Föstudagspítsan: Fersk og óhefðbundin pítsa Finns

Finnur Prigge á heiðurinn af föstudagspítsunni að þessu sinni sem …
Finnur Prigge á heiðurinn af föstudagspítsunni að þessu sinni sem er fersk og óhefðbundin með burrata osti. Samsett mynd/mbl.is/Eyþór Árnason

Heiður­inn af föstu­dagspít­sunni á Finn­ur Prigge ný­út­skrifaður bak­ari sem ætti að vera les­end­um Mat­ar­vefs­ins vel kunn­ug­ur fyr­ir sín­ar girni­legu upp­skrift­ir að bakk­elsi og fleira ljúf­meti. Hann gerði til að mynda fal­legu rauðu tert­una, Ástar­blómið, fyr­ir for­seta­hjón­in Guðna Th. Jó­hann­es­son og El­izu Reid. Hér er hann kom­inn með upp­skrift­ina að sinni upp­á­hald­spít­su sem hann ger­ir frá grunni og mun eng­an svíkja.

Finnur Prigge er nýúskrifaður bakari og er þekktur fyrir handverk …
Finn­ur Prigge er ný­úskrifaður bak­ari og er þekkt­ur fyr­ir hand­verk sitt í bakstri. mbl.is/​Eyþór Árna­son

„Þetta er mín upp­á­hald­spít­sa, hún er fersk, bragðmik­il og fer létt í maga. Á henni er eng­inn bakaður ost­ur ein­göngu burrata sem er í miklu upp­á­haldi hjá mér um þess­ar mund­ir. Burrata er ít­alsk­ur ost­ur úr kúamjólk. Hann er sam­an­sett­ur úr tveim­ur teg­und­um af ost, ytra lagið er mozzar­ella sem er fyllt­ur með straccia­tella osti og rjóma. Ég er einnig með kletta­sal­at og ferska kirsu­berjatóm­ata sem ger­ir pítsuna ein­stak­lega ferska,“ seg­ir Finn­ur. 

Finnur gerir pítsubotnana frá grunni og kann vel til verka.
Finn­ur ger­ir pítsu­botn­ana frá grunni og kann vel til verka. mbl.is/​Eyþór Árna­son
Leikur sér með deigið í höndunum.
Leik­ur sér með deigið í hönd­un­um. mbl.is/​Eyþór Árna­son
Handbragðið flott.
Hand­bragðið flott. mbl.is/​Eyþór Árna­son
Pítsan hans Finns lítur vel út og fangar augað.
Píts­an hans Finns lít­ur vel út og fang­ar augað. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Föstudagspítsan: Fersk og óhefðbundin pítsa Finns

Vista Prenta

Fersk, óhefðbund­in pítsa með burrata osti

Pít­sa­deig

5 kúl­ur

For­deig

(Gert með 2-3 tíma fyr­ir­vara)

  • 120 g hveiti               
  • 120 g volgt vatn        
  • ½ tsk. þurr­ger     

Aðferð:

  1. Hrærið öll hrá­efn­in sam­an með sleikju í hræri­véla­skál og leggið til hliðar í 2-3 klukku­stund­ir. 

Deig

  • Allt for­deigið (sjá upp­skrift að ofan)                                 
  • 450 ml vatn                                       
  • 800 g brauð- eða pít­sa­hveiti           
  • 20 g salt                                             
  • 45 g olía                                             
  • 1 1/​5 tsk. þurr­ger                              

Aðferð:

  1. Setjið öll hrá­efn­in í hræri­vél og hnoðið þar til slétt og fínt deig er myndað, tek­ur um  það bil 10-15 mín­út­ur.
  2. Látið deigið hvíla í skál­inni í um það bil 15 mín­út­ur.
  3. Skiptið deig­inu í 5 hluta, búið til kúl­ur og setjið í eld­fast mót eða bakka.
  4. Setjið plast yfir og í kæli yfir nótt.
  5. Takið deigið úr kæli 1-2 tím­um fyr­ir bakst­ur.
  6. Hitið ofn­inn eins mik­inn hita og hann kemst í.
  7. Fletjið út deigið í pítsur og út­búið fyr­ir bakst­ur (sjá sam­setn­ingu).
  8. Bakið pítsurn­ar þar til kant­arn­ir eru komn­ir með góðan brún­an lit.

Sam­setn­ing

Sett á fyr­ir bakst­ur

  • Pítsasósa
  • Bei­kon
  • Svart­ar ólíf­ur            

Setjið á eft­ir bakst­ur

  1. Kletta­sal­at
  2. Kirsu­berjatóm­at­ar
  3. Hakkaður burrata ost­ur
  4. Basilíku­olía
  5. Berið fram á fal­legu viðarbretti og njótið í góðum fé­lags­skap.
Ljúfmeti að njóta með burrata osti.
Ljúf­meti að njóta með burrata osti. mbl.is/​Eyþór Árna­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert