Það er ofurauðvelt að gera stracciatella

Stracciatella er svo gott með mörgu og sérstaklega gott á …
Stracciatella er svo gott með mörgu og sérstaklega gott á pítsur og ofan á súrdeigsbrauð. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Margir halda að það sé erfitt að gera stracciatella og aðferðin sé mun flóknari en hún er í raun.

Hanna Thordarson keramiker og matgæðingur komst í raun um það um daginn eftir að hafa fundið uppskrift í blaðið og prófað. Hanna er iðin að deila uppskriftunum sínum og uppfinningum á uppskriftasíðu sinni og gaman er að fylgjast með því sem hún er að gera.

Stracciatella er mjög gott í matargerð eins og ídýfu eða ofan á pítsu og brauð. Það gerist fátt betra en pönnuristuð súrdeigsbrauðsneið með pestói, stracciatella, parmaskinku og smá af parmesan-osti eða nokkrum dropum af olíu og nokkrum pipar- og saltkornum. 

Heimagert stracciatella

  • 1 fersk stór mozzarellakúla
  • ½ – 1 dl rjómi
  • Salt eftir smakk

Aðferð:

  1. Finnið gott ílát með loki til að setja ostinn í.
  2. Hellið vökvanum frá og skerið ostinn fínt niður í strimla eða rifið fínt með rifjárni.
  3. Setjið strimlana í skál og hellið rjómanum yfir – lokið og látið standa í að minnsta kosti 3 klukkustundir eða helst yfir nótt í kæli.  Magnið af rjómanum fer eftir því hversu blautt þú vilt hafa straccatellað
  4. Hrærið og smakkið með salti
  5. Stracciatella geymist ágætlega í nokkra daga í lokuðu íláti í kæli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert