Sælkeraborgarinn hans Jafets slær öll met

Jafet Bergmann Viðarsson landsliðskokkur deilir með lesendum uppskriftinni að sínum …
Jafet Bergmann Viðarsson landsliðskokkur deilir með lesendum uppskriftinni að sínum uppáhaldshamborgara, grilluðum sælkerarborgara sem slær öll met. Samsett mynd

Jafet Bergmann Viðarsson meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu veit fátt betra á sumrin en grillaður sumarlegur sælkeraborgari sem bræðir hjörtu matgæðingsins. Hamborgarinn hans ber nafn með rentu, Sælkeraborgarinn.

Jafet er með heimabakað brauð í hamborgaranum sínum, laukssultu, hamborgara úr íslensku nautakjöt, amerískan ost, þykkt beikon og spæld egg. Ef þið viljið gera „The Ultimate burger“ leggur Jafet til að þið steikið foie gras og bætið ofan á hamborgarann. Þá eru þið komin með trylltan sælkeraborgara.

Jafet bakar sín eigin hamborgarabrauð.
Jafet bakar sín eigin hamborgarabrauð. Ljósmynd/Jafet Bergmann Viðarsson
Girnileg hamborgarabrauðin nýbökuð.
Girnileg hamborgarabrauðin nýbökuð. Ljósmynd/Jafet Bergmann Viðarsson
Jafet blandar saman nautahakki og nautafitu í hamborgarana sína sem …
Jafet blandar saman nautahakki og nautafitu í hamborgarana sína sem gerir þá meira djúsí. Ljósmynd/Jafet Bergmann Viðarsson
Heimagerðar laukssultan hans Jafets er ómissandi á sælkeraborgarann.
Heimagerðar laukssultan hans Jafets er ómissandi á sælkeraborgarann. Ljósmynd/Jafet Bergmann Viðarsson
Dýrð að sjá þessa sælkeraborgara og spælda eggið gerir þá …
Dýrð að sjá þessa sælkeraborgara og spælda eggið gerir þá svo góða. Ljósmynd/Jafet Bergmann Viðarsson

Sælkeraborgarinn hans Jafets með spældu eggi

Fyrir hamborgarann

  • 4 stk. heimabökuð hamborgarabrauð (sjá uppskrift fyrir neðan)
  • 4 stk. nautaborgarar (sjá uppskrift fyrir neðan)
  • 4-8 sneiðar amerískur ostur
  • 4 sneiðar þykkt beikon
  • 4 egg, spæld
  • Laukssultu (sjá uppskrift fyrir neðan)
  • Foie gras ef vill/valfrjálst

Hamborgarabrauð

  • 2 msk. þurrger
  • 260 g volgt vatn (um það bil 43°C)
  • 80 g grænmetisolía
  • 50 g sykur
  • 1 stórt egg, pískað
  • 1 tsk. salt
  • 360-420 g hveiti

Aðferð:

  1. Setjið saman ger og volgt vatn í stóra skál.
  2. Bætið við olíu og sykri, látið standa í 5 mínútur.
  3. Eftir 5 mínútur ætti blandan að vera freyðandi.
  4. Þeytið eggið saman við blönduna.
  5. Blandið salti og hveiti hægt saman við.
  6. Haldið áfram að bæta hveiti saman við þar til þið hafið fengið mjúkt deig.
  7. Hnoðið deigið í hrærivél með hnoðkróki í 3-5 mínútur, þar til það er slétt og teygjanlegt (Ef þið viljið ekki nota hrærivél geti þið hnoðað með höndunum).
  8. Láttu deigið hefast í um það bil 30 mínútur.
  9. Skiptið deiginu í 8 jafna hluta, mótið hvern hluta í kúlu.
  10. Hitið ofninn í 190°C.
  11. Setjið deigkúlurnar á bökunarplötu.
  12. Breiðið yfir þær með eldhúshandklæði og látið hvíla í 10 mínútur.
  13. Eftir 10 mínútur, penslið þá bollurnar með eggjablöndu.
  14. Bakið þar til bollurnar eru orðnar gylltar, tekur um það bil 8-12 mínútur.

Lauksulta

  • 1200 g laukur
  • 140 g eplaedik
  • 200 g hunang
  • 200 g smjör

Aðferð:

  1. Skerið laukinn smátt.
  2. Bræðið smjörið á pönnu yfir meðalhita.
  3. Bætið lauknum út í og steikið hann þar til hann verður gullinbrúnn.
  4. Bætið eplaediki og hunangi út í pönnuna.
  5. Látið malla og eldast þar til sultan hefur þykknað, um það bil 20-30 mínútur.
  6. Smakkið til með salti.

Hamborgarar

  • 800 g nautahakk
  • 200 g nautafita
  • Hvítlaukskrydd, paprikukrydd, msg, salt og pipar eftir smekk.

Aðferð:

  1. Blandið nautahakki og nautafitu saman í skál þar til jafnt blandað.
  2. Skiptið blöndunni í 8 jafna hluta og mótið úr þeim hamborgara.
  3. Kryddið hamborgarana með salti og pipar eftir smekk.
  4. Grillið hamborgarana á meðalhita þar til þeir ná kjörhitastigi, um það bil 4-5 mínútur á hvorri hlið fyrir meðalsteikt.
  5. Berið fram með heimabökuðu hamborgarabrauði, lauksultu, amerískum osti, þykku beikoni og spældu eggi.
  6. Berið fram og njótið.
Sælkeraborgarinn hans Jafets.
Sælkeraborgarinn hans Jafets. Ljósmynd/Jafet Bergmann Viðarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert