Hörfræ teljast til súperfæðu

Hörfræ teljast til súperfæðu og best er að mylja þau …
Hörfræ teljast til súperfæðu og best er að mylja þau áður en þeirra er neytt. Ljósmynd/Unsplash

Hör­fræ, einnig nefnd korn­fræ, telj­ast til súper­fæðu og eru frá­bær viðbót í all­an mat. Þetta eru ör­smá olíu­fræ sem eiga upp­runa sinn að rekja í Miðaust­ur­lönd­um. Hör­fræ hafa verið upp­spretta fæðu- og hör­efna eða klæða síðustu 3000 árin sem seg­ir mikið gæði þeirra. Þrátt fyr­ir smæð sína er talið að hör­fræ geti fyr­ir­byggt eða unnið á krabba­meini og öðrum sjúk­dóm­um. Hör­fræ inni­halda omega 3 fitu­sýr­ur, trefjar og ýms­um víta­mín­um og steinefn­um sem eru góð fyr­ir lík­ama og sál.

Gott mylja hör­fræ­in fyr­ir neyslu

Vin­sæld­ir hör­fræja sem heilsu­fæði eru sí­fellt að aukast, m.a. vegna ríku­legs inni­halds þeirra af holl­um fitu­sýr­um, trefj­um og öðrum ein­stök­um plöntu­efn­um. Hör­fræ geta verið brún eða gul. Marg­ir segja að best sé að mylja fræ­in áður en þeirra er neytt og því sé snjallt að skella þeim í bland­ara og síðan bæta þeim út í gríska jóg­úr­tið, þeyt­ing­inn, hafra­graut­inn eða hvað eina sem ykk­ur lang­ar að fá ykk­ur með hör­fræj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert