Hörfræ teljast til súperfæðu

Hörfræ teljast til súperfæðu og best er að mylja þau …
Hörfræ teljast til súperfæðu og best er að mylja þau áður en þeirra er neytt. Ljósmynd/Unsplash

Hörfræ, einnig nefnd kornfræ, teljast til súperfæðu og eru frábær viðbót í allan mat. Þetta eru örsmá olíufræ sem eiga uppruna sinn að rekja í Miðausturlöndum. Hörfræ hafa verið uppspretta fæðu- og hörefna eða klæða síðustu 3000 árin sem segir mikið gæði þeirra. Þrátt fyrir smæð sína er talið að hörfræ geti fyrirbyggt eða unnið á krabbameini og öðrum sjúkdómum. Hörfræ innihalda omega 3 fitusýrur, trefjar og ýmsum vítamínum og steinefnum sem eru góð fyrir líkama og sál.

Gott mylja hörfræin fyrir neyslu

Vinsældir hörfræja sem heilsufæði eru sífellt að aukast, m.a. vegna ríkulegs innihalds þeirra af hollum fitusýrum, trefjum og öðrum einstökum plöntuefnum. Hörfræ geta verið brún eða gul. Margir segja að best sé að mylja fræin áður en þeirra er neytt og því sé snjallt að skella þeim í blandara og síðan bæta þeim út í gríska jógúrtið, þeytinginn, hafragrautinn eða hvað eina sem ykkur langar að fá ykkur með hörfræjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert