Vikumatseðill Sigríðar í miðjum flutningum til Hveragerðis

Sigríður Hjálmarsdóttir með nýskírða barnabarnið, Myrru Maríel, ásamt langafanum séra …
Sigríður Hjálmarsdóttir með nýskírða barnabarnið, Myrru Maríel, ásamt langafanum séra Hjálmari Jónssyni. Sigríður gaf sér tíma til að setja saman vikumatseðil í miðjum flutningum. Ljósmynd/Aðsend

Sig­ríður Hjálm­ars­dótt­ir á heiður­inn af vikumat­seðlin­um að þessu sinni sem byrj­ar á þess­um sögu­lega degi, 17. júní, þjóðhátíðar­degi Íslend­inga og 80 ára lýðveldisaf­mæli þjóðar­inn­ar. Seðill­inn er með sum­ar­legu ívafi og upp­skrift­irn­ar ein­fald­ar og fljót­leg­ar.

Sig­ríður hef­ur haft í nógu að snú­ast þessa dag­ana því hún og eig­inmaður henn­ar, Hall­dór Hall­dórs­son, eru að koma sér fyr­ir á nýju heim­ili í Hvera­gerði en Sig­ríður tók við starfi menn­ing­ar-, at­vinnu- og markaðsfull­trúa bæj­ar­ins í októ­ber síðastliðnum. En hún starfaði  áður sem fram­kvæmda­stjóri Hall­gríms­kirkju frá ár­inu 2018.

Skírn og brúðkaup rétt fyr­ir flutn­ing­ana

„Við hlökk­um til að taka þátt í lífi og starfi í þess­um fal­lega og ört vax­andi bæ sem er full­ur af orku og enda­laus­um mögu­leik­um. Svo er ekki verra að losna við að vera fast­ur í um­ferð á leiðinni til og frá vinnu alla daga. Við erum búin að eiga ynd­is­leg­an tíma í Grafar­vog­in­um og enduðum á því að halda mikla veislu þar um síðustu helgi þegar yngsta barna­barnið, Myrra Marí­el, var skírð. For­eldr­arn­ir notuðu tæki­færið og giftu sig í leiðinni svo ég fékk þann heiður að vera bæði skírn­ar­vott­ur og svaramaður í sömu at­höfn og auðvitað var það afi brúðar­inn­ar sem sá um at­höfn­ina. Þetta var al­veg dá­sam­leg­ur og ham­ingju­rík­ur dag­ur,“ seg­ir Sig­ríður með bros á vör. „Svo fór­um við bara beint í að pakka niður fyr­ir flutn­ing­ana. Það verður svo sann­ar­lega góður andi í hús­inu fyr­ir nýja eig­end­ur.“

Lítið fyr­ir flókna mat­ar­gerð

Við hjón­in erum bara tvö í heim­ili og lítið fyr­ir að vera með flókna mat­ar­gerð. Það er meira svona spari. Reynd­ar missi ég al­gjör­lega at­hygl­ina ef það eru kom­in mörg inni­halds­efni í upp­skrift og fer ósjálfrátt að velta fyr­ir mér hvort þau séu öll nauðsyn­leg,“ seg­ir Sig­ríður og hlær.

Sig­ríður seg­ist ekki vera iðin að baka þessa dag­ana en hafi gert mikið af því áður fyrr. „Ég var rosa­lega dug­leg að baka hér áður fyrr þegar dæt­ur mín­ar voru yngri. Ég var al­veg búin að sér­hæfa mig í pönnu­kök­um og ger­bakstri sem féll alltaf í góðan jarðveg en ég hef minna gert af því und­an­far­in ár. Nú er það maður­inn minn sem bak­ar meira en ég því hann sér sam­visku­sam­lega til þess að alltaf sé til frækex á heim­il­inu.“

Mikið er lagt upp úr ein­faldri elda­mennsku á heim­il­inu og nýta það sem til er að hverju sinni. „Ég á alltaf til græn­meti, ost og egg í ís­skápn­um og ef eitt­hvað af þessu vant­ar þá finnst mér ekk­ert vera til. Það er til dæm­is al­veg kjörið að skella í eggja­köku ef það eru til af­gang­ar af mat eða bara græn­meti. Ég gríp mjög gjarn­an í egg­in ef mig lang­ar í eitt­hvað fljót­legt og ein­falt.“

Nán­ast all­ar helg­ar planaðar

Sumr­in eru iðulega anna­söm hjá Sig­ríði. „Sum­arið er minn upp­á­halds­tími og við erum með nán­ast all­ar helg­ar planaðar fram í lok ág­úst bæði í leik og starfi. En það er meðal ann­ars hluti af mínu starfi hjá Hvera­gerðisbæ að halda utan um hátíðahöld­in á 17. júní svo það er stór dag­ur hjá mér í dag og svo er það skipu­lag fyr­ir bæj­ar­hátíðina Blómstrandi daga sem verður 15.-18. ág­úst þetta árið. Síðan höld­um við ár­lega hið fræga Ögur­ball í Ögri við Ísa­fjarðar­djúp en maður­inn minn er þaðan úr 7 systkina hópi sem síðustu 25 árin hef­ur viðhaldið hefðinni um að Ögur­ball sé ár­leg­ur viðburður síðan árið 1926. Ballið hef­ur stækkað ár frá ári og er nú orðin heil helgi af viðburðum en í fyrra mættu um 700 manns. Hall­dór á síðan stóraf­mæli í lok júlí og því verður auðvitað fagnað með viðeig­andi hætti,“ seg­ir Sig­ríður og bæt­ir við að sér þyki ekki leiðin­legt að hafa nóg að gera.

Loks stefn­um við á að fara hring­inn í kring­um landið á mótor­hjól­un­um okk­ar en í fyrra þurft­um við að snúa við vegna veðurs. Von­andi höf­um við tíma í það ferðalag í sum­ar. Ann­ars vil ég vera sem mest ut­an­dyra yfir sum­arið og fer helst ekki til út­landa á þeim tíma því sum­arið er svo stutt að ég vil njóta þess eins og ég get hér heima. Það er fátt eins æðis­legt og fal­legt ís­lenskt sum­ar. Þess vegna hlakka ég ein­mitt líka til að njóta þess sem Hvera­gerði hef­ur upp á að bjóða eins og göngu­leiðir, hjóla­stíg­ar, Var­má­in, Reykja­dal­ur­inn og hin ein­staka sund­laug í Lauga­sk­arði en ég held að hún til­heyri ein­hverju öðru veður­kerfi en rest­in af Íslandi því þar er eig­in­lega alltaf besta veðrið,“ seg­ir Sig­ríður að lok­um.

Hér má sjá vikumat­seðil­inn henn­ar Sig­ríðar sem hinn sum­ar­leg­asti og alls ekki flók­inn.

Mánu­dag­ur – Lit­ríkt sal­at með app­el­sínu- og engi­fer­dress­ingu

„Mánu­dag­ur er al­veg eðaldag­ur fyr­ir lit­ríkt og hreins­andi sal­at eft­ir helg­ina. Ég er voðal­ega hrif­in af engi­fer í mat­ar­gerð og það pass­ar sér­lega vel í dress­ingu með sal­ati.“

Þriðju­dag­ur – Lax með blá­berja- og rós­marínsósu

„Ég er mjög mikið fyr­ir lax og elda hann oft með græn­meti, blóm­káls­mús eða mangó-chut­ney. Þessi upp­skrift er hins veg­ar svo frá­bær því ég á alltaf aðal­blá­ber í frysti og nýti þau eins mikið og ég get í mat­ar­gerð þó megnið af þeim fari í þeyt­inga. Ég elska að gleyma mér í brekk­un­um á haust­in við að tína ber.“

Miðviku­dag­ur – Mat­ar­mikið kjúk­linga­sal­at

„Miðviku­dag­ur er al­veg kjör­inn fyr­ir gott og mat­ar­mikið kjúk­linga­sal­at. Þetta er mjög ein­falt en sér­lega girni­legt.“

Fimmtu­dag­ur – Girni­leg mexí­kósúpa

„Ég er svo aga­lega ánægð með nýja Vitamix bland­ar­ann minn að ég verð að henda í þessa girni­legu mexí­kósúpu. Hún er al­veg ekta fimmtu­dags­súpa með smá nachos og sýrðum rjóma.“

Föstu­dag­ur – Kimchi-bei­kon­borg­ara með sterkri sósu

„Að lok­inni vinnu­viku er fátt betra en að slaka á og grilla eitt­hvað gott. Al­vöru djúsí og spæsí bei­kon­borg­ari sem leik­ur við bragðlauk­ana get­ur varla klikkað. Svo finnst mér kimchi al­veg æðis­legt.“

Laug­ar­dag­ur – Lamba­kon­fekt með ristuðu kart­öflu­sal­ati

„Að sjálf­sögðu er grillað á laug­ar­dög­um í sum­ar. Þetta lamba­kon­fekt er al­veg ekta til að njóta á fal­legu laug­ar­dags­kvöldi með góðu glasi af rauðvíni.“

Sunnu­dag­ur – Ofn­bökuð langa

„Dá­sam­lega ein­föld upp­skrift sem er al­veg kjör­in til að keyra sig inn í nýja vinnu­viku.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert