Vissir þú þetta allt um myntu?

Það er vel þess virði að eiga myntu heima, hún …
Það er vel þess virði að eiga myntu heima, hún er einstaklega fjölhæf kryddjurt sem er bæði góð fyrir líkama og sál. Samsett mynd

Mynta er fjölær planta sem á auðvelt upp­vaxt­ar alls staðar í heim­in­um. Hún dreif­ir sér auðveld­lega með rót­ar­skot­um. Henni líður best í skugga og vert að passa vel að hún sé ekki á of sól­rík­um stað en samt björt­um. Til eru um 13-18 mis­mun­andi teg­und­ir af myntu og all­ar ilma þær og bragðast ljóm­andi vel. Mynta get­ur orðið allt 10-120 senti­metr­ar á hæð. Lauf­in geta verið allt frá dökk­græn­um niður í ljós­grá og frá fjólu­blá­um til ljósgulra. Blóm­in geta verið hvít eða  fjólu­blá. Hún þarf skjól og góða birtu, og sé hún höfð inni verður hún að vera í björt­um glugga og vökv­ast í skál­ina hvern dag með áburði.

Mynta er góð í sæl­gæti, kokteila og í eft­ir­rétti

Mynta er mikið notuð í sæl­gæti, eft­ir­rétti, í kokteila og til skrauts þegar ýmis kon­ar rétt­ir eru born­ir fram. Hún er mjög góð í fisk- og kjúk­linga­rétti og með svína- og lamba­kjöti. Hún er ein­stak­lega góð í marín­er­ingu, sós­ur og þeyt­ing svo fátt sé nefnt. Hún gegn­ir aðal­hlut­verki í upp­á­halds­drykk margra sem er Mojito og án henn­ar væri Mojito ekki til.

Þess vegna er gott að eiga myntu

Vert er líka að hafa í huga að mynta er góð fyr­ir lík­ama og sál. Hér eru nokkr­ar ástæður fyr­ir því að þú ætt­ir að fá þér myntu í potti og leyfa henni að vaxa og dafna í eld­hús­inu eða á góðum stað á heim­il­inu.

  • Mynt­an er góð fyr­ir melt­ing­una, hún ætir melt­ing­una þína og það er gott að drekka myntu­te reglu­lega.
  • Mynt­an get­ur stuðla að lækn­ingu þegar melt­ing­ar­vanda­mál eru ann­ars veg­ar miða við þær rann­sókn­ir hafa verið gerðar á áhrif­um myntu.
  • Mynt­an hef­ur góð áhrif á lung­un og ef þú ert með ast­ma eða önd­unar­örðuleika er mynt­an góð til að anda að sér og enn og aft­ur er gott að fyr­ir þig að fá þér myntu­te ef ast­mi er til staðar.
  • Mynta get­ur lækkað í þér blóðþrýst­ing­inn því hún er kalsíumrík en kalí­um hef­ur góð áhrif á blóðþrýst­ing­inn.
  • Mynta eyðir bakt­erí­um sem valda skemmd­um og andremmu. Það er ástæða að mynta er oft notuð í tann­krem, munn­sprey og fleiri vör­ur
  • Ferskt myntu­te get­ur hjálpað þér með stress og þung­lyndi, það er upp­lífg­andi að finna ilm­inn og bragðið að myntu.
  • Mynta get­ur læknað ógleði, ef þú finn­ur fyr­ir ógleði get­ur verið gott að vera með myntu-ilm­kjarna­ol­íu.
  • Mynta hef­ur áhrif á minnið þitt og hef­ur áhrif á and­lega líðan þína. Myntu­olía er til að mynda mikið notuð í jóga­tím­um og veit­ir vellíðan og slök­un.
  • Myntu­lauf geta minnkað sárs­auka, til að mynda höfuðverk, vöðva- og maga­verki svo fátt sé nefnt. Þá er lag að blanda sam­an sjáv­ar­salti ásamt af myntu­olíu og ólfíu­olíu og bera á þreyta og sára fæt­ur.
  • Loks er talið sam­kvæmt rann­sókn­um að mynta getu komið í veg fyr­ir krabba­mein. Myntu­lauf inni­halda mentól sem hjálp­ar við að koma í veg fyr­ir alls kyns krabba­mein.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert