Helgarkokteillinn „Funky Monkey shoulder Punch“

Þessi steinliggur um helgina, frískandi og bragðgóður.
Þessi steinliggur um helgina, frískandi og bragðgóður. Ljósmynd/Aðsend

Nú er komið að uppskriftinni að kokteilnum fyrir helgina í boði Matarvefsins. Fæstir hugsa um viskí þegar það kemur að sumarkokteilum en hérna kemur einn frískandi og bragðmikill sem mun slá gegn í sólinni, rigningunni, grillveislunni eða hvaða viðburði sem fram undan er í sumar. Hann ber enska heitið „Funky Monkey shoulder Punch“.

Sumarlegur kokteill sem er góður þegar sólin skín og líka …
Sumarlegur kokteill sem er góður þegar sólin skín og líka þegar rignir. Ljósmynd/Aðsend

Funky Monkey shoulder Punch

Fyrir 1

  • 4,5 cl Monkey Shoulder
  • 6 cl kókosvatn
  • 1,5 cl ferskur appelsínusafi
  • 2,25 cl saltað kanilsíróp (sjá uppskrift hér fyrir neðan)
  • Dass af sódavatni
  • Klaki
  • Appelsínusneið og myntugrein til skrauts

Aðferð:

  1. Veljið fallegt og viðeigandi glas fyrir drykkinn
  2. Fyllið glasið með klaka.
  3. Bætið öllum hráefnum ofan í.
  4. Hrærið drykkinn stuttlega.
  5. Skreytið með appelsínusneið og myntugrein.
  6. Berið fram og njótið.

Saltað kanilsíróp

  • Sykur
  • Vatn
  • Kanilstöng
  • Klípa af salti

Aðferð:

  1. Blandið saman jöfnum hlutföllum af sykri og vatni í pott.
  2. Bætið við kanilstöng og klípu af salti.
  3. Leyfið blöndunni að kólna og fjarlægið kanilstöngina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert