Öðruvísi og spennandi forréttur

Fallegur forréttur, bragðgóður og sáraeinfalt að útbúa.
Fallegur forréttur, bragðgóður og sáraeinfalt að útbúa. Samsett mynd

Þessi spennandi sushi-forréttur kemur úr smiðju Katerynu B., samfélagsmiðlara og áhugamanneskju um mat, og gleður svo sannarlega augað. Rétturinn er aðeins öðruvísi og skemmtileg samsetning að hráefnum í þremur lögum, avókadó og reyktur lax leika aðalhlutverkið. Hann er einstaklega auðveldur í framreiðslu, ljúffengur á bragðið og það besta er að rétturinn er lágkolvetna. Sjáið myndbandið á Instagram-síðu hennar hér.

View this post on Instagram

A post shared by Kateryna B. (@katerynascafe)

Avókadó og reyktur laxatartar

Magn eftir smekk hvers og eins

  • Avókadó
  • Sítrónusafi
  • Ferskt dill
  • Svartur pipar
  • Tómatar
  • Graslaukur
  • Sjávarsalt
  • Heitreyktur lax eða reyktur lax
  • Japanskt yuzu-majónes
  • Sesamfræ
  • Sprettur til skreytinga

Aðferð:

  1. Takið til mátulega stóran stálhring og setjið á disk sem þið ætlið að bera réttinn fram á, til að raða hráefninu í. Vert að skoða myndbandið vel áður en þið byrjið.

Fyrsta lagið

  1. Saxið avókadó í litla bita, blandið með sítrónusafa, dilli og svörtum pipar.

Annað lagið

  1. Skerið niður tómata í litla bita, blandið saman við graslauk og sjávarsalt.

Þriðja lagið

  1. Leggið ofan á reykta laxinn eftir smekk. Toppið með japönsku yuzu-majónesi, svörtum pipar og sesamfræjum eftir smekk.
  2. Skreytið með sprettum ef vill.
  3. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert