr litlu …
Ísak Aron Jóhannsson kennir þér að gera sósu úr litlu bitunum sem festast gjarna við pönnuna sem kallast að „deglazea“ á kokkamáli. Samsett mynd

Ísak Aron Jó­hanns­son, fyr­irliði ís­lenska kokka­landsliðsins og eig­andi veisluþjón­ust­unn­ar ZAK, gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð hús­ráð alla föstu­daga sem nýt­ast vel við mat­ar­gerðina, bakst­ur­inn og þegar grilla skal. Nú ætl­ar Ísak að kenna þér að gera sósu úr litlu bit­un­um sem fest­ast gjarna við pönn­una sem kall­ast að „deglazea“ á kokka­máli.

Frá­bær leið til að fá meira bragð úr matn­um

„Þegar þú eld­ar kjöt eða græn­meti á heitri pönnu sérðu oft­ast litla bita sem fest­ast við pönn­una, þetta kall­ast „fond“ á frönsku og er stút­fullt af bragði. Til að ná þessu bragði er til­valið að „deglazea“ pönn­una eins og það heit­ir á kokka­máli. Þú ger­ir það með því að hella víni, soði, safa, sterku áfengi eða ein­fald­lega vatni á heita pönn­una. Þannig losn­ar þetta frá pönn­unni og fer allt bragðið í vökv­ann. Næst er þetta soðið niður og get­ur þú gert sósu úr þeim vökva, annað hvort að bæta við rjóma, smjöri eða soðið það meira niður í gljáa. Frá­bær leið til að fá meira bragð úr matn­um,“ seg­ir Ísak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert