Föstudagspítsan: Flatbakan frá „Lækninum í eldhúsinu“

Ragnar Freyr Ingvarsson, betur þekktur sem „Læknirinn í eldhúsinu“ býður …
Ragnar Freyr Ingvarsson, betur þekktur sem „Læknirinn í eldhúsinu“ býður upp á föstudagspítsuna að þessu sinni eða öllu heldur flatbökuna. Samsett mynd

Heiður­inn af föstu­dagspít­sunni að þessu sinni á Ragn­ar Freyr Ingvars­son, bet­ur þekkt­ur sem „Lækn­ir­inn í eld­hús­inu“. Hann býður les­end­um upp á synd­sam­lega ljúf­fenga kúr­bíts­flat­böku eins og hann vill kalla hana frem­ur en pítsu.

„Flat­baka er í raun hin full­komni mat­ur, að mínu mati. Ég þori að halda því fram vegna þessa að flat­bak­an (pítsa) er einn vin­sæl­asti skyndi­biti í heimi. Það elska eig­in­lega all­ir flat­bök­ur, eig­in­lega all­ir. Og flat­baka er í al­geru upp­á­haldi hjá mér, ég gæti hugsað mér pítsu í morg­un­mat, í há­deg­inu og á kvöld­in. Þetta er máltíð sem ég verð hrein­lega ekki leiður á því að borða. Og ég hef sett ótal færsl­ur í loftið um flat­bök­ur á sam­fé­lags­miðlum,“ seg­ir Ragn­ar sposk­ur á svip.

Flat­bak­an er stór­virki 

„Kost­ur­inn við flat­bök­una er auðvitað ein­fald­leik­inn. Brotið niður þá er hún lítið annað en brauð með áleggi sem læt­ur það hljóma eitt­hvað lít­il­vægt en það er það auðvitað ekki. Flat­bak­an er stór­virki með öll­um sín­um fjöl­breyti­leika.

Ég fékk frænda minn til að hjálpa mér að reisa viðarofn í garðinum heima hjá mér - svona ekta ít­alsk­an viðarofn til að geta bakað flat­bök­ur og svo fékk ég einn stálofn frá Irma, sem er ís­lenskt fyr­ir­tæki, til að hafa í sum­ar­húsi for­eldra minna við Meðal­fells­vatn. Það er óneit­an­lega viss lífs­gæði að elda flat­bök­ur yfir opn­um eldi.

Ragnar er með viðarofn í sumarhúsinu sínu við Meðalfellsvatn og …
Ragn­ar er með viðarofn í sum­ar­hús­inu sínu við Meðal­fells­vatn og seg­ir að það séu viss lífs­gæði að elda flat­bök­ur yfir eldi. Ljós­mynd/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son

En hvað um það, þá er hug­mynd­in að þess­ari böku feng­in frá yngstu dótt­ur minni, Ragn­hildi Láru. Ég hafði sagt henni frá því að ég hefði verið beðinn um að gera eitt­hvað ný­stár­legt fyr­ir Mat­ar­vef mbl.is. Hún fékk þessa ljóm­andi hug­mynd að kúr­bíts­flat­böku með kúr­bítssósu. Og því ekki að prófa - hún tókst al­veg ótrú­lega vel.“

Flatbakan tilbúin í viðarofninn.
Flat­bak­an til­bú­in í viðarofn­inn. Ljós­mynd/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son
Ómótstæðilega girnilega kúrbítsflatbakan nýkomin úr ofninum í sveitinni.
Ómót­stæðilega girni­lega kúr­bíts­flat­bak­an ný­kom­in úr ofn­in­um í sveit­inni. Ljós­mynd/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son

Föstudagspítsan: Flatbakan frá „Lækninum í eldhúsinu“

Vista Prenta

Kúr­bíts­flat­baka frá Lækn­in­um í eld­hús­inu

Kúr­bítssósa

  • 1 kúr­bít­ur
  • ½ hvít­ur lauk­ur
  • 2 hvít­laukrif
  • 75 ml hvít­vín
  • 75 ml rjómi
  • Smjör til steik­ing­ar
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Fyr­ir flat­bök­una

  • Flat­köku­deig, ég nota deigið frá Brauð & Co
  • Mozzar­ella­ost­ur eft­ir smekk
  • Hvít­lauk­sol­ía eft­ir smekk
  • Kúr­bíts­sneiðar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Saxið lauk­inn niður smátt og steikið í smjöri þar til lauk­ur­inn er mjúk­ur og glans­andi.
  2. Skerið kúr­bít­inn niður í sneiðar og svo í bita og steikið með laukn­um.
  3. Merjið hvít­lauk­inn niður og bætið sam­an við lauk­inn og kúr­bít­inn.
  4. Saltið og piprið.
  5. Hellið hvít­vín­inu yfir og sjóðið upp áfengið og sjóðið svo niður um helm­ing.
  6. Bætið svo rjóm­an­um sam­an við og sjóðið þar til sós­an fer að þykkna.
  7. Setjið svo í mat­vinnslu­vél og maukið vand­lega. Sós­an verður þykk og rjóma­kennd.
  8. Fletjið deigið út, mér finnst best að nota súr­deig.
  9. Smyrjið sós­unni ofan á deigið.
  10. Sáldrið mozzar­ella­osti yfir og raðið kúr­bíts­sneiðum yfir flat­bök­una.
  11. Sáldrið hvít­lauk­sol­íu yfir, saltið og piprið og bakið í fun­heit­um ofni þar til flat­bak­an er til­bú­in.
  12. Njótið með vin­um og vanda­mönn­um.
Svo er gott að eiga góðan pítsahníf.
Svo er gott að eiga góðan pít­sa­hníf. Ljós­mynd/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert